Gáfu kælitöskur fyrir páskaeggin

Birna María Másdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að viðtökurnar við …
Birna María Másdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að viðtökurnar við kælitöskunum hafi farið fram úr þeirra björtustu vonum. Ljósmynd/Aðsend

Páska­hefðir Íslend­inga eru mis­mun­andi og þær eru marg­ar en óneit­an­lega leita marg­ir á suðræn­ar slóðir. Eins og við vit­um eru eng­ir pásk­ar án páska­eggja og vilja flest­ir kom­ast hjá því að páska­eggið bráðni í hita.

Nói Síríus brást við og lét hanna sér­gerða páska­eggjakælitösku. Viðtök­urn­ar við páska­eggjakælitösku Nóa Síríus fóru langt fram úr öll­um vænt­ing­um.

„Við erum ótrú­lega þakk­lát fyr­ir viðtök­urn­ar en okk­ur bár­ust sím­töl, skila­boð og jafn­vel heim­sókn­ir á skrif­stof­una frá spennt­um viðskipta­vin­um sem óskuðu eft­ir ein­tök­um af tösk­unni,“ seg­ir Birna María Más­dótt­ir, markaðsstjóri Nóa Síríus.

Kælitaskan getur geymt allt að fjögur Nóa Síríus-páskaegg og er …
Kælitask­an get­ur geymt allt að fjög­ur Nóa Síríus-páska­egg og er með auka­hólfi fyr­ir síma og annað. Ljós­mynd/​Aðsend

Nýttu sam­fé­lags­miðlana til gefa tösk­urn­ar

Tösk­urn­ar voru fram­leidd­ar í tak­mörkuðu magni og gaf Nói Síríus viðskipta­vin­um sín­um tösk­urn­ar.

„Við nýtt­um sam­fé­lags­miðla Nóa Síríus til að kynna og gefa tösk­una og viðtök­urn­ar létu ekki á sér standa, en yfir þúsund manns hafa óskað eft­ir ein­taki af kælitösku,“ seg­ir Birna María.

Kælitask­an get­ur geymt allt að fjög­ur Nóa Síríus-páska­egg og er með auka­hólfi fyr­ir síma og annað.

Eft­ir­spurn­in eft­ir tösk­un­um var slík að teymið hjá Nóa Síríus ákvað að bregðast við eft­ir­spurn og gefa sein­ustu ein­tök­in af kælitösk­um á skrif­stofu Nóa Síríus að Hest­hálsi 2-4 í dag, föstu­dag.

Kælitaskan er rækilega mekrt að innihaldið sé brothætt.
Kælitask­an er ræki­lega mekrt að inni­haldið sé brot­hætt. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert