„Hjálpar mikið að vera með skipulagðan vikumatseðil“

Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. …
Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. Hér er hún ásamt dóttur sinni Hugrúnu Lind Finnbogadóttur á góðri stundu. Ljósmynd/Aðsend

Jó­hanna Ýr Hall­gríms­dótt­ir býður upp á vikumat­seðil­inn að þessu sinni. Hún er mik­il fjöl­skyldu­mann­eskja og mat­ur spil­ar stóra rútínu á heim­il­inu.

Jó­hanna er 35 ára göm­ul, trú­lofuð fjög­urra barna móðir í Árbæn­um og seg­ir að það sé að mörgu að hyggja á heim­il­inu.

„Ég á tvö börn með unn­usta mín­um, Finn­boga Ágústs­syni, Hug­rúnu Lind 6 ára og Hall­grím sem verður þriggja ára í haust. Þegar ég kynnt­ist Finn­boga eignaðist ég tvær stjúp­dæt­ur sem koma til okk­ar aðra hverja helgi, Guðrúnu Lilju 14 ára og Sæ­dísi Önnu 13 ára. Ég starfa sem markaðsstjóri hjá heild­söl­unni Innn­es og Finn­bogi starfar hjá Mar­el í þjón­ustu og viðhaldi á búnaðinum hjá þeim.

Jóhanna ásamt manni sínum Finnboga Ágústssyni. Það deila saman áhuga …
Jó­hanna ásamt manni sín­um Finn­boga Ágústs­syni. Það deila sam­an áhuga sín­um á. mat og eru iðin að senda hvort öðru spenn­andi upp­skrift­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Ein­stak­lega gam­an að elda á pabbahelg­um

Þannig má því segja að það sé nóg að gera í vinn­unni og fjöl­skyldu­lífi. Það er ein­stak­lega gam­an að elda á pabbahelg­um og eru nokkr­ir rétt­ir sem ég geri í upp­á­haldi hjá þeim elstu. Þau yngri eru minna að spá í hvað er í mat­inn og Hug­rún Lind er með mjög ein­fald­an mat­arsmekk,“ seg­ir Jó­hanna og bros­ir.

Jóhanna ásamt tveimur yngri börnunum þeirra, Hugrúnu Lind og Hallgrími.
Jó­hanna ásamt tveim­ur yngri börn­un­um þeirra, Hug­rúnu Lind og Hall­grími. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég elska að skipu­leggja vik­una og það hjálp­ar mikið að vera með skipu­lagðan vikumat­seðil. Í vinn­unni minni set ég sam­an vikumat­seðil fyr­ir upp­skrift­asíðuna Ger­um dag­inn girni­leg­an ásamt því að sinna sam­fé­lags­miðlun­um tengt því. Það má því segja að ég sé að skoða og pæla í upp­skrift­um dag­lega,“ seg­ir Jó­hanna enn frem­ur og hlær.

„Oft­ast sé ég um elda­mennsk­una en Finn­bogi er samt sem áður lista­kokk­ur og elsk­ar að dunda sér í eld­hús­inu. Hann er með græn­ar fing­ur og á sumr­in fer hann reglu­lega í ma­t­jurta­g­arðinn og nær í græn­meti sem hann er að rækta. Við deil­um áhuga á elda­mennsku og okk­ur finnst gam­an að senda á milli spenn­andi upp­skrift­ir, ég heill­ast mest af ein­föld­um og fljót­leg­um rétt­um en Finn­bogi elsk­ar að hæg­elda mat og gera sós­ur og marín­er­ing­ar frá grunni.“

Raðar í hill­ur í búðarferðinni

Mat­ur er stór part­ur af lífi Jó­hönnu alla daga og það má stund­um segja að hún sé alltaf í vinn­unni. Sem bet­ur fer hef­ur hún áhuga á mat og nýt­ur þess að vera í kring­um hann.

Mægðurnar saman á góðri stundu.
Mægðurn­ar sam­an á góðri stundu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þar sem að ég starfa í kring­um mat­væli alla daga verður þetta hálf­gert áhuga­mál, það er að segja að skoða upp­skrift­ir, vör­ur og pæla í vörumerkj­um. Það sem ég hef lært á þessu er að vanda valið á hrá­efn­um, það er ekki al­veg sama hvað maður not­ar hverju sinni. Börn­un­um finnst ekk­ert skemmti­legt að fara með mér í mat­vöru­versl­un þar sem ég enda oft á að vera að taka mynd­ir, raða aðeins í hill­ur og svona,“ seg­ir Jó­hanna kím­in.

Hér má sjá vikumat­seðil­inn sem Jó­hanna er búin að setja sam­an fyr­ir vik­una.

Mánu­dag­ur – Djúsí sam­loka

„Ég viður­kenni að á mánu­dög­um er ég oft löt við að elda og elska ef við eig­um af­ganga frá deg­in­um áður. Við reyn­um oft að elda eitt­hvað extra gott á sunnu­dög­um. Þessi sam­loka stein­ligg­ur hún er ótrú­lega saðsöm og í henni er ham­borg­arasósa, skinka, sal­at, tóm­at­ar, jalapenó ásamt chedd­ar- og havarti-osti.“

Þriðju­dag­ur – Steik­ar-taco

„Við elsk­um taco-þriðju­daga, það er ekki heil­agt að hafa það á þriðju­dög­um en það hljóm­ar vel. Það er líka svo ein­falt að leika sér með hrá­efn­in og búa til góðar sós­ur.“

Miðviku­dag­ur – Penne pasta með bei­koni og svepp­um

„Gott pasta klikk­ar ekki, svo er svo gott að eiga af­gang og hita upp í há­deg­inu dag­inn eft­ir. En hér er mik­il­vægt að velja líka gott pasta.“

Fimmtu­dag­ur – Kjúk­linga­legg­ir sem krakk­arn­ir eiga eft­ir að elska

„Ef það er eitt­hvað sem klár­ast alltaf þá er það þegar við eld­um kjúk­linga­leggi, þetta er svo ein­falt og þægi­legt.“

Föstu­dag­ur – „BBQ“ kjúk­linga­borg­ari

„Það eru marg­ir með föstu­dagspít­su­hefð en við erum ekki föst í neinu, þessi BBQ-kjúk­linga­borg­ari er til­val­inn til að byrja helg­ar­fríið.“

Laug­ar­dag­ur – „BBQ“ kjúk­linga­spjót og makkarónu­sal­at

„Þar sem það er vor í lofti þá er um að gera að draga fram grillupp­skrift­irn­ar, ég elska bbq og bbq á grill­mat. Þessi upp­skrift er al­gjört æði.“

Sunnu­dag­ur – Helgarsteik eins og hún ger­ist best

„Ef maður er ekki bú­inn að vera með brjálaða dag­skrá og í nokkr­um barna­af­mæl­um þá er al­gjört æði að enda helg­ina á góðri steik.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert