Dökkt Toblerone hætt í sölu

Mjólkursúkkulaðið frá Toblerone lifir enn góðu lífi.
Mjólkursúkkulaðið frá Toblerone lifir enn góðu lífi. Ljósmynd/Wikipedia.org

Dökkt Toblerone-súkkulaði mun hætta í sölu í Bretlandi. 

The Guar­di­an grein­ir frá þessu. 

Talsmaður Mondelez, fram­leiðanda Toblerone, sagði að þessi „erfiða ákvörðun“ hefði verið tek­in vegna „breytts smekks“. 

„Við skilj­um að þetta eru von­brigði fyr­ir suma neyt­end­ur, en við mun­um halda áfram að fjár­festa í Toblerone,“ sagði talsmaður­inn en greindi ekki frá því hvort súkkulaðið muni hætti í sölu ann­ars staðar. Slíkt súkkulaðistykki er meðal ann­ars til sölu á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Tvö ár eru síðan Mondelez greindi frá því að fjallstind­ur Matter­horn yrði fjar­lægður af umbúðum súkkulaðsins eft­ir að fram­leiðsla þess var flutt frá Sviss. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert