Dökkt Toblerone-súkkulaði mun hætta í sölu í Bretlandi.
The Guardian greinir frá þessu.
Talsmaður Mondelez, framleiðanda Toblerone, sagði að þessi „erfiða ákvörðun“ hefði verið tekin vegna „breytts smekks“.
„Við skiljum að þetta eru vonbrigði fyrir suma neytendur, en við munum halda áfram að fjárfesta í Toblerone,“ sagði talsmaðurinn en greindi ekki frá því hvort súkkulaðið muni hætti í sölu annars staðar. Slíkt súkkulaðistykki er meðal annars til sölu á Keflavíkurflugvelli.
Tvö ár eru síðan Mondelez greindi frá því að fjallstindur Matterhorn yrði fjarlægður af umbúðum súkkulaðsins eftir að framleiðsla þess var flutt frá Sviss.