Þetta eru 8 bestu barþjónar og kokteilastaðir landsins

Á topp 8 listanum eru Dagur Jakobsson frá Apótek Restaurant, …
Á topp 8 listanum eru Dagur Jakobsson frá Apótek Restaurant, Martin Cabejsek sem tekur brátt við glænýjum stað, Leó Snæfeld frá Jungle Cocktail Bar, Sævar Helgi frá Tipsý Bar, Ingólfur Gylfason frá Daisy Cocktail Bar, Jakob Alf frá Gilligogg Cocktail Bar og Kría Freysdóttir frá Tipsý Bar & Lounge en á myndina vantar Hrafnkell Ingi Gissurarson frá veitingastaðnum Skál!, Ljósmynd/Aðsend

Til­kynnt hef­ur verið hverj­ir eru topp 8 bestu barþjón­ar lands­ins og bestu kokteilstaðirn­ir sem komust áfram í barþjóna­keppn­inni World Class en úr­slit­in fara fram í næsta mánuði hver fer fyr­ir Íslands hönd í stóru keppn­ina sem er hald­in í Kan­ada í ár.

Bestu barþjón­ar lands­ins komu sam­an á kokteil­barn­um Tip­sý á skemmti­legu festi­vali á Reykja­vík Cocktail Week og spenn­an var gríðarleg þar sem sjald­an hef­ur verið jafn erfitt að velja topp 8. Dans­ar­ar komu fram og Dj Rakel hélt uppi stuðinu fram eft­ir kvöldi.

Jafn­ræðis og gegn­sæ­is gædd

„Vert er  að nefna að vel er gætt að jafn­ræði og gegn­sæi við dómgæslu World Class hér á litla Íslandi, þar sem all­ir þekkja alla. Við dómgæslu að þessu sinni kom Rich­ard Wynne frá Callooh Callay í London sem er á lista yfir 50 bestu kokteil­bari heims og dæmdi ásamt Fann­ari í Klaka­vinnsl­unni og Jakobi Eggerts frá Daisy sem var síðasti World Class sig­ur­veg­ari Íslands,“ seg­ir Sól­ey Kristjáns­dótt­ir vörumerkja­stjóri hjá Ölgerðinni sem kem­ur meðal ann­ars að keppn­inni.

Þetta eru eft­ir­far­andi barþjón­ar:

  • Dag­ur Jak­obs­son frá Apó­tek Restaurant
  • Mart­in Ca­bej­sek sem tek­ur brátt við glæ­nýj­um stað
  • Hrafn­kell Ingi Giss­ur­ar­son frá veit­ingastaðnum Skál!
  • Leó Snæ­feld frá Jungle Cocktail Bar
  • Sæv­ar Helgi frá Tip­sý Bar
  • Ingólf­ur Gylfa­son frá Daisy Cocktail Bar
  • Jakob Alf frá Gilli­gogg Cocktail Bar
  • Kría Freys­dótt­ir frá Tip­sý Bar & Lounge
Á topp 8 listanum eru Dagur Jakobsson frá Apótek Restaurant, …
Á topp 8 list­an­um eru Dag­ur Jak­obs­son frá Apó­tek Restaurant, Mart­in Ca­bej­sek sem tek­ur brátt við glæ­nýj­um stað, Hrafn­kell Ingi Giss­ur­ar­son frá veit­ingastaðnum Skál!, Leó Snæ­feld frá Jungle Cocktail Bar, Sæv­ar Helgi frá Tip­sý Bar, Ingólf­ur Gylfa­son frá Daisy Cocktail Bar, Jakob Alf frá Gilli­gogg Cocktail Bar og Kría Freys­dótt­ir frá Tip­sý Bar & Lounge. Sam­sett mynd

Tók­ust á við skemmti­lega áskor­un

Barþjón­arn­ir tók­ust á við skemmti­lega staðbundna áskor­un þar sem þeir unnu með Don Ju­lio tequila og svo „hyper-local“ hrá­efni. Áskor­un­in snér­ist um tvo drykki þar sem barþjón­ar þurftu að vinna með hrá­efni sem var að finna í 15 km radíus frá barn­um þeirra.

Ann­ar drykk­ur­inn átti að vera for­drykk­ur þar sem hafa þurfti áfeng­is­inni­hald í huga því það er óráðlegt að hafa for­drykki of sterka á tóma maga.

Hinn drykk­ur­inn var svo hágæða Don Ju­lio-kokteill með staðbundnu ívafi.

Ingó og Jakob í dómnefndinni að störfum.
Ingó og Jakob í dóm­nefnd­inni að störf­um. Ljós­mynd/​Aðsend
DJ Rakel sá um að halda upp í stuðinu.
DJ Rakel sá um að halda upp í stuðinu. Ljós­mynd/​Aðsend
Sóley og Logi.
Sól­ey og Logi. Ljós­mynd/​Aðsend
Brynja Bjarna.
Brynja Bjarna. Ljós­mynd/​Aðsend
Mikil gleði var á keppniskvöldinu.
Mik­il gleði var á keppnis­kvöld­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert