Guðdómlegt páskabrauð með trönuberjum og appelsínu úr smiðju Árna

Árni Þorvarðarson bakari bakar ávallt páskabrauð fyrr sína nánustu sem …
Árni Þorvarðarson bakari bakar ávallt páskabrauð fyrr sína nánustu sem er bæði sætt og mjúkt og ilmurinn er svo lokkandi. mbl.is/Eyþór

Þetta er upp­skrift að páska­brauði sem gleður, ein­stak­lega mjúkt og ilm­andi heima­brauð. Hið full­komna brauð til að baka á skír­dag eða morgni páska­dags og vekja heim­il­is­fólkið með lokk­andi ilmi. Þetta er sætt og mjúkt brauð með app­el­sínu­keim og trönu­berj­um og upp­skrift­in gef­ur 2 stór brauð eða 3 minni.

Ljúffenga páskabrauðið hans Árna sem á eftir að gleðja marga …
Ljúf­fenga páska­brauðið hans Árna sem á eft­ir að gleðja marga um pásk­ana. mbl.is/​Eyþór

Heiður­inn af þess­ari guðdóm­legu upp­skrift á Árni Þor­varðar­son, bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi.

Hann von­ar að les­end­ur njóti þess að prófa þessa upp­skrift og finni gleðina sem felst í því að búa til eitt­hvað gott frá grunni. Það þarf oft ekki mikið til að skapa hlýju og ánægju á heim­il­inu – stund­um er ilm­andi brauð eða nýbakaður snúður nóg til að gera dag­inn betri. Njótið þess að deila þessu með öðrum.

Trönuberin passa ákaflega vel í páskabrauðið.
Trönu­ber­in passa ákaf­lega vel í páska­brauðið. mbl.is/​Eyþór

Guðdómlegt páskabrauð með trönuberjum og appelsínu úr smiðju Árna

Vista Prenta

Páska­brauð með trönu­berj­um og app­el­sínu

  • 280 g volgt vatn
  • 1 stórt egg
  • 56 g syk­ur
  • 56 g smjör
  • 8 g salt (1½ tsk)
  • 14 g þurr­ger (ca 1 msk)
  • 600 g hveiti
  • 1–2 tsk app­el­sínuþykkni (eft­ir smekk)
  • 110 g trönu­ber
  • Egg til pensl­un­ar
  • Hnet­ur (val­kvætt, til skrauts)

Aðferð:

Skref 1

  1. Byrjið á því að hnoða deigið.
  2. Setjið vatn, egg, syk­ur, smjör, salt, ger, hveiti og app­el­sínuþykkni í hræri­vél (allt nema trönu­ber og hnet­ur).
  3. Hnoðið á hæg­um hraða í 4 mín­út­ur og svo á miðlungs­hraða í aðrar 4 mín­út­ur.
  4. Bætið rús­ín­um út í und­ir lok hnoðunar og látið bland­ast vel.

Skref 2

  1. Fyrsta hef­un.
  2. Látið deigið hvíla í 20 mín­út­ur und­ir plasti eða rök­um klút.
  3. Skref 3
  4. Mót­un á brauðinu
  5. Skiptið deig­inu í tvennt (eða þrjá hluta fyr­ir minni brauð).
  6. Mótið í kúl­ur eða aflöng brauð.
  7. Látið hef­ast í 40 mín­út­ur und­ir plasti eða klút.

Skref 4

  1. Þá er það skreyt­ing og bakst­ur
  2. Penslið brauðin með eggi.
  3.  Skerið rák eft­ir endi­löngu með beitt­um hníf.
  4.  Val­kvætt, stráið hökkuðum hnet­um í skurðinn fyr­ir aukið bragð og áferð.
  5.  Bakið við 200°c í 25 mín­út­ur eða þar til brauðið er fal­lega brúnað.

Skref 5

  1. Kæl­ing og geymsla.
  2. Kælið á grind.
  3. Berið fram volgt eða látið kólna og frystið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert