Thule nældi sér í verðlaun á European Beer Challenge

Thule þykir með þeim betri og Hlynur Björnsson er afar …
Thule þykir með þeim betri og Hlynur Björnsson er afar ánægður.

„Við erum ótrú­lega stolt af þess­ari viður­kenn­ingu,“ seg­ir Hlyn­ur Björns­son, vörumerkja­stjóri ís­lenska bjórs­ins Thule.

Thule hlaut á dög­un­um bronsverðlaun á Europe­an Beer Chal­lenge, ár­legri bjór­verðlauna­hátíð þar sem besti bjór álf­unn­ar er verðlaunaður.

Seg­ir Hlyn­ur að bronsverðlaun­in séu mik­il viður­kenn­ing á gæðum bjórs­ins og staðfest­ing á því að Thule hafi ávallt verið eitt af fremstu bjór­vörumerkj­um lands­ins. Fram­leiðsla á Thule hófst á Ak­ur­eyri árið 1966, upp­haf­lega til út­flutn­ings und­ir nafn­inu Thule Export.

„Við höf­um alltaf vitað að Thule er al­veg ein­stak­lega vel heppnaður bjór. Það er bara eitt­hvað við það hvernig hann nær að vera í full­komnu jafn­vægi. Mjög lík­lega er það brugg­meist­ar­an­um hon­um Baldri að þakka, hann er alltaf í full­komnu jafn­vægi. Svona þegar ég fer að hugsa út í það þá er það mjög lík­lega ástæðan, báðir eru þeir með lít­inn bit­ur­leika, með skemmti­leg­an karakt­er og alltaf stutt í húm­or­inn,“ seg­ir Hlyn­ur og hlær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert