Fagurkerinn Anna Fríða segir sjaldan nei við góðri steik

Anna Fríða Gísladóttir framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríus sviptir hulunni af …
Anna Fríða Gísladóttir framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríus sviptir hulunni af nokkrum staðreyndum um matarvenjur sínar Ljósmynd/Aðsend

Anna Fríða Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri markaðssviðs Nóa Síríus, svipt­ir hul­unni af nokkr­um staðreynd­um um mat­ar­venj­ur sín­ar. Það eru ávallt mikl­ar ann­ir í vinn­unni og þegar heim kem­ur er það fjöl­skyld­an í for­grunni og hvað á að hafa í mat­inn.

Anna Fríða, lífs­glöð og orku­mik­il eig­in­kona og móðir tveggja drengja sem finnst ekk­ert skemmti­legra en að elda góðan mat.

Anna Fríða er mikill matgæðingur og fagurkeri. Þegar hún heldur …
Anna Fríða er mik­ill mat­gæðing­ur og fag­ur­keri. Þegar hún held­ur mat­ar­boð fer hún alla leið og út­hugs­ar þemað með því sem borið er fram. Ljós­mynd/​Aðsend

„Mér finnst ekk­ert skemmti­legra en að elda góðan mat og helst vil ég nostra við hann lengi. Sá lúx­us fæst því miður ekki á virk­um dög­um en ég reyni á móti að plana helgarn­ar vel. Mér finnst svo líka ekk­ert skemmti­legra en að bjóða í mat­ar­boð og hugsa þá lengi og vel hvað ég vil bjóða upp á og hvert kon­septið verður,“ seg­ir Anna Fríða spennt á svip­inn enda far­in að huga að páskamatn­um.

Falleg framsetning á borðinu hjá henni.
Fal­leg fram­setn­ing á borðinu hjá henni. Ljós­mynd/​Aðsend

Yf­ir­leitt ein­hver út­gáfa af eggj­um

Þrátt fyr­ir mikl­ar ann­ir fyr­ir páskafríið sem framund­an er gaf Anna Fríða sér tíma til að svara nokkr­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar og deila með les­end­um.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Ég borða yf­ir­leitt ein­hverja út­gáfu af eggj­um og kol­vetnaskertri Hleðslu. Útfærsl­an er breyti­leg svo ég fái ekki leið. Lengi vel voru það tvö steikt egg með salti, pip­ar, par­mes­an og heima­gerðri hot sauce, ef ég átti hana til, og Hleðslan var drukk­in úr glasi fullu af klaka með espressóskoti út í. Núna er það ein­fald­ara, tvö soðin egg og Hleðsla beint úr fern­unni. Um helg­ar ger­um við fjöl­skyld­an pönnu­kök­ur úr ban­ana, höfr­um og eggi.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Já, alla jafna. Grísk jóg­úrt verður oft fyr­ir val­inu.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Já, eng­in spurn­ing. Við hjá Nóa Síríus búum svo vel að vera með einn fær­asta kokk lands­ins hjá okk­ur. Hvert há­degi er því.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Par­mes­an, gríska jóg­úrt og Collab.“

Borðar þú páska­egg?

„Að sjálf­sögðu, í fleir­tölu.“

Upp­á­hald­segg­in með saltlakk­rís og salt­kara­mellu og suðusúkkulaðiegg

Hver er upp­á­hald­spáska­eggja­teg­und­in þín?

„Ég kýs gæði þegar kem­ur að páska­eggj­um, þau koma að sjálf­sögðu frá Nóa Síríus. Upp­á­hald­spáska­egg­in mín eru með saltlakk­rís og salt­kara­mellu ann­ars veg­ar og suðusúkkulaðiegg ann­ars veg­ar.“

Geym­ir þú máls­hætt­ina þína?

„Ég hef ekki lagt það í vana en að sjálf­sögðu breyt­ist það núna, enda fyrstu pásk­arn­ir mín­ir hjá Nóa Síríus.“

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Ég hef mjög gam­an af því að fara út að borða. Mín­ir upp­á­halds staðir eru Fisk­markaður­inn, La Prima­vera í Mars­hall­hús­inu, Hósíló, Sumac, Aust­ur­indía­fé­lagið svo fátt sé nefnt.“

Hvað vilt þú á pítsuna þína?

„Það fer í raun eft­ir stemn­ingu og deigi. Að mínu mati fer álegg smá eft­ir því hvernig pítsu­deig ég er með hverju sinni.“

Tóm­atsósa og steikt­ur á pyls­una

Hvað færð þú þér á pyls­una þínu?

„Tóm­atsósu og steikt­an lauk, það er ekki meiri þroski hjá mér en það.“

Hver er upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn?

„Les­end­ur mega vita að það tók mig lang­an tíma til að svara þess­ari spurn­ingu. Það er mjög breyti­legt eft­ir skapi. Núna þegar sól­in hækk­ar á lofti er ég mjög hrif­in af fersk­ari mat eins og grísk­um eða líb­önsk­um. Ég og maður­inn minn erum búin að full­komna Birria tacos sem er mikið tekið á haust­in til að mynda. En ég segi sjald­an nei við góðri steik.“

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Blanda af báðu, þó er yf­ir­leitt hærra hlut­fall sal­ats á mánu­dög­um og hærra hlut­fall kart­afla um helg­ar.“

Hver er upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

Sóda­vatn, kaffi eða ann­ar orku­drykk­ur miðað við dag­lega neyslu.“

Með hækkandi sól velur Anna Fríða léttari rétti og tekur …
Með hækk­andi sól vel­ur Anna Fríða létt­ari rétti og tek­ur fram grillið. Ljós­mynd/​Aðsend
Hún hefur líka gaman að því að skreyta matinn og …
Hún hef­ur líka gam­an að því að skreyta mat­inn og kök­urn­ar sem hún fram­reiðir. Ljós­mynd/​Aðsend
Vorlegt borðhald.
Vor­legt borðhald. Ljós­mynd/​Aðsend





 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert