„Það er nákvæmlega þetta sem við brennum fyrir“

Teymið hjá Múlakaffi, Guðjón Harðarson, Jóhannes Stefánsson og Eyþór Rúnarsson …
Teymið hjá Múlakaffi, Guðjón Harðarson, Jóhannes Stefánsson og Eyþór Rúnarsson eru hoknir reynslu þegar kemur að því að halda stórveislu. mbl.is/Eyþór

Ein af stærstu veisl­um sem haldn­ar hafa verið hér­lend­is fór fram í Fíf­unni í mars­mánuði þegar stór­fyr­ir­tækið Festi hélt í fyrsta skipti sam­eig­in­lega árs­hátíð, en und­ir hatti Festi eru m.a. Krón­an, Elko, N1 og Lyfja. Það var því mikið um dýrðir þegar um 1700 veislu­gest­ir komu sam­an og gerðu sér glaðan dag. Þetta var svo sann­ar­lega stór­veisla á heims­mæli­kv­arða.

Sköpuðu um­gjörðina og upp­lif­un­ina

Hið rót­gróna fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki Múlakaffi hef­ur um ára­tuga­skeið verið leiðandi í veisluþjón­ustu þar sem viðburðir af öll­um stærðum og gerðum taka á sig æv­in­týra­leg­an blæ. Það kom í hlut Múlakaff­is, í sam­starfi við Senu og árs­hátíðar­nefnd Festi, að skapa um­gjörðina og upp­lif­un­ina í þess­ari risa­vöxnu veislu og síðast en ekki síst - að fram­reiða þriggja rétta glæsikvöld­verð á mettíma.

Jóhannes Stefánsson, eigandi Múlakaffis, þekktur sem þorrakóngurinn, er búinn að …
Jó­hann­es Stef­áns­son, eig­andi Múlakaff­is, þekkt­ur sem þorrakóng­ur­inn, er bú­inn að standa fyr­ir ófá­um stór­veisl­um og löngu orðinn lands­mönn­um velkunn­ug­ur fyr­ir fag­mennsk­una sína þegar veislu skal gjöra. mbl.is/​Eyþór

„Það er ná­kvæm­lega þetta sem við í Múlakaffi brenn­um fyr­ir, að sjá svona stór­kost­lega veislu verða að veru­leika og fylgj­ast með gleðinni í aug­um veislu­gesta þegar allt geng­ur smurt fyr­ir sig,“ seg­ir Guðríður María Jó­hann­es­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Múlakaff­is.

Stór­veisla verður að veru­leika

Það er skemmst frá því að segja að það krefst mik­ils und­ir­bún­ings að halda árs­hátíð af þess­ari stærðargráðu og eru þeir Eyþór Rún­ars­son, yfir­kokk­ur Múlakaff­is, og Guðjón Harðar­son, yf­ir­mat­reiðslumaður, hokn­ir af reynslu þegar kem­ur að stór­veisl­um.

Guðríður María Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri Múlakaffis.
Guðríður María Jó­hann­es­dótt­ir er fram­kvæmda­stjóri Múlakaff­is. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta snýst fyrst og fremst um fag­leg­an und­ir­bún­ing og náið sam­starf við fyr­ir­tækið sem í hlut á, og viðburðafyr­ir­tæk­in, í þessu til­felli við Senu,“ seg­ir Guðjón.

Guðjón Harðarson er yfirmatreiðslumaður hjá Múlakaffi.
Guðjón Harðar­son er yf­ir­mat­reiðslumaður hjá Múlakaffi. mbl.is/​Eyþór

„Þarna koma sam­an um 150 starfs­menn þar sem hver og einn hef­ur sitt hlut­verk á hreinu og all­ir vinna sam­an sem ein heild. Það er að mínu viti ákveðin list­grein að elda nauta­lund fyr­ir 1700 manns þar sem all­ir fá hina full­komnu steik­ingu, og á mettíma,“ bæt­ir Eyþór við.

Eyþór Rúnarsson er yfirkokkur Múlakaffis.
Eyþór Rún­ars­son er yfir­kokk­ur Múlakaff­is. mbl.is/​Eyþór

Árs­hátíð Festi í töl­um

Mynd­irn­ar hér fyr­ir neðan eru frá þessu glæsi­lega kvöldi og tala sínu máli en töl­fræðin er líka afar áhuga­verð:

  • 1700 veislu­gest­ir í Fíf­unni í Kópa­vogi
  • 10 risa­ofn­ar og kíló­metri af raf­magn­sköpl­um
  • 350 kg af nauta­lund­um
  • Heild­arþyngd hrá­efn­is um 1000 kg
  • 150 starfs­menn koma að verk­efn­inu

Ferm­ing­ar og út­skrift­ir taka völd­in

Nú þegar sól tek­ur að hækka á loftið þá tek­ur við tíma­bil ferm­inga og út­skrifta sem eru mik­il­væg tíma­mót í lífi lands­manna.

„Það eru ekki all­ar veisl­ur sem við telj­um í þúsund­um gesta og í raun eru minni veisl­urn­ar mjög fyr­ir­ferðar­mikl­ar hjá okk­ur í Múlakaffi. Við leggj­um mikla áherslu á ferm­ing­ar og út­skrift­ir og snill­ing­arn­ir okk­ar í veisluþjón­ust­unni hafa sett sam­an virki­lega spenn­andi mat­seðla sem við hlökk­um til að fram­reiða. Þar er okk­ar aðaláhersla að við sjá­um um veisl­una frá A-Ö þannig að okk­ar viðskipta­vin­ir geti ein­beitt sér að því að njóta dags­ins áhyggju­laus­ir,“ seg­ir Guðríður.

 

Salurinn var stórfenglegur að sjá.
Sal­ur­inn var stór­feng­leg­ur að sjá. Ljós­mynd/​Aðsend
Framúrskarandi framsetning.
Framúrsk­ar­andi fram­setn­ing. Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Innkoman glæsileg.
Inn­kom­an glæsi­leg. Ljós­mynd/​Aðsend
Gullfallegt á veisluborðinu. Smáréttir sem borðfélagar deila saman.
Gull­fal­legt á veislu­borðinu. Smá­rétt­ir sem borðfé­lag­ar deila sam­an. Ljós­mynd/​Aðsend
Allt að gerast bak við tjöldin í eldhúsinu.
Allt að ger­ast bak við tjöld­in í eld­hús­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
Girnilegir smáréttir.
Girni­leg­ir smá­rétt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert