Klessukartöflusalatið hennar Völlu er nýstárlegt og litríkt

Þetta klessukartöflusalat á eftir að slá í gegn í næstu …
Þetta klessukartöflusalat á eftir að slá í gegn í næstu grillveislu. Svo gott og fallegt á borðið. Ljósmynd/Valgerður Gréta Gröndal

Nú stytt­ist óðfluga í páska­hátíðina og sum­arið er hand­an við hornið. Þá kall­ar það á að við tök­um út grill­in. Val­gerður Gréta Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, er búin að taka grillið út og er byrjuð að full­komna meðlæti með grill­kjöt­inu, fisk­in­um og öðrum kræs­ing­um.

Það er klass­ískt að bera fram kart­öflu­sal­at með hinum ýmsu grill­rétt­um og það þekk­ir Valla vel. Hún bjó til þetta sal­at sem hún kall­ar klessukart­öflu­sal­at sem er með maískorni, avóka­dó og stökkri parma­skinku. Þetta er senni­lega það kart­öflu­sal­at sem topp­ar þau lík­lega flest og er ansi ný­stár­legt.

Í dágóðan tíma hafa kart­öflu­salöt með klessukart­öfl­um hring­sólað á sam­fé­lags­miðlum og ým­is­legt verið prófað en Valla fann upp­skrift­ina ein­mitt þar.

Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, er bráðsniðug að …
Val­gerður Gréta Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, er bráðsniðug að setja sam­an góða rétti. Nú er hún kom­in í sum­argír­inn og búin að taka út grillið. mbl.is/​Karítas

„Ég mæli með því að bera það fram með grilluðum kjúk­lingi, lamba­kjöti og fiski. Og þegar pásk­arn­ir eru á næsta leiti ligg­ur auðvitað bein­ast við að hafa það með páska­steik­inni,“ seg­ir Valla og bros­ir út í eitt.

Klessukartöflusalatið hennar Völlu er nýstárlegt og litríkt

Vista Prenta

Klessukart­öflu­sal­at með maískorni, avóka­dó og stökkri parma­skinku

  • ½ kg litl­ar kart­öfl­ur
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 1 dós maískorn
  • ½ avóka­dó, skorið í bita
  • 3 vor­lauk­ar, hvíti hlut­inn
  • ½ rauðlauk­ur, miðlungs­stór
  • 50 g ít­ölsk parma­skinka
  • 1 msk. ferskt dill, saxað
  • 1 msk. ferskt kórí­and­er, saxað (má sleppa)
  • 40 g maj­ónes
  • 40 g sýrður rjómi
  • 1 tsk. fersk­ur sítr­ónusafi
  • ¼ tsk. cayenne pip­ar
  • ¼ tsk. hvít­lauks­duft
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar þar til þær eru soðnar í gegn.
  2. Hitið ofn­inn í 210°C blást­ur.
  3. Hellið vatn­inu af kart­öfl­un­um og setjið þær á ofn­plötu sem klædd er með bök­un­ar­papp­ír.
  4. Notið glas eða eitt­hvað áhald til þess að kremja niður kart­öfl­urn­ar.
  5. Penslið þær með ólífu­olíu og stráið smá­veg­is af sjáv­ar­salti yfir.
  6. Bakið kart­öfl­urn­ar í 30 mín­út­ur í ofn­in­um, snúið þeim við og penslið aft­ur með olíu þegar tím­inn er hálfnaður.
  7. Setjið parma­skink­una á bök­un­ar­papp­írsklædda ofn­plötu.
  8. Bakið hana í ofn­in­um síðustu 7 mín­út­urn­ar af kart­ö­flu­tím­an­um.
  9. Fylg­ist vel með þar sem sneiðarn­ar eru svo þunn­ar.
  10. Takið kart­öfl­urn­ar og skink­una úr ofn­in­um og kælið.
  11. Á meðan kart­öfl­urn­ar kólna setjið þá maj­ónes og sýrðan rjóma í miðlungs­stóra skál. Bætið við sítr­ónusafa og krydd­um og hrærið.
  12. Skerið avóka­dó í bita og vor­lauk og rauðlauk smátt. Hellið maískorni í sigti og látið vatnið renna af.
  13. Setjið græn­metið og maís­inn sam­an við sós­una.
  14. Skerið kart­öfl­urn­ar í bita þegar þær hafa kólnað að mestu og saxið parma­skink­una.
  15. Setjið út í skál­ina og blandið sam­an.
  16. Best er að láta sal­atið taka sig í smá stund í kæli áður en það er borið fram.
  17. Berið fram með því sem ykk­ur lang­ar til.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert