Hefur þú prófað að matreiða kalkúnaskip?

Smjörsprautað kalkúnaskip með ljúffengu meðlæti sem sómir sér vel í …
Smjörsprautað kalkúnaskip með ljúffengu meðlæti sem sómir sér vel í páskaboðinu. Ljósmynd/Aðsend

Kalk­únn nýt­ur ávallt mik­illa vin­sælda á veislu­borðum á pásk­un­um en mörg­um finnst það vera mál og of mikið að vera með heil­an kalk­ún. Þá get­ur verið ráð að bjóða upp á kalk­úna­skip og girni­legt meðlæti með. Ótrú­lega ein­falt er að elda það og eng­in flækj­u­stig.

Á heimasíðu Hag­kaups er að finna upp­skrift að smjörsprautuðu kalk­úna­skipi ásamt til­lög­um að góm­sætu meðlæti sem á vel við á hátíðar­borðinu um pásk­ana. Sæl­kerameðlætið ger­ir máltíðina enn betri og gam­an er að leika sér með bragðsam­setn­ing­ar eins og hér er gert. Hver og einn get­ur síðan valið það sem hug­ur­inn girn­ist.

Hefur þú prófað að matreiða kalkúnaskip?

Vista Prenta

Smjörsprautað kalk­úna­skip með Dijon- og salvíukalk­únasósu borið fram með gljáðum gul­rót­um og rauðlauk, kremuðum maís með spínati, sæt­um feta­ost­skart­öfl­um og rósa­káli með brúnuðu smjöri og gúm­melaði

Smjörsprautað kalk­úna­skip

  • 1 stk. smjörsprautað kalk­úna­skip Hag­kaups
  • Olía
  • Smjör
  • Salt
  • Bezt á kalk­ún­inn – krydd

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 180°C.
  2. Takið kalk­úna­skipið úr pakkn­ing­un­um og þerrið.
  3. Setjið í ofnskúffu og kryddið með salti.
  4. Bakið á 180°C í um það bil 45 mín­út­ur á hvert kg.

Dijon- og salvíukalk­únasósa

  • 100 g gul­ræt­ur
  • 1 stór lauk­ur
  • 3 hvít­lauks­geir­ar
  • 1 msk. pip­ar­korn
  • 3 grein­ar rós­marín
  • 30 g sal­vía
  • 350 ml hvít­vín
  • 500 ml rjómi
  • 2 msk. gróf­korna Dijons­inn­ep
  • 1-2 msk. kalk­únakraft­ur

Aðferð:

  1. Skerið gul­ræt­ur, lauk og hvít­lauk gróft niður og steikið í potti á meðal­hita með pip­ar­korn­um og rós­marín­grein­um.
  2. Þegar lauk­ur­inn er orðinn glær bætið þá salvíu og hvít­víni út í og látið sjóða niður um rúm­lega helm­ing.
  3. Hellið þá rjóma sam­an við og sjóðið aft­ur niður þar til sós­an fer að þykkna aðeins, sigtið hana þá.
  4. Eft­ir það bætið þá sinn­epi og krafti út í.
  5. Smakkið síðan sós­una til og bætið út í meiri krafti eða sinn­epi ef ykk­ur finnst þurfa að bragðbæta hana.

Gljáðar gul­ræt­ur og rauðlauk­ur

  • 6 msk. púður­syk­ur
  • 150 ml. app­el­sínusafi
  • 3 litl­ir rauðlauk­ar
  • 500 g gul­ræt­ur
  • 750 ml græn­met­is­soð (vatn og 2 græn­metisten­ing­ar)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að flysja gul­ræt­urn­ar og skerið í tvennt til fernt á lengd­ina.
  1. Skerið rauðlauk­inn fernt.
  2. Sjóðið græn­metið í græn­met­is­soðinu, gul­ræt­urn­ar í um það bil sex mín­út­ur og lauk­inn þrjár mín­út­ur.
  3. Blandið þá sam­an app­el­sínusafa og púður­sykri og hrærið.
  4. Sigtið síðan græn­metið frá soðinu og setjið á plötu og hellið púður­syk­urs­blönd­unni yfir.
  1. Bakið síðan í ofni við 200°C hita í 15 mín­út­ur, veltið vel upp úr púður­syk­urs­blönd­unni 1-2 sinn­um á bök­un­ar­tím­an­um.

Kremaður maís með spínati

  • 500 g fros­in maískorn – affryst
  • 250 g spínat
  • 80 g smjör
  • 40 g hveiti
  • 250 ml rjómi
  • Salt eft­ir smekk
  • Hvít­lauk­spip­ar eft­ir smekk
  • Olía eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Steikið maískorn­in á pönnu upp úr smá olíu í u.þ.b. 3 mín­út­ur.
  1. Bætið þá spínatinu út á pönn­una og kryddið með salti og hvít­lauk­spip­ar.
  2. Setjið smjör í ann­an pott og bræðið við meðal­hita og bætið síðan hveiti út í og hrærið vel.
  3. Bætið síðan rjóm­an­um út í smá sam­an þar til bland­an þykkn­ar vel, passið að hræra mjög reglu­lega í blönd­unni þar sem þetta brenn­ur mjög auðveld­lega við.
  4. Að lok­um bætið þið maís og spínati sam­an við sós­una, hrærið sam­an og berið fram heitt.

Sæt­ar feta­ost­skart­öfl­ur

  • 600 g sæt­ar kart­öfl­ur
  • 1 krukka sal­atost­ur
  • 3 grein­ar rós­marín
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Flysjið og skerið ætu kart­öfl­urn­ar í jafna bita og setjið í eld­fast mót.
  2. Hellið um það bil helm­ingn­um af ol­í­unni af ost­in­um yfir kart­öfl­urn­ar, saltið eft­ir smekk og setjið rós­marín­grein­arn­ar með.
  3. Bakið á 200°C hita í um það bil 30 mín­út­ur.
  4. Bætið þá ost­in­um við, hrærið í kart­öfl­un­um og bakið í 10 mín­út­ur í viðbót.
  5. Takið síðan rós­marín­grein­arn­ar upp úr fat­inu áður en kart­öfl­urn­ar eru born­ar fram.
  6. At­hugið að bök­un­ar­tím­inn get­ur verið mis­jafn eft­ir því hve stór­ir bitarn­ir eru.

Rósa­kál með brúnuðu smjöri og gúm­melaði

  • 500 g rósa­kál
  • 2 litl­ir rauðlauk­ar
  • Olía eft­ir smekk
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 80 g smjör
  • 40 g möndlu­f­lög­ur
  • 40 g trönu­ber sítr­ónusafi

Aðferð:

  1. Skerið botn­inn af rósa­kál­inu og skerið það síðan í helm­inga og lauk­inn í lauf.
  2. Blandið rósa­káli og rauðlauk sam­an með ol­í­unni, salti og pip­ar.
  3. Bakið síðan í ofni við 200°C hita í um það bil 20 mín­út­ur.
  4. Meðan rósa­kálið er í ofn­in­um setjið þá smjörið í pott og bræðið á miðlungs­hita þar til það fer að freyðast, bætið þá möndlu­f­lög­un­um út í og hrærið vel í um það bil þrjár mín­út­ur þar til möndl­ur og smjör eru orðin gull­in­brún.
  5. Bætið þá er trönu­berj­un­um út í smjör­blönd­una.
  6. Þegar rósa­kálið er til­búið hellið þá smjör­blönd­unni yfir og blandið vel sam­an, smakkið til með sítr­ónusafa og salti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert