Páskahefðir Íslendinga eru mismunandi og þær eru margar en óneitanlega leita margir á suðrænar slóðir. Eins og við vitum eru engir páskar án páskaeggja og vilja flestir komast hjá því að páskaeggið bráðni í hita.
Nói Síríus brást við og lét hanna sérgerða páskaeggjakælitösku. Viðtökurnar við páskaeggjakælitösku Nóa Síríus fóru langt fram úr öllum væntingum.
„Við erum ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar en okkur bárust símtöl, skilaboð og jafnvel heimsóknir á skrifstofuna frá spenntum viðskiptavinum sem óskuðu eftir eintökum af töskunni,“ segir Birna María Másdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Töskurnar voru framleiddar í takmörkuðu magni og gaf Nói Síríus viðskiptavinum sínum töskurnar.
„Við nýttum samfélagsmiðla Nóa Síríus til að kynna og gefa töskuna og viðtökurnar létu ekki á sér standa, en yfir þúsund manns hafa óskað eftir eintaki af kælitösku,“ segir Birna María.
Kælitaskan getur geymt allt að fjögur Nóa Síríus-páskaegg og er með aukahólfi fyrir síma og annað.
Eftirspurnin eftir töskunum var slík að teymið hjá Nóa Síríus ákvað að bregðast við eftirspurn og gefa seinustu eintökin af kælitöskum á skrifstofu Nóa Síríus að Hesthálsi 2-4 í dag, föstudag.