Orka og kyrrð í einum drykk

Matcha er ekki aðeins fagur og myndrænn drykkur sem kemur …
Matcha er ekki aðeins fagur og myndrænn drykkur sem kemur vel út á samfélagsmiðlum, hann er líka stútfullur af næringu og heilsufarslegum ávinningi. Ljósmynd/Aðsend

Krist­ín Amy Dyer er mik­il áhuga­mann­eskja um mat og það er senni­lega fátt sem hún spá­ir jafn mikið í og mat­ur. Hún er stofn­andi heild­söl­unn­ar Tropic sem sér­hæf­ir sig í inn­flutn­ingi og fram­leiðslu. Hún ritaði pist­il um matcha og gef­ur nokkr­ar góðar hug­mynd­ir hvernig má nýta það til að út­búa heilsu­sam­lega drykki.

Stút­full­ur af nær­ingu

„Það má með sanni segja að þessi sér­kenni­legi og fal­legi græni drykk­ur, matcha 101, sé held­ur bet­ur að ryðja sér til rúms í vest­ræn­um lönd­um, þar á meðal á Íslandi. Vin­sæld­ir hans aukast með hverju ár­inu, og það er ekki að ástæðulausu. Matcha er ekki aðeins fag­ur og mynd­rænn drykk­ur sem kem­ur vel út á sam­fé­lags­miðlum, hann er líka stút­full­ur af nær­ingu og heilsu­fars­leg­um ávinn­ingi. Ætli það sé þess vegna sem Jap­an­ir eru meðal lang­líf­ustu þjóða heims?

Smaragðsgrænt duft

Matcha er fínt, smaragðsgrænt duft sem er búið til úr sér­stak­lega ræktuðum og meðhöndluðum græn­um telauf­um. Þau eru skyggð frá beinu sól­ar­ljósi í tvær til fjór­ar vik­ur fyr­ir upp­skeru, sem eyk­ur magn klórófylls og amínó­sýra eins og L-thean­ine.

Aðeins yngstu og fersk­ustu lauf­in eru handtínd, síðan þurrkuð og að lok­um möluð í granít­stein­um þar til úr verður silkimjúkt duft. Matcha er því mun nær­ing­ar­rík­ara en venju­legt grænt te, þar sem þú drekk­ur allt laufið – ekki bara upp­á­hell­ing­una.

Matcha hef­ur lengi verið notað í jap­anskri hefð, bæði fyr­ir and­lega og lík­am­lega heilsu. Matcha inni­held­ur mikið magn af EGCG (epigalloca­techin galla­te), öfl­ugu andoxun­ar­efni sem hef­ur verið rann­sakað fyr­ir bólgu­eyðandi áhrif og mögu­lega frumu­vörn. Andoxun­ar­efni hjálpa til við að verja frum­ur gegn skemmd­um og geta stuðlað að ung­legra út­liti, heil­brigðri húð og betri lík­ams­starf­semi.

Rann­sakað fyr­ir bólgu­eyðandi eig­in­leika

Matcha er þekkt fyr­ir að inni­halda mikið magn andoxun­ar­efna, þá sér­stak­lega andoxun­ar­efnið EGCG sem hef­ur verið rann­sakað fyr­ir bólgu­eyðandi eig­in­leika. Matcha inni­held­ur líka koff­ín en koff­ín­magnið er á bil­inu 40-60 mg á meðan hefðbund­inn kaffi­bolli inni­held­ur um 80-120 mg. Mun­ur­inn á koff­ín­inu í matcha og kaffi er sá að koff­ínið í matcha fer hæg­ara í kerfið og veit­ir jafn­ari og langvar­andi orku án koff­ín­falls. Sum­ir tengja skjálfta og kvíða við of mikið af kaffi og hafa því marg­ir reynt að minnka kaffi­drykkj­una, til dæm­is með því að drekka matcha í staðinn.

L-thean­ine vinn­ur með koff­ín­inu og stuðlar að bæði skýr­leika og slök­un í senn. Það er því ekki að undra að munk­ar hafi drukkið matcha fyr­ir hug­leiðslu í ald­araðir. L-thean­ine er talið geta dregið úr streitu­ein­kenn­um og jafn­vel stuðlað að betri svefni.

Þar sem nú er að hlýna í veðri þá get­ur matcha ís­latte verið vin­sælli kost­ur. Þá leysið þið matcha duftið upp í heitu vatni í löngu glasi, fyllið síðan glasið af klök­um og toppið með kaldri mjólk í stað freyðandi.

Það eru ýms­ir aðrir mögu­leik­ar til að inn­byrða þessa dá­sam­legu of­ur­fæðu en sem dæmi er hægt að setja matcha í þeyt­ing, yf­ir­nótta hafra, jóg­úrt eða jafn­vel nota það í bakst­ur.

Hvernig ger­ir þið full­kom­inn matcha bolla?

Það er ein­falt og nota­legt að njóta matcha heima og upp­skrift­ina er að finna hér fyr­ir neðan.“

Smaragðsgrænt duft sem laðar að augað.
Smaragðsgrænt duft sem laðar að augað. Ljós­mynd/​Aðsend

Orka og kyrrð í einum drykk

Vista Prenta

Matcha 101

Fyr­ir 1

  • 1 tsk. matcha
  • 60 ml. heitt vatn (ekki sjóðandi - um 80°C)
  • 200 ml. freyðandi mjólk (t.d. hafra- eða soja)
  • Ef þið viljið sætu þá er hægt að setja ögn af vanillu eða hlyns­írópi

Aðferð:

  1. Sigtið matcha í skál til að forðast kekki.
  2. Bætið við vatn­inu og hrærið hratt í Z eða M hreyf­ingu með bambusvisk eða mjólk­ur­froðaðara.
  3. Hellið í bolla og toppið síðan með flóaðri mjólk.
  4. Njótið í ró­leg­heit­un­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert