Páskasúkkulaðikaka með smjörkremi og súkkulaðieggjum, hjartað á borðinu

Fallegasta kakan á veisluborðinu sem mun fanga athygli gestana.
Fallegasta kakan á veisluborðinu sem mun fanga athygli gestana. mbl.is/Eyþór

Fal­leg súkkulaðikaka get­ur verið hjartað í páska­borðinu, glæsi­leg að sjá, rík að bragði og full af gleði. Þessi kaka sam­ein­ar mjúka og raka súkkulaðibotna með flau­els­mjúku kakós­mjörkremi og er skreytt með súkkulaðieggj­um, páskaung­um og létt­um blæ af hátíð. Hún er ein­föld í gerð en lít­ur út eins og fag­ur­bakaður draum­ur – hvort sem hún er bor­in fram í páskamatn­um, af­mæl­inu eða bara til að gera dag­inn aðeins fal­legri.

Árni Þorvarðarson kann sitt fag og veit vel hvernig skal …
Árni Þor­varðar­son kann sitt fag og veit vel hvernig skal gleðja gest­ina með fal­leg­um kök­um og kræs­ing­um við hvert til­efni. mbl.is/​Eyþór

Heiður­inn af þess­ari dýrð á Árni Þor­varðar­son, bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi, og hann kann svo sann­ar­lega að heilla gesti sína upp úr skón­um með ljúf­feng­um og fal­leg­um kök­um.

Þessi kaka sameinar mjúka og raka súkkulaðibotna með flauelsmjúku kakósmjörkremi …
Þessi kaka sam­ein­ar mjúka og raka súkkulaðibotna með flau­els­mjúku kakós­mjörkremi og er skreytt með súkkulaðieggj­um, páskaung­um og létt­um blæ af hátíð. mbl.is/​Eyþór

Páskasúkkulaðikaka með smjörkremi og súkkulaðieggjum, hjartað á borðinu

Vista Prenta

Páskasúkkulaðikaka með smjörkremi og súkkulaðieggj­um

Botn­ar (3 x 18 cm eða 2 x 20–22 cm)

  • 290 g syk­ur
  • 110 g smjör­líki
  • 3 msk. kakó
  • 88 g egg (2 stór egg)
  • 220 g súr­mjólk
  • 240 g hveiti
  • 1 tsk lyfti­duft
  • 1 mat­ar­sódi
  • ½ tsk salt

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C og smyrjið þrjú form (18 cm) eða tvö stærri.
  2. Þeytið smjör­líki og syk­ur þar til létt og ljóst.
  3. Bætið eggj­um út í, einu í einu.
  4. Blandið þur­refn­un­um sam­an í ann­arri skál.
  5. Hrærið súr­mjólk, kakó og vanillu sam­an og bætið því við deigið til skipt­is með þur­refn­um.
  6. Skiptið deig­inu í form og bakið í 25–30 mín­út­ur.
  7. Kælið botn­ana al­veg áður en þeir eru sam­sett­ir.

Kakós­mjörkrem

  • 200 g smjör (við stofu­hita)
  • 300–350 g flór­syk­ur
  • 30–40 g kakó
  • 1–2 msk. rjómi eða mjólk
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Þeytið smjörið þar til það er létt og ljós­leitt.
  2. Bætið flór­sykri og kakói smátt og smátt sam­an við.
  3. Bætið vanillu og rjóma/​mjólk við þar til kremið verður mjúkt og smyrj­an­legt.
  4. Ef þið viljið dýpri lit og bragð, bætið þá aðeins meira kakói við.

Sam­setn­ing og skreyt­ing

  1. Smyrjið smjörkremi milli botna og utan um kök­una.
  2. Notið stjörnusprautu til að skreyta topp­inn með kremdúsk­um, eins og sýnt er á mynd­inni.
  3. Raðið stór­um súkkulaðieggj­um upp í miðjuna til að mynda „hreiður“.
  4. Bætið við litl­um páska­eggj­um, syk­ur­púðum eða páskaung­um til að full­komna hátíðarlúkkið.
  5. Gott er að geyma kök­una í kæli fram að fram­reiðslu, en taka hana út um 30 mín­út­um áður til að kremið mýk­ist aðeins.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert