Ljúffengt rjómaostapasta með risarækjum sem steinliggur

Þeir sem hafa dálæti af risarækjum og pasta eiga eftir …
Þeir sem hafa dálæti af risarækjum og pasta eiga eftir að elska þennan rétt. Svo ljúffengt og ostarnir toppa þennan rétt. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Sjáv­ar­réttap­asta með bragðmikl­um ost­um er topp­ur­inn á til­ver­unni með hækk­andi sól. Nú er dymb­il­vik­an haf­in í öll­um sín­um skrúða og marg­ir komn­ir í páskafrí. Þá er lag að mat­reiða ljúf­feng­an pasta­rétt sem á án efa eft­ir að slá í gegn hjá þeim sem elska ris­arækj­ur og góða osta.

Til að mynda er rjóma­ost­ur með grillaðri papriku og chilli full­kom­inn í pasta­rétti og skag­firsku Goðdala­ost­arn­ir eru ómiss­andi með. Þessi bragðsam­setn­ing get­ur ekki klikkað.

Heiður­inn af upp­skrift­inni á Thelma Þor­bergs­dótt­ir mat­ar­blogg­ari með meiru.

Ljúffengt rjómaostapasta með risarækjum sem steinliggur

Vista Prenta

Rjómap­asta með ris­arækj­um

  • 500 g spaghetti eða annað pasta
  • 1 tsk. salt

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað eft­ir leiðbein­ing­um á pakkn­ingu og setjið 1 tsk. af salti sam­an við vatnið.
  2. Geymið þar til kem­ur að loka­skref­inu.

Ris­arækj­ur

  • 450 g ris­arækj­ur
  • 1⁄2 tsk. chilli
  • 1⁄2 tsk. hvít­laukssalt
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 2 msk. ólífu­olía

Aðferð:

  1. Setjið rækj­urn­ar í skál ásamt krydd­inu og blandið vel sam­an.
  2. Látið rækj­urn­ar standa þar til sós­an er til­bú­in.

Pastasósa

  • 200 g rjóma­ost­ur með grillaðri papriku og chilli
  • 1 1⁄2 dl mat­reiðslur­jómi frá Gott í mat­inn
  • 1 dl pasta­soð
  • 40 g Goðdala Feyk­ir
  • 1⁄2 tsk. salt
  • 1 tsk. svart­ur pip­ar

Aðferð:

  1. Setjið rjóma­ost og mat­reiðslur­jóma sam­an í pott og stillið yfir meðal­há­um hita og hrærið í þessu þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað.
  2. Bætið sam­an við pasta­soði, rifn­um Goðdala Feyki og kryddi.
  3. Hrærið þar til allt hef­ur náð að bland­ast vel sam­an.
  4. Setjið olíu á pönnu yfir háum hita og steikið rækj­urn­ar í rúm­ar fjór­ar mín­út­ur eða þar til þær eru orðnar bleik­ar að lit.
  5. Passið ykk­ur þó að steikja þær ekki of lengi þar sem þær geta orðið seig­ar.
  6. Þegar rækj­urn­ar eru til­bún­ar setjið þið pastað og rjóma­ostasós­una sam­an við rækj­urn­ar og veltið past­anu vel upp úr sós­unni svo það bland­ist allt vel sam­an.
  7. Berið fram með rifn­um Goðdala Feyki og pip­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert