Ljúffengt Egg Benedict með heimagerðri Hollandaise-sósu

Egg Benedict með heimagerðri Hollandaise sósu sem passar vel með …
Egg Benedict með heimagerðri Hollandaise sósu sem passar vel með páskadögurðinum í ár. Ljósmynd/Aðsend

Pásk­arn­ir nálg­ast óðfluga og þá er al­veg til­valið að búa til ljúf­feng­an dög­urð og slá í gegn. Egg Benedict er fal­leg­ur og góm­sæt­ur bröns­rétt­ur sem sam­an­stend­ur af enskri múffu, bei­koni, hleyptu eggi og Hollandaise sósu.

Á heimasíðu Hag­kaups birt­ist upp­skrift að þess­um rétti sem kem­ur úr smiðju Evu Lauf­eyj­ar Kjaran mat­gæðings með meiru sem all­ir ættu að ráða við.

Það er nefni­lega ekki eins flókið að út­búa þenn­an rétt eins og marg­ir halda, en aðaláskor­un­in er mögu­lega Hollandaise-sós­an. Eva Lauf­ey bjó til þessa ein­földu og fljót­legu aðferð hvernig skal búa til Hollandaise-sós­una, en gott er að nota töfra­sprota og það tek­ur tvær til þrjár mín­út­ur að út­búa sós­una, mjög ein­falt.

Ljúffengt Egg Benedict með heimagerðri Hollandaise-sósu

Vista Prenta

Egg Benedict með heima­gerðri Hollandaise sósu

  • 4 egg
  • 2 l vatn
  • 1 tsk. edik (má sleppa)
  • 6 sneiðar af góðri hrá­skinku
  • Tvær þykk­ar sneiðar af grófu brauði (ég notaði gróft súr­deigs­brauð)
  • Spínat steikt upp úr smjöri, magn eft­ir smekk
  • 3 – 4 msk. Hollandaise sósa (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • Salt og nýmalaður pip­ar
  • Smátt söxuð stein­selja eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Það er best að byrja á sós­unni og þið finnið upp­skrift­ina hér fyr­ir neðan.
  2. Næsta skref er að skera súr­deigs­brauðið í þykk­ar sneiðar. Setjið brauðsneiðarn­ar á papp­írsklædda ofnskúffu og sáldrið smá­veg­is af olíu yfir. Hitið í ofni í 5 – 7 mín­út­ur við 180°C.
  3. Hleypt egg eru lin­soðin án skurn­ar.
  4. Það er mik­il­vægt að egg­in séu fersk.
  5. Setjið vatn í pott, bætið ed­ik­inu út í vatnið og látið suðuna koma upp, lækkið þá und­ir pott­in­um en látið hann samt halda vægri suðu.
  6. Brjótið egg í bolla og hellið egg­inu mjög var­lega út í vatnið (Eva mæl­ir með að þið skoðið kennslu­mynd­bönd á YouTu­be, þá sjáið þið aðferðina við að setja eggið út í pott­inn).
  7. Sjóðið egg­in í þrjár mín­út­ur, þá ætti eggja­hvít­an að vera um­vaf­in eggj­ar­auðunni og þegar skorið er í eggið ætti rauðan að leka fal­lega út.
  8. Takið eggið var­lega upp úr pott­in­um, Evu finnst best að nota fiskispaða og setjið á eld­húspapp­ír til þess að þerra.
  9. Snögg­steikið spínat upp úr smjöri og steikið hrá­skink­una í smá stund á pönnu eða þar til hún er orðin stökk og fín.
  10. Setjið brauðsneiðarn­ar á diska og raðið í eft­ir­far­andi röð: brauð, hrá­skinka, spínat, egg, tvær mat­skeiðar af sósu, salt, pip­ar og smátt söxuð stein­selju.
  11. Berið fram og njótið.

Hollandaise sósa

  • 2 eggj­ar­auður
  • 1 tsk. kalt vatn
  • 1 tsk. sítr­ónusafi
  • 200 g brætt smjör
  • Salt og nýmalaður pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið eggj­ar­auður, vatn og sítr­ónusafa íílátt sem töfra­sprot­inn kemst ofan í.
  2. Bræðið smjörið og passið að það sé enn heitt þegar þið hellið því sam­an við eggj­ar­auðurn­ar.
  3. Þeytið eggj­ar­auður, vatn og sítr­ónusafa með töfra­sprot­an­um í eina til tvær mín­út­ur eða þar til það er kom­in ljós og létt froða sem hef­ur marg­faldas.,Helliðð smjör­inu í mjórri bunu sam­an við sós­una þar til hún er til­bú­in.
  4. Ef sós­an verður of þykk þá má þeyta svo­litlu volgu vatni sam­an við.
  5. Að lok­um er sós­an smökkuð til með salti, pip­ar og smá sítr­ónusafa. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert