Íslenskir kokkar elduðu í opinberri heimsókn forseta Íslands til Noregs

Snædís Xyza Mae Ocampo Jónsdóttir, Hafliði Halldórsson og Marlis Jóna …
Snædís Xyza Mae Ocampo Jónsdóttir, Hafliði Halldórsson og Marlis Jóna Karlsdóttir fylgdu forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og eiginmanni hennar, Birni Skúlasyni, í opinbera heimsókn þeirra til Noregs. Ljósmynd/ Skrifstofa forseta Íslands/Myriam Marti og FS foto

Hafliði Hall­dórs­son mat­reiðslu­meist­ari, Snæ­dís Xyza Mae Ocampo, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins, og aðstoðarmaður þeirra Marl­is Jóna Karls­dótt­ir fylgdu for­seta Íslands Höllu Tóm­as­dótt­ur og eig­in­manni henn­ar, Birni Skúla­syni, í op­in­bera heim­sókn þeirra til Nor­egs.

Sonja drottning, Björn Skúlason, Haraldur Noregskonungur, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, …
Sonja drottn­ing, Björn Skúla­son, Har­ald­ur Nor­egs­kon­ung­ur, Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands, Há­kon krón­prins, Mette-Ma­rit krón­prins­essa. Ljós­mynd/ Skrif­stofa for­seta Íslands/​Myriam Marti og FS foto

Verk­efnið þeirra var að fylgja for­set­an­um, Höllu Tóm­as­dótt­ur, og sjá um al­ís­lensk­ar veit­ing­ar tvö kvöld í dag­skránni.

„Ann­ars veg­ar þriggja rétta kvöld­verð í sendi­herra­bú­stað Íslands í Osló, og hins veg­ar ell­efu rétta smá­rétta­borð í mót­töku for­seta fyr­ir Nor­egs­kon­ung og aðra gesti í fjöl­mennri mót­töku í miðborg Osló,“ seg­ir Hafliði og seg­ir það mik­inn heiður að fá að taka þátt í þessu verk­efni.

Haraldur Noregskonungur skemmti sér konunglega á kvöldverðinum.
Har­ald­ur Nor­egs­kon­ung­ur skemmti sér kon­ung­lega á kvöld­verðinum. Ljós­mynd/ Skrif­stofa for­seta Íslands/​Myriam Marti og FS foto

„For­set­inn okk­ar hamp­ar ís­lensk­um mat, hrá­efn­um og fag­fólk­inu okk­ar sem við þiggj­um með þökk­um enda fel­ast þar gríðarleg­ir mögu­leik­ar til að styrkja okk­ar stoðir og frá­sögn af þeim mat og þjón­ustu sem er sann­ar­lega ís­lensk.

Við lögðum upp með að segja sög­una af okk­ar nú­tíma­mat í gegn­um not á ís­lensku hrá­efni og okk­ar stíl/​mat­ar­gerð. Við notuðum auðvitað ís­lenskt hrá­efni í alla rétt­ina: t.d. skel­fisk, grá­lúðu, þorsk, lamb, hrein­dýr, mjólk­ur­vör­ur, egg og græn­meti,“ seg­ir Hafliði og bæt­ir við að þetta hafi gengið framúrsk­ar­andi vel og þeim hafi verið vel tekið.

Glæsileikinn var í fyrirrúmi og Snædís landsliðsfyrirliðinn bar diskana fram …
Glæsi­leik­inn var í fyr­ir­rúmi og Snæ­dís landsliðsfyr­irliðinn bar disk­ana fram á borð fyr­ir hátíðargesti af fag­mennsku. Ljós­mynd/ Skrif­stofa for­seta Íslands/​Myriam Marti og FS foto
Frú Halla Tómasdóttir skartaði sínu fegursta á hátíðarkvöldverðinum í ræðupúltinu.
Frú Halla Tóm­as­dótt­ir skartaði sínu feg­ursta á hátíðar­kvöld­verðinum í ræðupúlt­inu. Ljós­mynd/ Skrif­stofa for­seta Íslands/​Myriam Marti og FS foto

Dag­skrá­in hjá þeim leit svona út:

  • 7. apríl - Kvöld­verður í sendi­herra­bú­stað Íslands í Osló, um 30 gest­ir.
  • 8. apríl - Und­ir­bún­ing­ur/ prepp dag­ur.
  • 9. apríl - Mót­taka for­seta Íslands fyr­ir Nor­egs­kon­ung og aðra gesti í Gamle Logen. Um 350 gest­ir.

Gamle Logen er afar virðulegt hús reist 1836 og stend­ur rétt hjá Akers­hus Fest­ing.

Mat­seðlarn­ir voru hinir girni­leg­ustu þar sem ís­lensk mat­ar­gerðarlist var í for­grunni eins og sjá má.

Mat­seðill 7. apríl í sendi­herra­bú­stað Íslands, þrír rétt­ir

  • Steikt­ur ís­lensk­ur þorsk­ur, gúrku, hnúðkáls- og eplasal­at, Hollandaise-sósa og jurtir.
  • Grillaður ís­lensk­ur lambahryggvöðvi, steikt­ir Shiita­ke-svepp­ir, bok choy, Feyk­ir og lamba­soðsósa.
  • Skyr og hvítsúkkulaði ganache, aðal­blá­berja compote og bakað hvítt súkkulaði.

Mat­seðill 9. apríl - Mót­taka for­seta Íslands í Gamle Logen, ell­efu smá­rétt­ir

  • Reykt Klaust­urs­bleikja og hrogn á smá­pönnu­kök­um.
  • Fersk hörpu­skel úr Ísa­fjarðar­djúpi, epli, ís­lenskt wasa­bi, rjómi og dill.
  • Graf­in og gljáð grá­lúða, graslauks maj­ónes, sýrð fjör­ugrös og stökkt rúg­brauð.
  • Hrein­dýralif­ur úr Hornafirði, jarðskokka­skel, kræki­berja­hlaup og karsi.
  • Möndl­ukaka með mysuk­ara­mellu og jarðarberj­um frá Reyk­holti.
  • Íslenskt perlu­bygg frá Fljóts­dal, svepp­ir, Feyk­ir og graslauk­ur
  • Steikt­ur vest­firsk­ur þorsk­ur og ígul­kerjasósa.
  • Íslenskt lamba­kjöt með seljurót­ar­kremi, soðsósa með bjarn­ar­lauk og graslauk.

Plöntu­fæði - Veg­an

  • Tartala­etta með rauðróf­um, reykt maj­ónes og poppað ís­lenskt bygg.
  • Hægþurrkaðir tóm­at­ar frá Friðheim­um, fenn­el og estragonol­ía.
  • Súkkulaðimús, hafra­hnetumuln­ing­ur og hind­ber. 
Snædís Xyza Mae Ocampo, Hafliði Halldórsson, Marlis Jóna Karlsdóttir og …
Snæ­dís Xyza Mae Ocampo, Hafliði Hall­dórs­son, Marl­is Jóna Karls­dótt­ir og frú Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands. Ljós­mynd/​Aðsend
Snædís hefur mikla ástríðu fyrir faginu sínu og naut sín …
Snæ­dís hef­ur mikla ástríðu fyr­ir fag­inu sínu og naut sín vel af sín­um verk­efn­um í mat­ar­gerðarlist­inni fyr­ir for­seta Íslands. Ljós­mynd/ Skrif­stofa for­seta Íslands/​Myriam Marti og FS foto
Girnilegur hörpudiskurinn sem borinn var fram eplum, íslensku wasabi, rjóma …
Girni­leg­ur hörpudisk­ur­inn sem bor­inn var fram epl­um, ís­lensku wasa­bi, rjóma og dillí skelj­un­um. Ljós­mynd/ Skrif­stofa for­seta Íslands/​Myriam Marti og FS foto
Salarkynni voru hin glæsilegustu.
Sal­arkynni voru hin glæsi­leg­ustu. Ljós­mynd/ Skrif­stofa for­seta Íslands/​Myriam Marti og FS foto
Hafliði Halldórsson leggur hér hönd á kræsingar sem bornar voru …
Hafliði Hall­dórs­son legg­ur hér hönd á kræs­ing­ar sem born­ar voru fram í veislu for­seta í Dan­mörku. Ljós­mynd/ Skrif­stofa for­seta Íslands/​Myriam Marti og FS foto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert