Sigurgeir bakar brauð á hverjum laugardagsmorgni

Sigurgeir Jónsson Vestmannaeyingur bakar brauð á hverjum einasta laugardagsmorgni.
Sigurgeir Jónsson Vestmannaeyingur bakar brauð á hverjum einasta laugardagsmorgni. Ljósmynd/Aðsend

Vest­manna­ey­ing­ur­inn Sig­ur­geir Jóns­son er iðinn við bakst­ur­inn þrátt fyr­ir háan ald­ur, en hann er 83 ára gam­all og bak­ar á hverj­um laug­ar­degi. Hann gerðist svo fræg­ur að baka al­vöru bjór­köku fyr­ir eig­in­konu sína á af­mæl­is­degi henn­ar, Guinn­ess-köku, sem er í miklu upp­á­haldi hjá fjöl­skyld­unni.

Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins upp­skrift­ina að þessu dýrðlega brauði, sem ber heitið Lífs­ins brauð en ný­lega af­hjúpaði hann upp­skrift­ina að Guinn­ess-kök­unni frægu.

„Nafnið frá mér komið“

„Það er bakað á hverj­um laug­ar­degi og syst­ir mín fær helm­ing­inn af því. Hún laun­ar svo fyr­ir sig á þriðju­dög­um og fimmtu­dög­um með súr­deigs­brauði. Það er ekki oft farið í bakarí á þess­um heim­il­um. Nafnið á brauðinu er frá mér komið, ég man ekki hvað það hét upp­haf­lega en ég gaf því nafnið Lífs­ins brauð,“ seg­ir Sig­ur­geir og bros­ir.

„Ekki man ég hvar ég fékk þessa upp­skrift, síðan eru lík­lega tveir ára­tug­ir og hún er búin að taka tals­verðum breyt­ing­um síðan, til dæm­is var ekk­ert korn í henni ef ég man rétt. Sól­blóma­fræj­um var aðeins stráð ofan á brauðið. En þetta brauð er of­ar­lega á vin­sældal­ist­an­um hjá minni fjöl­skyldu og reynd­ar fleir­um,“ bæt­ir Sig­ur­geir.

Þetta dá­sam­lega brauð er til­valið að baka um pásk­ana og bjóða til brauðveislu. En pásk­arn­ir nálg­ast óðfluga og skír­dag­ur verður næst­kom­andi fimmtu­dag, þann 17. apríl, sem er til­val­inn til bakst­urs og nost­urs í eld­hús­inu.

Þriggjakornabrauðið hans Sigurgeirs nýtur mikilla vinsælda.
Þriggja­korna­brauðið hans Sig­ur­geirs nýt­ur mik­illa vin­sælda. Ljós­mynd/​Aðsend

Sigurgeir bakar brauð á hverjum laugardagsmorgni

Vista Prenta

Lífs­ins brauð

  • 3 dl volgt vatn
  • 1 msk. syk­ur
  • 1 msk. olía
  • 1,5 msk. þurr­ger (eitt bréf)

Næsta skref

  • 280 g hveiti
  • 170 g heil­hveiti
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. salt
  • ¼ bolli graskers­fræ
  • ¼ bolli sól­blóma­fræ
  • ¼ bolli ses­am­fræ
  • ¼ bolli hör­fræ
  • 3-4 tsk. heilt kúmen

Næsta skref

  • 2 msk. sól­blóma­fræ
  • 2-3 örþunn­ar smjörklíp­ur
  • 1-2 msk. gróft salt
  • 1 msk. volgt vatn

Aðferð:

  1. Hrærið sam­an í skál vatni, sykri, olíu og þurr­geri.
  2. Látið standa í 10 mín­út­ur.
  3. Blandið sam­an hveiti, heil­hveiti, lyfti­dufti, salti, graskers­fræi, sól­blóma­fræi, ses­am­fræi, hör­fræi, lyfti­dufti og kúmeni.
  4. Hellið síðan þess­ari blöndu sam­an við ger­blönd­una og hnoðið, þægi­legt er að gera það í hræri­vél með hnoðara.
  5. Mótið af­lang­an hleif úr deig­inu.
  6. Hæfi­legt er ef deigið aðeins loðir við fing­urna, bætið vatni eða hveiti við til að fá deigið í hæfi­lega þykkt.
  7. Setjið á ofn­plötu með bök­un­ar­papp­ír, skerið þunn­ar rauf­ar ská­hallt yfir hleif­inn og penslið með 1 msk. af volgu vatni, stráið sól­blóma­fræj­um, smjöri og salti yfir og bakið við 210° C á blástri í 28 mín­út­ur.
  8. Látið kólna í 10 til 15 mín­út­ur áður en það er skorið.
  9. Í þetta má bæta ýmsu fleira góðgæti, til að mynda bæt­ir Sig­ur­geir oft við 1/​3 bolla af möndlu­f­lög­um eða möndl­uk­urli ef til er í eld­hús­inu og ef­laust gæti fleira gert þetta góða brauð enn betra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert