Falleg súkkulaðikaka getur verið hjartað í páskaborðinu, glæsileg að sjá, rík að bragði og full af gleði. Þessi kaka sameinar mjúka og raka súkkulaðibotna með flauelsmjúku kakósmjörkremi og er skreytt með súkkulaðieggjum, páskaungum og léttum blæ af hátíð. Hún er einföld í gerð en lítur út eins og fagurbakaður draumur – hvort sem hún er borin fram í páskamatnum, afmælinu eða bara til að gera daginn aðeins fallegri.
Árni Þorvarðarson kann sitt fag og veit vel hvernig skal gleðja gestina með fallegum kökum og kræsingum við hvert tilefni.
mbl.is/Eyþór
Heiðurinn af þessari dýrð á Árni Þorvarðarson, bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi, og hann kann svo sannarlega að heilla gesti sína upp úr skónum með ljúffengum og fallegum kökum.
Þessi kaka sameinar mjúka og raka súkkulaðibotna með flauelsmjúku kakósmjörkremi og er skreytt með súkkulaðieggjum, páskaungum og léttum blæ af hátíð.
mbl.is/Eyþór
Páskasúkkulaðikaka með smjörkremi og súkkulaðieggjum, hjartað á borðinu
Páskasúkkulaðikaka með smjörkremi og súkkulaðieggjum
Botnar (3 x 18 cm eða 2 x 20–22 cm)
- 290 g sykur
- 110 g smjörlíki
- 3 msk. kakó
- 88 g egg (2 stór egg)
- 220 g súrmjólk
- 240 g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1 matarsódi
- ½ tsk salt
Aðferð:
- Hitið ofninn í 175°C og smyrjið þrjú form (18 cm) eða tvö stærri.
- Þeytið smjörlíki og sykur þar til létt og ljóst.
- Bætið eggjum út í, einu í einu.
- Blandið þurrefnunum saman í annarri skál.
- Hrærið súrmjólk, kakó og vanillu saman og bætið því við deigið til skiptis með þurrefnum.
- Skiptið deiginu í form og bakið í 25–30 mínútur.
- Kælið botnana alveg áður en þeir eru samsettir.
Kakósmjörkrem
- 200 g smjör (við stofuhita)
- 300–350 g flórsykur
- 30–40 g kakó
- 1–2 msk. rjómi eða mjólk
- 1 tsk. vanilludropar
Aðferð:
- Þeytið smjörið þar til það er létt og ljósleitt.
- Bætið flórsykri og kakói smátt og smátt saman við.
- Bætið vanillu og rjóma/mjólk við þar til kremið verður mjúkt og smyrjanlegt.
- Ef þið viljið dýpri lit og bragð, bætið þá aðeins meira kakói við.
Samsetning og skreyting
- Smyrjið smjörkremi milli botna og utan um kökuna.
- Notið stjörnusprautu til að skreyta toppinn með kremdúskum, eins og sýnt er á myndinni.
- Raðið stórum súkkulaðieggjum upp í miðjuna til að mynda „hreiður“.
- Bætið við litlum páskaeggjum, sykurpúðum eða páskaungum til að fullkomna hátíðarlúkkið.
- Gott er að geyma kökuna í kæli fram að framreiðslu, en taka hana út um 30 mínútum áður til að kremið mýkist aðeins.