„Jarðarber eru drottning ylræktarinnar og verðskulda að vera meðhöndluð þannig“

Dóróthea Ármann er aðstoðarframkvæmdastjóri Friðheima og stendur að baki Vínstofu …
Dóróthea Ármann er aðstoðarframkvæmdastjóri Friðheima og stendur að baki Vínstofu Friðheima ásamt manni sínum Kristjáni Geir Gunnarssyni og foreldrum. Ljósmynd/Aðsend

Dórót­hea Ármann er þekkt fyr­ir að vera mik­ill nautna­segg­ur og laga góðan mat. Hún er aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Friðheima og stend­ur að baki Vín­stofu Friðheima ásamt manni sín­um Kristjáni Geir Gunn­ars­syni og for­eldr­um sín­um, Knúti Rafni Ármanni og Helenu Her­munda­dótt­ur.

Hún af­hjúp­ar fyr­ir les­end­um mat­ar­vefs­ins hvaða rétt­ur er henn­ar upp­á­halds á Vín­stof­unni og hvernig hann er bor­inn fram en það er fullt glas af fersk­um og nýj­um jarðarberj­um sem fyllt er upp í með kampa­víni. Ást henn­ar á jarðarberj­um hef­ur bara auk­ist eft­ir að fjöl­skyld­an bætti við sig jarðarberja­rækt­un.

„Um ára­mót­in tók­um við fjöl­skyld­an við garðyrkju­stöðinni Jarðarberjalandi, garðyrkju­stöð sem hef­ur verið brautryðjandi í yl­rækt í jarðarberj­um allt árið um kring. Með þessu teygj­um við anga okk­ar út fyr­ir tóm­at­ana, sem er mjög skemmti­legt, því við erum orðnir ágæt­ir sér­fræðing­ar í tómöt­um en get­um lengi blóm­um á okk­ur bætt í öðrum ávöxt­um.  Það er nefni­lega skemmti­leg staðreynd að bæði tóm­at­ar og jarðarber eru ávext­ir,“ seg­ir Dórót­hea með bros á vör.

Drottn­ing yl­rækt­ar­inn­ar

„Jarðarber eru drottn­ing yl­rækt­ar­inn­ar og verðskulda að vera meðhöndluð þannig allt frá byrj­un. Þess vegna er berið aðeins snert einu sinni frá plöntu í box og því nán­ast ósnert þegar þess er neytt,“ bæt­ir Dórót­hea við.

Íslensk jarðarber eru sér á stalli hvað varðar hrein­leika, bragð og gæði. Eng­in eit­ur- né varn­ar­efni eru notuð, þau eru vökvuð með hreina ís­lenska vatn­inu og leyft að þrosk­ast í friði þangað til þau eru orðin sæt og góð á plönt­unni og til­bú­in til átu.

„Jarðarber eru munaðar­vara sem dekrað er við frá byrj­un til enda og kosta þess vegna sitt. Því er synd að vinna þau of mikið og okk­ur fjöl­skyld­unni finnst lang­best að leyfa þeim að njóta sín í sínu hrein­asta formi, með smá tvisti.

Þess vegna lang­ar mig að deila með ykk­ur afar ein­faldri upp­skrift, ef upp­skrift má kalla, en þannig upp­skrift­ir finnst mér ein­mitt best­ar. Þetta er jarðarberja- og kampa­víns­drykk­ur. Fá inni­halds­efni og fá skref þarf til að töfra þenn­an fram. Þessi rétt­ur hef­ur alltaf slegið í gegn, bæði á Vín­stofu Friðheima og heima. Fólk fljótt að taka upp mynda­vél­arn­ar því hann er mikið fyr­ir auga og munn,“ seg­ir Dórót­hea og horf­ir fal­leg­um aug­um á jarðarber­in sem bíða þess að fara í kampa­víns­glasið.

„Þetta er minn upp­á­halds­rétt­ur á Vín­stofu Friðheima þar sem hann er fram­reidd­ur með prosecco, Moet, Phil­ipponnat eða Vinada óá­fengu freyðivíni. Full­kom­inn sem eft­ir­rétt­ur, for­drykk­ur eða bara til að lyfta sér upp og gera sér glaðan dag,“ seg­ir Dórót­hea að lok­um.

Kampavínsglas með ferskum og nýjum jarðarberjum, fyllt með kampavíni er …
Kampa­víns­glas með fersk­um og nýj­um jarðarberj­um, fyllt með kampa­víni er upp­á­halds­rétt­ur Dórót­heu á Vín­stofu Friðheima. Ljós­mynd/​Aðsend

„Jarðarber eru drottning ylræktarinnar og verðskulda að vera meðhöndluð þannig“

Vista Prenta

Jarðarberja- og kampa­víns­drykk­ur Vín­stof­unn­ar

  • Íslensk jarðarber (mik­il­vægt að þau séu í hæsta gæðaflokki)
  • Kampa­vín að eig­in vali, okk­ar upp­á­halds er Phil­ipponnat en það er val­kvætt

Aðferð:

  1. Mik­il­vægt er að smakka hrá­efn­in vel, bæði til að vita að maður sé ein­ung­is að vinna með það besta, en líka til að muna að „mat­reiðslan“ er hluti af stemn­ing­unni.
  2. Setjið jarðarber­in í fal­legt glas, óþarfi að taka græna hlut­ann af ber­inu nema þið endi­lega viljið.
  3. Þegar gest­irn­ir koma er glasið toppað með dýr­ind­is kampa­víni.
  4. Fólk get­ur svo valið um að borða ber­in strax upp úr kampa­vín­inu eða leyft þeim að marín­er­ast leng­ur.
  5. Borðið, drekkið og njótið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert