Róbert Aron kom, sá og sigraði Íslandsmeistaramót barþjóna í ár

Róbert Aron Garðarsson Proppé kom, sá og sigraði Íslandsmeistaramót barþjóna …
Róbert Aron Garðarsson Proppé kom, sá og sigraði Íslandsmeistaramót barþjóna árið 2025 og fagnaði ákaft. Ljósmynd/Aðsend

Á sunnu­dags­kvöld lauk kokteila­hátíðinni Reykja­vík Cocktail Week með glæsi­legu gala­kvöldi í Gamla Bíó og Peter­son­svít­unni þar sem úr­slit í kokteila­keppn­un­um hátíðar­inn­ar fóru fram.

Ró­bert Aron Garðars­son Proppé frá Drykk kom, sá og sigraði Íslands­meist­ara­mót barþjóna árið 2025 með glæsi­brag. Í öðru sæti var Pét­ur Kolka frá veit­ingastaðnum OTO og Bruno Falcoa frá Bonn hreppti þriðja sætið. Keppn­in var afar spenn­andi og kepp­end­ur nutu þess að sýna list­ir sín­ar á barn­um.

Teitur Riddermann Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands afhendir Róbert Aroni nýkrýndum …
Teit­ur Ridder­mann Schiöth for­seti Barþjóna­klúbbs Íslands af­hend­ir Ró­bert Aroni nýkrýnd­um Íslands­meist­ara bar­jóna sverðið fræga. Ljós­mynd/​Aðsend
Pétur Kolka var í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu.
Pét­ur Kolka var í öðru sæti á Íslands­meist­ara­mót­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
Bruno Falcoa hreppti þriðja sætið.
Bruno Falcoa hreppti þriðja sætið. Ljós­mynd/​Aðsend

Hátíðin stóð yfir dag­ana 31. mars til 6. apríl, en yfir 50 viðburðir fóru fram á 34 stöðum sem tóku þátt í hátíðinni í ár.

Gátu ein­göngu notið fljót­andi veiga

Mikið var um dýrðir á opn­un­ar­hátíð Reykja­vík Cocktail Week. Um 600 manns mættu á EXPÓIÐ sem fór fram í Hörpu síðastliðinn miðviku­dag og voru þar sam­an­komn­ir um 20 birgjar áfengra vara sem kynntu vör­ur sín­ar.

Þar fóru einnig fram undan­keppn­ir í Íslands­meist­ara­móti barþjóna og þema­keppni Reykja­vík Cocktail Week sem var með háloftaþema þetta árið. Gest­ir gátu ein­göngu notið fljót­andi veiga því einnig fengu fjöl­marg­ir sér húðflúr sem var í boði. Óvænt­ir at­b­urðir gerðust einnig en einn kepp­andi nýtti tæki­færið á þess­um degi og bar fram bón­orð upp á sviði og hún sagði já.

Úrslita­kvöldið sjálft var svo í Gamla Bíó þar sem fjöldi fólks var sam­an kom­inn til þess að fylgj­ast með úr­slit­um í keppn­un­um og njóta frá­bærra veit­inga sem komu frá Klúbbi mat­reiðslu­meist­ara.

Al­ex­and­er frá Jungle vann háloftaþema­keppn­ina

Val­inn var Reykja­vík Cocktail Week drykk­ur árs­ins og sigraði bar­inn Tip­sý þá keppni.

Úrslit­in í háloftaþema­keppn­inni voru einnig kunn­gjörð og fimm efstu voru eft­ir­far­andi barþjón­ar:

  1. Al­ex­and­er Jós­ef Al­vara­do - Jungle
  2. Auður Gests­dótt­ir - Tip­sý
  3. Heim­ir Mort­hens - Drykk

Önnur úr­slit voru eft­ir­far­andi:

  • Kokteil­b­ar árs­ins: Jungle
  • Fag­leg vinnu­brögð Íslands­móts­ins: Jacek Ru­decki
  • Fal­leg­asti drykk­ur­inn: Pét­ur Kolka
  • Besti klass­íski kokteill­inn: Pét­ur Kolka með fal­leg­asta drykk­inn Negroni Della Vita

Hér má sjá mynd­ir frá hátíðinni sem segja meira en þúsund orð.

 

Róbert Aron heillaði dómarana upp úr skónum.
Ró­bert Aron heillaði dóm­ar­ana upp úr skón­um. Ljós­mynd/​Aðsend
Róbert Aron lek listir sína bak við barinn.
Ró­bert Aron lek list­ir sína bak við bar­inn. Ljós­mynd/​Aðsend
Róbert Aron fagnaði mikið.
Ró­bert Aron fagnaði mikið. Ljós­mynd/​Aðsend
Gleðin var við völd.
Gleðin var við völd. Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert