Vestmannaeyingurinn Sigurgeir Jónsson er iðinn við baksturinn þrátt fyrir háan aldur, en hann er 83 ára gamall og bakar á hverjum laugardegi. Hann gerðist svo frægur að baka alvöru bjórköku fyrir eiginkonu sína á afmælisdegi hennar, Guinness-köku, sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.
Hann gefur lesendum matarvefsins uppskriftina að þessu dýrðlega brauði, sem ber heitið Lífsins brauð en nýlega afhjúpaði hann uppskriftina að Guinness-kökunni frægu.
„Það er bakað á hverjum laugardegi og systir mín fær helminginn af því. Hún launar svo fyrir sig á þriðjudögum og fimmtudögum með súrdeigsbrauði. Það er ekki oft farið í bakarí á þessum heimilum. Nafnið á brauðinu er frá mér komið, ég man ekki hvað það hét upphaflega en ég gaf því nafnið Lífsins brauð,“ segir Sigurgeir og brosir.
„Ekki man ég hvar ég fékk þessa uppskrift, síðan eru líklega tveir áratugir og hún er búin að taka talsverðum breytingum síðan, til dæmis var ekkert korn í henni ef ég man rétt. Sólblómafræjum var aðeins stráð ofan á brauðið. En þetta brauð er ofarlega á vinsældalistanum hjá minni fjölskyldu og reyndar fleirum,“ bætir Sigurgeir.
Þetta dásamlega brauð er tilvalið að baka um páskana og bjóða til brauðveislu. En páskarnir nálgast óðfluga og skírdagur verður næstkomandi fimmtudag, þann 17. apríl, sem er tilvalinn til baksturs og nosturs í eldhúsinu.
Lífsins brauð
Næsta skref
Næsta skref
Aðferð: