Á sunnudagskvöld lauk kokteilahátíðinni Reykjavík Cocktail Week með glæsilegu galakvöldi í Gamla Bíó og Petersonsvítunni þar sem úrslit í kokteilakeppnunum hátíðarinnar fóru fram.
Róbert Aron Garðarsson Proppé frá Drykk kom, sá og sigraði Íslandsmeistaramót barþjóna árið 2025 með glæsibrag. Í öðru sæti var Pétur Kolka frá veitingastaðnum OTO og Bruno Falcoa frá Bonn hreppti þriðja sætið. Keppnin var afar spennandi og keppendur nutu þess að sýna listir sínar á barnum.
Hátíðin stóð yfir dagana 31. mars til 6. apríl, en yfir 50 viðburðir fóru fram á 34 stöðum sem tóku þátt í hátíðinni í ár.
Mikið var um dýrðir á opnunarhátíð Reykjavík Cocktail Week. Um 600 manns mættu á EXPÓIÐ sem fór fram í Hörpu síðastliðinn miðvikudag og voru þar samankomnir um 20 birgjar áfengra vara sem kynntu vörur sínar.
Þar fóru einnig fram undankeppnir í Íslandsmeistaramóti barþjóna og þemakeppni Reykjavík Cocktail Week sem var með háloftaþema þetta árið. Gestir gátu eingöngu notið fljótandi veiga því einnig fengu fjölmargir sér húðflúr sem var í boði. Óvæntir atburðir gerðust einnig en einn keppandi nýtti tækifærið á þessum degi og bar fram bónorð upp á sviði og hún sagði já.
Úrslitakvöldið sjálft var svo í Gamla Bíó þar sem fjöldi fólks var saman kominn til þess að fylgjast með úrslitum í keppnunum og njóta frábærra veitinga sem komu frá Klúbbi matreiðslumeistara.
Valinn var Reykjavík Cocktail Week drykkur ársins og sigraði barinn Tipsý þá keppni.
Úrslitin í háloftaþemakeppninni voru einnig kunngjörð og fimm efstu voru eftirfarandi barþjónar:
Önnur úrslit voru eftirfarandi:
Hér má sjá myndir frá hátíðinni sem segja meira en þúsund orð.