Ómótstæðilega gott sítrónuspagettí með humri og burrata

Spagettí með humri og burrata sem getur ekki klikkað. Undursamlegt …
Spagettí með humri og burrata sem getur ekki klikkað. Undursamlegt að njóta. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar hef­ur mikið dá­læti af burrata­ost­in­um og reynd­ar öll fjöl­skyld­an. Hún töfraði fram þenn­an dá­sam­lega spa­gettírétt á dög­un­um fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn þar sem burrata­ost­ur­inn er í for­grunni og leik­ur við bragðlauk­ana ásamt humri. Sítr­ónu­smjörið bráðnar í munni og minn­ir á vorið.

Full­kom­inn rétt­ur til að njóta í páskafrí­inu með fjöl­skyld­unni.

Ómótstæðilega gott sítrónuspagettí með humri og burrata

Vista Prenta

Sítr­ónu­spa­gettí með humri og burrata

Fyr­ir 4

  • 300 g litl­ir tóm­at­ar
  • 400 g spa­gettí eða lingu­ine pasta
  • 500 g skelflett­ur hum­ar
  • 1 stk. sítr­óna (skor­in í þunn­ar sneiðar)
  • 4 stk. hvít­lauks­geir­ar
  • smjör til steik­ing­ar
  • ólífu­olía eft­ir smekk
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Topp­ur

  • ferskt basilpestó (grænt pestó), eft­ir smekk
  • ristaðar furu­hnet­ur, eft­ir smekk
  • söxuð basilíka, eft­ir smekk
  • 4 stk. litl­ar burrata kúl­ur (við stofu­hita)

Meðlæti

  • Hvít­lauks­brauð eða annað brauð sem heill­ar

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Setjið tóm­at­ana í eld­fast mót, hellið um 2 msk. af ólífu­olíu yfir, rífið 2 hvít­lauksrif sam­an við, saltið og piprið.
  3. Bakið í ofn­in­um í 20 mín­út­ur á meðan þið und­ir­búið annað.
  4. Sjóðið spa­gettíið í söltu vatni.
  5. Smjör­steikið humar­inn á meðan og rífið 2 hvít­lauksrif yfir hann í lok­in, saltið og piprið.
  6. Takið humar­inn af pönn­unni, bætið á hana smjöri (um 2 msk.), ólífu­olíu (um 2 msk.) og sítr­ónusneiðum, leyfið að malla við meðal­hita þar til sneiðarn­ar mýkj­ast upp.
  7. Bætið spa­gettínu sam­an við sítr­ónu­smjörið og veltið upp úr því, fjar­lægið svo sítr­ónusneiðarn­ar sjálf­ar.
  8. Raðið síðan sam­an á disk; spa­gettí, bökuðum tómöt­um, smjör­steikt­um humri, pestó, furu­hnet­um, basilíku og síðast en ekki síst lít­illi burrata kúlu.
  9. Njótið sem fyrst með góðu hvít­lauks­brauði eða öðru brauði sem heill­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert