Dómsmálaráðherra afhjúpar leyndardóminn bak við páskalambið

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra býður upp á páskalamb á páskunum.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra býður upp á páskalamb á páskunum. mbl.is/Karítas

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra nýt­ur sín í eld­hús­inu og ger­ir upp vinnu­dag­inn á meðan hún eld­ar. Pásk­arn­ir eru hand­an við hornið og í til­efni þess svar­ar hún nokkr­um lauflétt­um spurn­ing­um um páska­hefðirn­ar og af­hjúp­ar hvað hún ætl­ar að hafa í mat­inn á pásk­un­um.

Hún er mik­ill gleðigjafi og hrók­ur alls fagnaðar. Henni þykir fátt skemmti­legra en að bjóða fjöl­skyldu og vin­um í mat­ar­boð og leik­ur þá við hvern sinn fing­ur í eld­hús­inu. Þegar kem­ur að hefðum í tengsl­um við pásk­ana seg­ir hún þær ekki vera marg­ar, aðal­atriðið sé að njóta.

Þorbjörg Sigríður skreytir aðallega með gulum kertum og páskagreinum um …
Þor­björg Sig­ríður skreyt­ir aðallega með gul­um kert­um og páska­grein­um um pásk­ana. mbl.is/​Karítas

Þeim fylgja fáar skyld­ur

„Pásk­arn­ir eru í upp­á­haldi hjá mér vegna þess að þeim fylgja fáar skyld­ur. Lítið stúss en mjög gott frí. Við verðum heima um pásk­ana, för­um í sund og tök­um því ró­lega,“ seg­ir Sig­ríður með bros á vör.

Skreytið þið heim­ilið fyr­ir pásk­ana?

„Ætli það sé ekki bara þetta hefðbundna, gulu kerti. Ég kaupi að vísu alltaf páska­grein­ar og skreyti þær.“

Föndrið þið fyr­ir pásk­ana?

„Þegar stelp­urn­ar voru litl­ar komu þær heim með skraut úr skól­an­um, sumt er til en margt hef­ur heim­il­iskött­ur­inn Sím­on eyðilagt. Hann er öfl­ug­ur við hvers kyns skemmd­ar­verk. Við höf­um sýnt hans lífstíl og venj­um virðingu,“ seg­ir Þor­björg sposk á svip.

Gul kerti eru aðalpáskaskrautið á heimilinu.
Gul kerti eru aðalpáska­skrautið á heim­il­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Óþarf­lega hrif­in af sæl­gæti

Hvað með páska­eggja­át, eigið þið fjöl­skyld­an ykk­ar upp­á­hald­spáska­egg?

„Ég hef farið með lista út í versl­un og verslað í sam­ræmi við ósk­ir. Dæt­urn­ar eru þrjár og það er allt frá þessu gamla góða og svo yfir í eitt­hvað lakk­rís­kennd­ara. Mér finnst sjálfri nammið inni í egg­inu betra en súkkulaðið. Ég þarf að játa það á mig að vera óþarf­lega hrif­in af sæl­gæti.“

Eft­ir­minni­leg­asti máls­hátt­ur­inn?

„Mér finnst að ég eigi og verði að segja: „Með lög­um skal land byggja“.

Ég fékk dóms­málaráðherra til að af­hjúpa hvað hún ætl­ar að elda á páska­dag fyr­ir fjöl­skyld­una og gefa les­end­um upp­skrift­ina. Þor­björg var meira en til í það og sagði jafn­framt sög­una bak við steik­ina sem verður bor­in fram á pásk­un­um.

Páskagreinar og gular skreytingar prýða heimili dómsmálaráðherra.
Páska­grein­ar og gul­ar skreyt­ing­ar prýða heim­ili dóms­málaráðherra. Ljós­mynd/​Aðsend

Úrbeinað lamba­læri fyllt með ýms­um kræs­ing­um

„Mér finnst skemmti­legt að elda. Og mér finnst gott að gera upp vinnu­dag­inn meðan ég elda eins og fram hef­ur komið. Það er ein­hver furðuleg slök­un sem felst í því. Ég er búin að prufu­keyra páska­steik­ina,“ seg­ir Þor­björg og glott­ir út í eitt.

„Um dag­inn prófaði ég upp­skrift frá Berg­lindi Guðmunds­dótt­ur sem stofnaði á sín­um tíma mat­ar­bloggsíðuna Gul­ur, rauður, grænn og salt sem er al­gjör­lega frá­bær upp­skrift­asíða sem ég hef mikið notað.

Berg­lindi kynnt­ist ég fyrst í kosn­inga­bar­áttu Viðreisn­ar þar sem við unn­um mikið sam­an. Hún er al­gjör­lega frá­bær mann­eskja – og fyr­ir þau sem ekki hafa skoðað þessa upp­skrift­arsíðu þá mæli ég heils­hug­ar með henni.

Þetta er úr­beinað lamba­læri, fyllt með ýms­um kræs­ing­um. Fyll­ing­in sam­an­stend­ur af döðlum, sal­atosti, stein­selju og hvít­lauk.Ég fór og keypti lærið hjá mín­um mönn­um í Kjöt­búðinni á Grens­ás­vegi. Það er eng­in ástæða til ann­ars en að láta úr­beina lærið í búðinni,“ seg­ir Þor­björg al­vöru­gef­in.

„Með þessu borðuðum við brúnaðar kart­öfl­ur, ferskt og gott sal­at og heiðarlega sveppasósu. Þetta læri fékk fín­ustu dóma hjá fjöl­skyld­unni, mjög gott sunnu­dagslæri sem pass­ar vel sem páska­læri. Dag­inn eft­ir sagði ég Ragga bíl­stjóra hróðug frá þess­um sigri mín­um í eld­hús­inu og þuldi upp það sem var í fyll­ing­unni. Hann hrein­lega slefaði eft­ir frá­sögn­ina,“ seg­ir Þor­björg og hlær dátt.

Úrbeinað lambalæri, fyllt af döðlum, salatosti, steinselju og hvítlauk.
Úrbeinað lamba­læri, fyllt af döðlum, sal­atosti, stein­selju og hvít­lauk. Ljós­mynd/​Berg­lind Guðmunds­dótt­ir

Dómsmálaráðherra afhjúpar leyndardóminn bak við páskalambið

Vista Prenta

Fá­rán­lega gott fyllt úr­beintað lamba­læri

Fyr­ir 4-6

  • 1 lamba­læri, úr­beinað (Þor­björg var um 2,5 kg)
  • 20 stein­laus­ar döðlur, saxaðar gróft
  • 3-4 hvít­lauksrif, söxuð
  • 1/​2 búnt fersk stein­selja, söxuð
  • 1/​2 krukka sal­atost­ur í kryddol­íu
  • smá kryddol­ía af sal­atost­in­um
  • nýmalað salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið sam­an döðlum, hvít­lauk, stein­selju og feta­osti sam­an í skál og hellið smá af kryddol­í­unni af feta­ost­in­um sam­an við.
  2. Blandið vel sam­an og setjið í kjötið og rúllið því upp.
  3. Eldið í eld­föstu móti.
  4. Lík­lega lek­ur eitt­hvað af fyll­ing­unni úr kjöt­inu en það er í góðu lagi.
  5. Penslið kjötið með ólífu­olíu, saltið og piprið ríf­lega.
  6. Setjið kjötið inn í 160°C heit­an ofn í um 2 tíma. Þumalputta­regl­an er klukku­tími á hvert kíló en notið endi­lega kjöt­hita­mæli.
  7. Al­mennt má reikna með að lamba­kjöt sé til­búið þegar mæl­ir­inn sýn­ir 55°C fyr­ir lítið steikt, 60-65°C fyr­ir meðal­steikt og 70-75°C fyr­ir gegn­steikt, og er þá miðað við að kjötið eigi eft­ir að hvíla nokkra stund eft­ir að það er tekið úr ofn­in­um.
  8. Berið fram á fal­lega skreytt mat­ar­borð með brúnuðum kart­öfl­um, fersku sal­ati að eig­in vali og sveppasósu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert