Í tilefni þess að páskahátíðin nálgast óðfluga hef ég verið að smakka og prófa mig áfram með ljúffenga rétti þar sem egg eru iðulega í forgrunni í ýmsu formi. Þá ekki endilega súkkulaðiegg heldur egg frá náttúrunnar hendi. Egg frá kornhænum, lífræn egg svo fátt sé nefnt.
Síðan er upplagt að skreyta réttinn með ferskum sprettum. Svo eru þau líka svo falleg og gaman að bera þau fram fyrir gesti. Þau eiga án efa eftir að heilla matargestina upp úr skónum.
Styrjuhrogn geta svo sannarlega líka verið páskaegg matgæðinganna og hægt er að bera þau fram með ýmsum hætti. Hrognin innihalda allt að 15 mismunandi bragðblæbrigði, líkt og fjölþættustu vín, auk þess að vera rík af vítamínum A, D, E, járni, natríum og Omega-3 fitusýrum.
Þessi páskaegg náttúrunnar njóta sín vel á ristuðu brioche-brauði, með eggjahræru, hörpuskel eða sýrðum rjóma. Svo prófaði ég líka að bera þau fram á blinis, sem ég bakaði sjálf, með sýrðum rjóma og íslensku wasabi, þvílíkt sælgæti og augnakonfekt að njóta.
Baeriskaya-hrognin eru oftast dökkgrá eða svartleit að lit með smáum kornum. Þau eru þekkt fyrir sitt milda bragð, pínu rjómakennt bragð sem hverfur á tungunni ef svo má að orði komast. Miðað við aðrar tegundir styrjuhrogna eru Baeriskaya-hrognin oft talin góður millivegur fyrir marga, ekki eins sterk og Beluga-hrognin en meira áberandi en hrognin úr Transmontanus.
Einnig hef ég heyrt að Baeriskaya sé vinsæl meðal matreiðslumanna sem leita að háum verðgildisstuðli þegar kemur að styrjuhrognum.
Hægt er að fá styrjuhrognin hjá Santé.