Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar ásamt betri helmingnum, Hermanni Hermannssyni, hafa verið að grúska í gömlu, góðu Brauðréttabók Hagkaups og úr varð að hún gerði þetta dýrindis ostasalat með pepperóní. Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fél, á heiðurinn af uppskriftinni enda ófáar uppskriftir eftir hann í uppskrifaseríubókum Hagkaups.
„Þetta er nokkuð stór uppskrift og dugar vel í tvær skálar svo þetta er hið fullkomna veislusalat. Við vorum farin að rífa ostinn niður á sínum tíma en ég hef færst aftur til þess að skera hann í teninga, bara reyna að hafa þá frekar litla,“ segir Berglind um ostasalatgerðina.
Nú er bara að prófa og slá í gegn í næsta boðið með þessu ostasalati.
Pepperóní-ostasalat
Aðferð: