Mögulega bestu snúðar sem þú hefur smakkað

Mögulega bestu súkkulaðisnúðar í heimi sem koma úr smiðju Árna …
Mögulega bestu súkkulaðisnúðar í heimi sem koma úr smiðju Árna Þorvarðarsonar bakarameistara. mbl.is/Eyþór

Nú eru marg­ir komn­ir í páskafrí og pálma­sunnu­dag­ur runn­inn upp. Er þá ekki kom­inn tími til að baka eitt­hvað ómót­stæðilega gott?

Þess­ir Nu­tella- og ban­ana­snúðar eru fyr­ir þá sem vilja fara ör­lítið út fyr­ir hið hefðbundna. Þetta eru mjúk­ir snúðar með rjóma­kenndri klípu af Nu­tella og sæt­um bön­un­um sem bráðna sam­an í bök­unni. Þeir eru til­vald­ir sem smá lúx­us við kaffi­borðið, seinniparts­sn­arl eða jafn­vel sem eft­ir­rétt­ur. Ein­fald­ir í und­ir­bún­ingi, en með út­komu sem lít­ur út fyr­ir að hafa tekið miklu meiri tíma. Mögu­lega eru þetta bestu snúðar sem þið hafið smakkað.

Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Árna Þor­varðar­son­ar bak­ara og fag­stjóra við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi. Hann bak­ar ávallt með hjart­anu og kann svo sann­ar­lega að gleðja sitt fólk með ný­bökuðum kræs­ing­um.

Árni Þorvarðarson er klárari en flestir að galdra fram ómótstæðilega …
Árni Þor­varðar­son er klár­ari en flest­ir að galdra fram ómót­stæðilega ljúf­fengt bakk­elsi og kök­ur fyr­ir öll til­efni. mbl.is/​Eyþór

Von­andi gef­ur þessi upp­skrift ykk­ur inn­blást­ur og ánægju við að baka frá grunni. Það þarf ekki alltaf mik­inn hávaða eða flókn­ar aðferðir til að skapa eitt­hvað dá­sam­legt – stund­um er það ein­fald­lega ilm­ur­inn af ný­bökuðum snúð sem breyt­ir deg­in­um.

Mögulega bestu snúðar sem þú hefur smakkað

Vista Prenta

Nu­tella- og ban­ana­snúðar sem breyta deg­in­um

Deig

  • 300 g volgt vatn
  • 60 g syk­ur
  • 4 msk. olía
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. þurr­ger
  • 600 g hveiti

Fyll­ing

  • 220–250 g Nu­tella
  • 2–3 ban­an­ar, þunnt sneidd­ir

Skreyt­ing

  • 50 g brætt Nu­tella

Aðferð:

  1. Byrjið á því að virkja gerið með því að blanda því sam­an við volgt vatn og syk­ur. Leyfið því að freyða og koma sér í gang.
  2. Bætið síðan olíu og salti við og svo hveit­inu smátt og smátt.
  3. Hnoðið þar til deigið er mjúkt, slétt og aðeins klístrað – þetta er hjartað í góðum snúðum.
  4. Setjið deigið í skál, breiðið viska­stykki yfir og leyfið að hef­ast í ró og næði í um 15 mín­út­ur.
  5. Rúllið næst deig­inu út í stór­an fer­hyrn­ing og smyrjið Nu­tella og ban­anasneiðum á deigið.
  6. Rúllið upp í þétta rúllu og skerið í sneiðar með beitt­um hníf.
  7. Raðið snúðunum í bök­un­ar­form og leyfið þeim að lyfta sér aft­ur í um 40 mín­út­ur, svo þeir verði létt­ir og mjúk­ir.
  8. Bakið við 180°C í 12-15 mín­út­ur þar til snúðarn­ir eru gull­in­brún­ir og ilm­ur­inn fyll­ir húsið.
  9. Smyrjið Nu­tella yfir snúðana meðan þeir eru enn heit­ir.
  10. Kremið bráðnar ofan í hverja rifu og ger­ir hvern bita silkimjúk­an og synd­sam­lega góðan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert