Ein af stærstu veislum sem haldnar hafa verið hérlendis fór fram í Fífunni í marsmánuði þegar stórfyrirtækið Festi hélt í fyrsta skipti sameiginlega árshátíð, en undir hatti Festi eru m.a. Krónan, Elko, N1 og Lyfja. Það var því mikið um dýrðir þegar um 1700 veislugestir komu saman og gerðu sér glaðan dag. Þetta var svo sannarlega stórveisla á heimsmælikvarða.
Hið rótgróna fjölskyldufyrirtæki Múlakaffi hefur um áratugaskeið verið leiðandi í veisluþjónustu þar sem viðburðir af öllum stærðum og gerðum taka á sig ævintýralegan blæ. Það kom í hlut Múlakaffis, í samstarfi við Senu og árshátíðarnefnd Festi, að skapa umgjörðina og upplifunina í þessari risavöxnu veislu og síðast en ekki síst - að framreiða þriggja rétta glæsikvöldverð á mettíma.
„Það er nákvæmlega þetta sem við í Múlakaffi brennum fyrir, að sjá svona stórkostlega veislu verða að veruleika og fylgjast með gleðinni í augum veislugesta þegar allt gengur smurt fyrir sig,“ segir Guðríður María Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Múlakaffis.
Það er skemmst frá því að segja að það krefst mikils undirbúnings að halda árshátíð af þessari stærðargráðu og eru þeir Eyþór Rúnarsson, yfirkokkur Múlakaffis, og Guðjón Harðarson, yfirmatreiðslumaður, hoknir af reynslu þegar kemur að stórveislum.
„Þetta snýst fyrst og fremst um faglegan undirbúning og náið samstarf við fyrirtækið sem í hlut á, og viðburðafyrirtækin, í þessu tilfelli við Senu,“ segir Guðjón.
„Þarna koma saman um 150 starfsmenn þar sem hver og einn hefur sitt hlutverk á hreinu og allir vinna saman sem ein heild. Það er að mínu viti ákveðin listgrein að elda nautalund fyrir 1700 manns þar sem allir fá hina fullkomnu steikingu, og á mettíma,“ bætir Eyþór við.
Árshátíð Festi í tölum
Myndirnar hér fyrir neðan eru frá þessu glæsilega kvöldi og tala sínu máli en tölfræðin er líka afar áhugaverð:
Nú þegar sól tekur að hækka á loftið þá tekur við tímabil ferminga og útskrifta sem eru mikilvæg tímamót í lífi landsmanna.
„Það eru ekki allar veislur sem við teljum í þúsundum gesta og í raun eru minni veislurnar mjög fyrirferðarmiklar hjá okkur í Múlakaffi. Við leggjum mikla áherslu á fermingar og útskriftir og snillingarnir okkar í veisluþjónustunni hafa sett saman virkilega spennandi matseðla sem við hlökkum til að framreiða. Þar er okkar aðaláhersla að við sjáum um veisluna frá A-Ö þannig að okkar viðskiptavinir geti einbeitt sér að því að njóta dagsins áhyggjulausir,“ segir Guðríður.