Sigrún Sól töfraði fram gullfallega páskarúllutertu

Sigrún Sól Vigfússdóttir bakari og konditori er nýkomin heim frá …
Sigrún Sól Vigfússdóttir bakari og konditori er nýkomin heim frá Asíu þar sem hún í stóð í ströngu með íslenska bakaralandsliðinu og dómnefndarstörfum. Hún töfraði fram þessa girnilegu páskarúllutertu sem á sér fáar líkar. mbl.is/Árni Sæberg

Sigrún Sól Vig­fús­dótt­ir, bak­ari og konditor, galdraði fram þessa gull­fal­legu páska­tertu sem á sér fáa líka og af­hjúp­ar upp­skrift­ina hér svo les­end­ur geti leikið list­ina eft­ir henni.

Hún út­skrifaðist sem bak­ari og konditor eft­ir 5 ára nám í Kaup­manna­höfn og kem­ur úr stórri bak­ara­fjöl­skyldu. Hún er hvorki meira né minna en þriðja kyn­slóð bak­ara í fjöl­skyld­unni og vinn­ur í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu Bak­ara­meist­ar­an­um sem yf­ir­maður tertu­deild­ar.

Sigrún Sól er ný­kom­in heim frá Taiw­an þar sem hún var í för með ís­lenska bak­ara­landsliðinu sem tók þátt í CITY BREAD CHAMP­I­ONS­HIP 2025 keppn­inni. Þau gerðu sér lítið fyr­ir og hrepptu bronsið í keppn­inni sem er framúrsk­ar­andi ár­ang­ur hjá liðinu.

Segðu okk­ur aðeins frá ferðinni ykk­ar, ís­lenska bak­ara­landsliðsins í Taiw­an, hvernig var að taka þátt í keppni sem þess­ari?

„Þetta var ein­stök upp­lif­un og það var virki­lega gam­an að kynn­ast frá­bær­um fag­mönn­um alls staðar úr heim­in­um. Keppn­in var mjög vel skipu­lögð og mikið í hana lagt en bak­ara­sam­tök­in í Taiw­an sáu um keppn­ina. Gest­risni heima­manna var stór­kost­leg og það var tekið ein­stak­lega vel á móti okk­ur,“ seg­ir Sigrún Sól inn­blás­in af gleði eft­ir ferðina.

„Það sem stóð upp úr var hlýja heima­manna, gest­risni og metnaður fyr­ir bak­arafag­inu. All­ir sem komu að keppn­inni lögðu sig alla fram og það sáust lang­ar leiðir, bæði hjá kepp­end­um og skipu­leggj­end­um.“

Í hlut­verki dóm­ara í keppn­inni í Taiw­an

Sigrún Sól sá einnig um að sinna dóm­nefnd­ar­störf­um og krefst það und­ir­bún­ings og ein­beitn­ing­ar.

„Það fer ávallt ein­hver und­ir­bún­ing­ur í þetta. Ég und­ir­bjó mig mest­megn­is við að lesa vel yfir regl­ur keppn­inn­ar og gera mér grein fyr­ir hvað það er sem við eig­um að leita eft­ir og tryggja að regl­um keppn­inn­ar sé fylgt eft­ir,“ seg­ir Sigrún Sól.

„Það var dæmt út frá bragði, tækni og út­liti á vör­un­um. Það var mik­il vinna á bak við það að vera dóm­ari og við vor­um að dæma og vinna í tengsl­um við dómgæsl­una í um það bil 12 klukku­stund­ir á dag. Mætt var áður en keppni hófst klukk­an 6 að morgni og síðan eft­ir að keppni lauk þurft­um við að fylgj­ast með næstu kepp­end­um und­ir­búa sig fyr­ir næsta dag. Fylgst var með kepp­end­um vinna og skoðað hvernig kepp­end­ur vinna sam­an sem teymi, hvernig hrein­læti kepp­end­anna er háttað sem og um­gengni um hrá­efni með til­liti til mat­ar­sóun­ar.“

Finnst þér vera mik­ill mun­ur á bakk­elsi og brauði eft­ir frá hvaða landi það kem­ur?

„Já, ég sá það ein­mitt í keppn­inni. Það er mik­ill menn­ing­ar­leg­ur mun­ur á bakst­urs­hefðum hvers lands. Bæði á tækni og á bragðsam­setn­ing­um. Meira var um hvítt brauð frá Asíu­lönd­un­um og öðru­vísi fyll­ing­um í sætu vör­un­um“

Sigrún Sól Vigfússdóttir stendur vaktina í Bakarameistaranum nánast alla daga …
Sigrún Sól Vig­fúss­dótt­ir stend­ur vakt­ina í Bak­ara­meist­ar­an­um nán­ast alla daga vik­unn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Íslenskt lamb, máls­hætt­ir og páska­egg

Pásk­arn­ir eru hand­an við hornið og þessa dag­ana er Sigrún Sól byrjuð að und­ir­búa hátíðina og seg­ir að fjöl­skyld­an haldi ávallt í ákveðnar hefðir þegar kem­ur að páskamatn­um.

„Fjöl­skyld­an mín býður ávallt upp á ís­lenskt lamb á pásk­un­um, það má ekki klikka. Einnig eru máls­hætt­ir og páska­egg al­veg ómiss­andi hluti af pásk­un­um hjá okk­ur og mik­il­vægt að lesa máls­hátt­inn upp hátt fyr­ir alla fjöl­skyldumeðlimi þegar egg­in eru opnuð,“ seg­ir Sigrún Sól og bros­ir.

Aðspurð seg­ist Sigrún Sól elska súkkulaði og ákveðin teg­und sé í upp­á­haldi. „Mitt upp­á­hald­spáska­egg er Rís-páska­eggið frá Freyju. Þegar ég bjó í Kaup­manna­höfn fékk ég alltaf sent eitt Rís-páska­egg fyr­ir pásk­ana og þar var ég í fimm ár. Það klikkaði aldrei að ég fengi eggið sent til mín, mér til mik­ill­ar ánægju.“

Hver er eft­ir­minni­leg­asti máls­hátt­ur­inn sem þú hef­ur fengið?

„Morg­un­stund gef­ur gull í mund.“

Átt þú ein­hverj­ar minn­ing­ar úr bernsku sem teng­ist pásk­un­um á einn eða ann­an hátt?

„Þegar ég hugsa til baka þá eru bestu páskam­inn­ing­arn­ar mín­ar all­ar upp í sum­ar­bú­stað þegar ég var barn. Þar stóðu mamma og pabbi fyr­ir fjár­sjóðsleit að páska­eggj­un­um fyr­ir mig og bróður minn og við vor­um hlaup­andi um alla lóð að leita að vís­bend­ing­um og eggj­um. Ógleym­an­leg­ar minn­ing­ar,“ seg­ir hún dreym­in á svip.

Nýr páska­eft­ir­rétt­ur er þróaður á hverju ári

Einn liður í páskaund­ir­bún­ingn­um hjá Sigrúnu Sól er að þróa nýja upp­skrift að eft­ir­rétt fyr­ir fjöl­skyld­una og hún deil­ir hér upp­skrift­inni með les­end­um mat­ar­vefs­ins.

„Fyr­ir hvert ár finnst mér gam­an að koma með nýja og skemmti­lega páska­eft­ir­rétti. Mér finnst ótrú­lega gam­an að prufa og þróa nýj­ar upp­skrift­ir og í ár ætla ég að bjóða upp á sítr­ónu-rúllu­tertu, sem ég kalla sítr­ónu-rúll­ettu, í fjöl­skyldu­boðinu sem er ein­stak­lega páska­leg,“ seg­ir Sigrún Sól og er mjög ánægð með út­kom­una, bæði bragð, áferð og út­lit.

Þetta er sítrónu-rúlluterta sem Sigrún Sól kallar sítrónu-rúllettu. Gullfalleg páskaterta …
Þetta er sítr­ónu-rúllu­terta sem Sigrún Sól kall­ar sítr­ónu-rúll­ettu. Gull­fal­leg páska­terta sem á heima á hvaða páska­borði sem er. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sigrún Sól töfraði fram gullfallega páskarúllutertu

Vista Prenta

Sítr­ónu-rúll­etta

  • 200 g egg
  • 150 g syk­ur
  • 15 g olía
  • 30 g mjólk
  • 30 g sítr­ónusafi
  • 15 g sítr­ónu­börk­ur
  • 4 g lyfti­duft
  • 120 g hveiti
  • 1-2 drop­ar gul­ur mat­ar­lit­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C.
  2. Byrjið því að þeyta egg­in vel þar til þau verða ljós­ari.
  3. Bætið síðan sykr­in­um sam­an við ásamt olíu.
  4. Bætið mjólk, sítr­ónusafi og berki sam­an við og þeytið vel sam­an.
  5. Í lok­in bætið við hveiti og lyfti­dufti og blandið vel sam­an og setjið síðan nokkra dropa af gul­um mat­ar­lit út í.
  6. Setjið deigið út á plötu eða í form um það bil 25x38 cm að stærð og smyrjið út.
  7. Setjið inn í ofn á 175°C hita í 7-10 mín­út­ur.
  8. Þegar kak­an er til­bú­in stráið þá sykri á bök­un­ar­papp­ír og leggið kök­una á.
  9. Látið hana að kólna þar á meðan smjörkremið er gert.

Hvítt súkkulaðismjörkrem

  • 850 g smjör, mjúkt
  • 1000 g flór­syk­ur
  • 10 g vanilla
  • 200 g hvítt súkkulaði, brætt

Aðferð:

  1. Pískið sam­an smjör og syk­ur þar til það verður hvítt og loft­kennt.
  2. Bætið síðan súkkulaðinu við og pískið enn meira.

Sam­setn­ing:

  1. Eft­ir að kak­an hef­ur kólnað, smyrjið þá smjörkrem­inu á, eins þunnt eða þykkt eft­ir ykk­ar smekk.
  2. Rúllið henni síðan þétt upp.
  3. Skreytið eins ykk­ur lang­ar til og látið hug­mynda­flugið ráða för.

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert