Kristín Amy Dyer er mikil áhugamanneskja um mat og það er sennilega fátt sem hún spáir jafn mikið í og matur. Hún er stofnandi heildsölunnar Tropic sem sérhæfir sig í innflutningi og framleiðslu. Hún ritaði pistil um matcha og gefur nokkrar góðar hugmyndir hvernig má nýta það til að útbúa heilsusamlega drykki.
„Það má með sanni segja að þessi sérkennilegi og fallegi græni drykkur, matcha 101, sé heldur betur að ryðja sér til rúms í vestrænum löndum, þar á meðal á Íslandi. Vinsældir hans aukast með hverju árinu, og það er ekki að ástæðulausu. Matcha er ekki aðeins fagur og myndrænn drykkur sem kemur vel út á samfélagsmiðlum, hann er líka stútfullur af næringu og heilsufarslegum ávinningi. Ætli það sé þess vegna sem Japanir eru meðal langlífustu þjóða heims?
Matcha er fínt, smaragðsgrænt duft sem er búið til úr sérstaklega ræktuðum og meðhöndluðum grænum telaufum. Þau eru skyggð frá beinu sólarljósi í tvær til fjórar vikur fyrir uppskeru, sem eykur magn klórófylls og amínósýra eins og L-theanine.
Aðeins yngstu og ferskustu laufin eru handtínd, síðan þurrkuð og að lokum möluð í granítsteinum þar til úr verður silkimjúkt duft. Matcha er því mun næringarríkara en venjulegt grænt te, þar sem þú drekkur allt laufið – ekki bara uppáhellinguna.
Matcha hefur lengi verið notað í japanskri hefð, bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Matcha inniheldur mikið magn af EGCG (epigallocatechin gallate), öflugu andoxunarefni sem hefur verið rannsakað fyrir bólgueyðandi áhrif og mögulega frumuvörn. Andoxunarefni hjálpa til við að verja frumur gegn skemmdum og geta stuðlað að unglegra útliti, heilbrigðri húð og betri líkamsstarfsemi.
Rannsakað fyrir bólgueyðandi eiginleika
Matcha er þekkt fyrir að innihalda mikið magn andoxunarefna, þá sérstaklega andoxunarefnið EGCG sem hefur verið rannsakað fyrir bólgueyðandi eiginleika. Matcha inniheldur líka koffín en koffínmagnið er á bilinu 40-60 mg á meðan hefðbundinn kaffibolli inniheldur um 80-120 mg. Munurinn á koffíninu í matcha og kaffi er sá að koffínið í matcha fer hægara í kerfið og veitir jafnari og langvarandi orku án koffínfalls. Sumir tengja skjálfta og kvíða við of mikið af kaffi og hafa því margir reynt að minnka kaffidrykkjuna, til dæmis með því að drekka matcha í staðinn.
L-theanine vinnur með koffíninu og stuðlar að bæði skýrleika og slökun í senn. Það er því ekki að undra að munkar hafi drukkið matcha fyrir hugleiðslu í aldaraðir. L-theanine er talið geta dregið úr streitueinkennum og jafnvel stuðlað að betri svefni.
Þar sem nú er að hlýna í veðri þá getur matcha íslatte verið vinsælli kostur. Þá leysið þið matcha duftið upp í heitu vatni í löngu glasi, fyllið síðan glasið af klökum og toppið með kaldri mjólk í stað freyðandi.
Það eru ýmsir aðrir möguleikar til að innbyrða þessa dásamlegu ofurfæðu en sem dæmi er hægt að setja matcha í þeyting, yfirnótta hafra, jógúrt eða jafnvel nota það í bakstur.
Það er einfalt og notalegt að njóta matcha heima og uppskriftina er að finna hér fyrir neðan.“
Matcha 101
Fyrir 1
Aðferð: