Ekta kúrekasmjör sem gerir allt betra

Þetta kúrekasmjör á eftir að hitta á mark hjá þeim …
Þetta kúrekasmjör á eftir að hitta á mark hjá þeim sem elska góða blöndu af smjöri, lauk og kryddi. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Þetta kú­reka­smjör er ótrú­lega gott með kjöti, eins og kjúk­ling í mila­nese, og steikt­um fiski. Það er eitt­hvað við þessa smjör­blöndu sem ger­ir rétt­ina enn þá betri. Þessi upp­skrift kem­ur úr smiðju Vig­fús­ar henn­ar Hönnu Thor­d­ar­son, mat­gæðings með meiru, en hún birti upp­skrift­ina á upp­skrifta­vef sín­um á dög­un­um.

„Um dag­inn þegar við vor­um að elda kjúk­ling skellti hann í sína út­gáfu af kú­reka­smjöri sem þótti passa mjög vel með rétt­in­um,“ seg­ir Hanna.

Kú­reka­smjör er sam­setn­ing af smjöri og kryddi, sem er kannski ekki gott eitt og sér, en á vel með ýmsu kjöti og fiski.

„Útgáf­an hans Vig­fús­ar er aðeins öðru­vísi þar sem hún er full af lauk sem er kara­melseraður fyrst. Þetta er nokkuð skemmti­leg út­gáfa af því sem ég set á síðuna mína til að halda hlut­föll­un­um til haga,“ bæt­ir Hanna við.

Ekta kúrekasmjör sem gerir allt betra

Vista Prenta

Kú­reka­smjör

  • 2 stór­ir gul­ir lauk­ar, skorn­ir í þunn­ar sneiðar
  • 100 g ís­lenskt smjör
  • 2 msk. dijon sinn­ep
  • 1 líf­ræn sítr­óna, all­ur saf­inn og börk­ur af ½ sítr­ónu
  • 2 hvít­lauksrif, pressuð eða rif­in
  • 1 msk. þurrkað rós­marín
  • 1 – 1½ msk. þurrkað kórí­and­er
  • 1 – 1½ msk. þurrkað tim­i­an
  • ½ tsk. cayenn­ep­ip­ar, má einnig nota ferskt chili, saxa það niður
  • 2 msk. kapers – söxuð
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • ½ – 1 tsk. whorsestersósa
  • Salt­flög­ur eft­ir smekk
  • Vel af ný­möluðum svört­um pip­ar
  • 1 – 3 msk. fersk stein­selja, það er líka fal­legt að skreyta með henni

Aðferð:

  1. Steikið lauksneiðarn­ar upp úr smjör­inu á meðal­hita í 10 – 15 mín­út­ur.
  2. Steikið lauk­inn þar til hann verður fal­lega brún­leit­ur.
  3. Bætið af­gang­in­um af hrá­efn­inu við á pönn­una og blandið öllu sam­an.
  4. Setjið síðan í skál og berið fram með því sem hug­ur­inn girn­ist.
  5. Á vel með tjúlluðum kjúlla mila­nese, steikt­um fiski eða á ham­borg­ar­ann.

 

mbl.is
Fleira áhugavert