Páskaegg matgæðinganna sem heilla gestina upp úr skónum

Ómótstæðilega ljúffengur páskaréttur, styrjuhrogn borin fram ristuðu brioche-brauði,sýrðum rjóma, eplum …
Ómótstæðilega ljúffengur páskaréttur, styrjuhrogn borin fram ristuðu brioche-brauði,sýrðum rjóma, eplum og ferskum sprettum. Ljósmynd/Aðsend

Í til­efni þess að páska­hátíðin nálg­ast óðfluga hef ég verið að smakka og prófa mig áfram með ljúf­fenga rétti þar sem egg eru iðulega í for­grunni í ýmsu formi. Þá ekki endi­lega súkkulaðiegg held­ur egg frá nátt­úr­unn­ar hendi. Egg frá korn­hæn­um, líf­ræn egg svo fátt sé nefnt.

Síðan er upp­lagt að skreyta rétt­inn með fersk­um sprett­um. Svo eru þau líka svo fal­leg og gam­an að bera þau fram fyr­ir gesti. Þau eiga án efa eft­ir að heilla mat­ar­gest­ina upp úr skón­um.

Styrju­hrogn páska­egg mat­gæðing­anna

Styrju­hrogn geta svo sann­ar­lega líka verið páska­egg mat­gæðing­anna og hægt er að bera þau fram með ýms­um hætti. Hrogn­in inni­halda allt að 15 mis­mun­andi bragðblæ­brigði, líkt og fjölþætt­ustu vín, auk þess að vera rík af víta­mín­um A, D, E, járni, natrí­um og Omega-3 fitu­sýr­um.

Þessi páska­egg nátt­úr­unn­ar njóta sín vel á ristuðu bri­oche-brauði, með eggja­hræru, hörpu­skel eða sýrðum rjóma. Svo prófaði ég líka að bera þau fram á blin­is, sem ég bakaði sjálf, með sýrðum rjóma og ís­lensku wasa­bi, því­líkt sæl­gæti og augna­kon­fekt að njóta.

Tal­in góður milli­veg­ur fyr­ir marga

Baer­i­skaya-hrogn­in eru oft­ast dökk­grá eða svart­leit að lit með smá­um korn­um. Þau eru þekkt fyr­ir sitt milda bragð, pínu rjóma­kennt bragð sem hverf­ur á tung­unni ef svo má að orði kom­ast. Miðað við aðrar teg­und­ir styrju­hrogna eru Baer­i­skaya-hrogn­in oft tal­in góður milli­veg­ur fyr­ir marga, ekki eins sterk og Beluga-hrogn­in en meira áber­andi en hrogn­in úr Trans­mont­an­us.

Einnig hef ég heyrt að Baer­i­skaya sé vin­sæl meðal mat­reiðslu­manna sem leita að háum verðgild­isstuðli þegar kem­ur að styrju­hrogn­um.

Hægt er að fá styrju­hrogn­in hjá Santé.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert