Ómótstæðileg góð páskasúkkulaðimús úr smiðju Guðrúnar

Guðdómleg páskasúkkulaðimús að hætti Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur.
Guðdómleg páskasúkkulaðimús að hætti Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur. mbl.is/Eyþór

Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir ætl­ar að bjóða fjöl­skyld­unni upp á páskasúkkulaðimús með litl­um páska­eggj­um í eft­ir­rétt á páska­dag og deil­ir upp­skrift­inni með les­end­um.

Guðrún er 24 ára göm­ul og er bæði bak­ari og konditor og veit ekk­ert skemmti­legra en að baka og laga sæl­kera­rétti til að gleðja sína nán­ustu með.

Þegar hún er spurð hvort það séu fast­ar mat­ar­hefðir hjá fjöl­skyldu henn­ar þegar páska­hátíðin er ann­ars veg­ar seg­ir hún þau hafi til að mynda skapað sér eina hefð sem kem­ur frá föðurömmu henn­ar.

„Við byrjuðum með þá hefð að borða súkkulaðimús í litl­um páska­eggj­um. Pabbi byrjaði á þess­ari hefð þegar við bjugg­um í Nor­egi, sem er upp­runa­lega hefð frá mömmu hans. Þá fór­um við ekki heim til Íslands um pásk­ana og pabbi vildi þá reyna gera eitt­hvað skemmti­legt. Hann tek­ur lít­il páska­egg, sker í tvennt og fyll­ir helm­ing­ana af súkkulaðimús sem hann ger­ir sjálf­ur. Þetta er svo inni í ís­skáp yfir nótt og við borðum þetta í eft­ir­rétt. Við héld­um þessu síðan áfram þegar við flutt­um heim. Þetta er hefð sem mér þykir mjög vænt um,“ seg­ir Guðrún.

Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditori elskar fátt meira en …
Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir bak­ari og konditori elsk­ar fátt meira en að gleðja sína nán­ustu með dýrðlega eft­ir­rétt­um og kök­um á pásk­un­um. mbl.is/​Eyþór

Mikið fyr­ir þessi hefðbundnu rjómasúkkulaðiegg

Um pásk­ana ætl­ar Guðrún að njóta þess að vera heima í ró­leg­heit­um og borða góðan mat og súkkulaðiegg.

„Við höf­um ávallt verið mikið fyr­ir þessi hefðbundnu rjómasúkkulaðiegg. Við pössuðum líka upp á það að eiga ör­ugg­lega páska­egg þegar við bjugg­um í Nor­egi. Norðmenn eru með þá hefð að fá bara pappa­egg, með blönduðu nammi í. Þeim fannst þá mjög sér­stakt þegar við sýnd­um þeim ís­lensku egg­in,“ seg­ir Guðrún og hlær.

Síðan séu það gömlu siðirn­ir frá bernsku sem fá hana til að brosa. „Þegar ég var yngri voru páska­egg­in ávallt fal­in. Mér fannst svo gam­an að vakna á páska­dags­morg­un og fara leita að eggj­un­um sem voru fal­in út um allt hús.“

Guðrún hef­ur líka gam­an af því að lesa máls­hætt­ina sem eru í eggj­un­um og finnst það skipta máli að þeir séu til staðar. Einn af henn­ar eft­ir­minni­leg­ustu er máls­hátt­ur sem lýs­ir vel raun­veru­leik­an­um.

„Sá sem aldrei byrj­ar lýk­ur aldrei verki,“ er einn minn upp­á­halds og mér finnst hann segja mikið.

Súkkulaðimús án viðbætts syk­urs

Guðrún gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins upp­skrift að súkkulaðimús sem á vel við á pásk­un­um og stein­ligg­ur sem ljúf­ur eft­ir­rétt­ur.

„Þessi upp­skrift fannst mér henta mjög vel þar sem það er eng­inn viðbætt­ur syk­ur í henni. Það er svo mikið nammi­át um pásk­ana, ég vil að minnsta kosti ekki vera að borða mjög sæta eft­ir­rétti um pásk­ana. Þá finnst mér þessi súkkulaðimús passa inn full­kom­lega, þar sem það er eng­inn viðbætt­ur syk­ur í henni.“

Guðrún býður upp á súkkulaðimús án viðbætts sykurs sem er …
Guðrún býður upp á súkkulaðimús án viðbætts syk­urs sem er kær­komið í öllu súkkulaðiát­inu. mbl.is/​Eyþór

Ómótstæðileg góð páskasúkkulaðimús úr smiðju Guðrúnar

Vista Prenta

Páskasúkkulaðimús að hætti Guðrún­ar

Fyr­ir 4

  • 200 g dökkt súkkulaði.
  • 4 egg
  • 3 dl rjómi

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
  2. Skiljið egg­in.
  3. Kælið brædda súkkulaðið aðeins, áður en þið bætið eggj­ar­auðunum við.
  4. Æskilegt er að súkkulaðið sé ekki heit­ara en 60°C.
  5. Passið að blanda aðeins einni eggj­ar­auðu í einu út í senn og hræra.
  6. Léttþeytið rjóma og blandið sam­an við.
  7. Stífþeytið eggja­hvít­urn­ar og blandið þeim síðan líka við.
  8. Deilið síðan mús­inni í 4 glös.
  9. Setjið í ís­skáp yfir nótt áður en þið berið rétt­inn fram.
  10. Skreytið rétt áður en þið berið fram, sjá til­lögu hér fyr­ir neðan.

Skraut

  • 50 g Feuill­et­ine (svipað og korn­fl­ex)
  • 50 g súkkulaði.
  • Smarties mini páska­egg, magn eft­ir smekk

Aðferð og sam­setn­ing:

  1. Bræðið súkkulaði og bætið feuill­et­ine við.
  2. Setjið ofan á kældu súkkulaðimús­ina.
  3. Raðið síðan smarties páska­eggj­un­um á.
  4. Berið fram og njótið með ykk­ar allra bestu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert