Pepperóní-ostasalat úr gömlu Brauðréttabók Hagkaups

Nostalgíufiðringur fór um Berglindi Hreiðars þegar hún útbjó og smakkaði …
Nostalgíufiðringur fór um Berglindi Hreiðars þegar hún útbjó og smakkaði þetta ostasalat. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar ásamt betri helm­ingn­um, Her­manni Her­manns­syni, hafa verið að grúska í gömlu, góðu Brauðrétta­bók Hag­kaups og úr varð að hún gerði þetta dýr­ind­is osta­sal­at með pepp­eróní. Jó­hann­es Felixs­son, bet­ur þekkt­ur sem Jói Fél, á heiður­inn af upp­skrift­inni enda ófá­ar upp­skrift­ir eft­ir hann í upp­skrifaseríu­bók­um Hag­kaups.

„Þetta er nokkuð stór upp­skrift og dug­ar vel í tvær skál­ar svo þetta er hið full­komna veislu­sal­at. Við vor­um far­in að rífa ost­inn niður á sín­um tíma en ég hef færst aft­ur til þess að skera hann í ten­inga, bara reyna að hafa þá frek­ar litla,“ seg­ir Berg­lind um osta­sal­at­gerðina.

Nú er bara að prófa og slá í gegn í næsta boðið með þessu osta­sal­ati.

Pepperóní-ostasalat úr gömlu Brauðréttabók Hagkaups

Vista Prenta

Pepp­eróní-osta­sal­at

  • 200 g Heinz maj­ónes
  • 150 g sýrður rjómi
  • 1 papriku kryddost­ur
  • 2 pepp­eróní kryddost­ur
  • 100 g skinka
  • 50 g salami
  • ½ lauk­ur
  • 20 vín­ber

Aðferð:

  1. Pískið maj­ónes og sýrðan rjóma sam­an.
  2. Skerið ost­inn í litla bita ásamt skinku og salami. Saxið lauk­inn smátt og skerið vín­ber­in niður.
  3. Blandið næst öllu sam­an og leyfið að standa í kæli í 3 klukku­stund­ir og njótið með Ritz-kexi og/​eða góðu brauði.

 

 

mbl.is

Matur »

Fleira áhugavert