Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari, Snædís Xyza Mae Ocampo, fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins, og aðstoðarmaður þeirra Marlis Jóna Karlsdóttir fylgdu forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og eiginmanni hennar, Birni Skúlasyni, í opinbera heimsókn þeirra til Noregs.
Sonja drottning, Björn Skúlason, Haraldur Noregskonungur, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Hákon krónprins, Mette-Marit krónprinsessa.
Ljósmynd/ Skrifstofa forseta Íslands/Myriam Marti og FS foto
Verkefnið þeirra var að fylgja forsetanum, Höllu Tómasdóttur, og sjá um alíslenskar veitingar tvö kvöld í dagskránni.
„Annars vegar þriggja rétta kvöldverð í sendiherrabústað Íslands í Osló, og hins vegar ellefu rétta smáréttaborð í móttöku forseta fyrir Noregskonung og aðra gesti í fjölmennri móttöku í miðborg Osló,“ segir Hafliði og segir það mikinn heiður að fá að taka þátt í þessu verkefni.
Haraldur Noregskonungur skemmti sér konunglega á kvöldverðinum.
Ljósmynd/ Skrifstofa forseta Íslands/Myriam Marti og FS foto
„Forsetinn okkar hampar íslenskum mat, hráefnum og fagfólkinu okkar sem við þiggjum með þökkum enda felast þar gríðarlegir möguleikar til að styrkja okkar stoðir og frásögn af þeim mat og þjónustu sem er sannarlega íslensk.
Við lögðum upp með að segja söguna af okkar nútímamat í gegnum not á íslensku hráefni og okkar stíl/matargerð. Við notuðum auðvitað íslenskt hráefni í alla réttina: t.d. skelfisk, grálúðu, þorsk, lamb, hreindýr, mjólkurvörur, egg og grænmeti,“ segir Hafliði og bætir við að þetta hafi gengið framúrskarandi vel og þeim hafi verið vel tekið.
Glæsileikinn var í fyrirrúmi og Snædís landsliðsfyrirliðinn bar diskana fram á borð fyrir hátíðargesti af fagmennsku.
Ljósmynd/ Skrifstofa forseta Íslands/Myriam Marti og FS foto
Frú Halla Tómasdóttir skartaði sínu fegursta á hátíðarkvöldverðinum í ræðupúltinu.
Ljósmynd/ Skrifstofa forseta Íslands/Myriam Marti og FS foto
Dagskráin hjá þeim leit svona út:
- 7. apríl - Kvöldverður í sendiherrabústað Íslands í Osló, um 30 gestir.
- 8. apríl - Undirbúningur/ prepp dagur.
- 9. apríl - Móttaka forseta Íslands fyrir Noregskonung og aðra gesti í Gamle Logen. Um 350 gestir.
Gamle Logen er afar virðulegt hús reist 1836 og stendur rétt hjá Akershus Festing.
Matseðlarnir voru hinir girnilegustu þar sem íslensk matargerðarlist var í forgrunni eins og sjá má.
Matseðill 7. apríl í sendiherrabústað Íslands, þrír réttir
- Steiktur íslenskur þorskur, gúrku, hnúðkáls- og eplasalat, Hollandaise-sósa og jurtir.
- Grillaður íslenskur lambahryggvöðvi, steiktir Shiitake-sveppir, bok choy, Feykir og lambasoðsósa.
- Skyr og hvítsúkkulaði ganache, aðalbláberja compote og bakað hvítt súkkulaði.
Matseðill 9. apríl - Móttaka forseta Íslands í Gamle Logen, ellefu smáréttir
- Reykt Klaustursbleikja og hrogn á smápönnukökum.
- Fersk hörpuskel úr Ísafjarðardjúpi, epli, íslenskt wasabi, rjómi og dill.
- Grafin og gljáð grálúða, graslauks majónes, sýrð fjörugrös og stökkt rúgbrauð.
- Hreindýralifur úr Hornafirði, jarðskokkaskel, krækiberjahlaup og karsi.
- Möndlukaka með mysukaramellu og jarðarberjum frá Reykholti.
- Íslenskt perlubygg frá Fljótsdal, sveppir, Feykir og graslaukur
- Steiktur vestfirskur þorskur og ígulkerjasósa.
- Íslenskt lambakjöt með seljurótarkremi, soðsósa með bjarnarlauk og graslauk.
Plöntufæði - Vegan
- Tartalaetta með rauðrófum, reykt majónes og poppað íslenskt bygg.
- Hægþurrkaðir tómatar frá Friðheimum, fennel og estragonolía.
- Súkkulaðimús, hafrahnetumulningur og hindber.
Snædís Xyza Mae Ocampo, Hafliði Halldórsson, Marlis Jóna Karlsdóttir og frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands.
Ljósmynd/Aðsend
Snædís hefur mikla ástríðu fyrir faginu sínu og naut sín vel af sínum verkefnum í matargerðarlistinni fyrir forseta Íslands.
Ljósmynd/ Skrifstofa forseta Íslands/Myriam Marti og FS foto
Girnilegur hörpudiskurinn sem borinn var fram eplum, íslensku wasabi, rjóma og dillí skeljunum.
Ljósmynd/ Skrifstofa forseta Íslands/Myriam Marti og FS foto
Salarkynni voru hin glæsilegustu.
Ljósmynd/ Skrifstofa forseta Íslands/Myriam Marti og FS foto
Hafliði Halldórsson leggur hér hönd á kræsingar sem bornar voru fram í veislu forseta í Danmörku.
Ljósmynd/ Skrifstofa forseta Íslands/Myriam Marti og FS foto