Burrata-salat með páskaívafi og púðursykurmarens fyrir sælkera

Margrét Ríkharðs bakaði þessa dýrindis púðursykursmarens í tilefni páskana og …
Margrét Ríkharðs bakaði þessa dýrindis púðursykursmarens í tilefni páskana og þróaði nýjann rétt, Burrata-salat, með páskaívafi. mbl.is/Karítas

Mar­grét Rík­h­arðs yfir­kokk­ur á veit­ingastaðnum Duck & Rose held­ur hátíðlega upp á pásk­ana og finnst það vera sá tími sem er ómiss­andi að njóta sam­vista með fjöl­skyld­unni og snæða góðan mat. Hún deil­ir hér með les­end­um páska­rétti sem á vel við í páska­bröns­inn eða sem for­rétt­ur og páskamar­en­stertu sem hún hef­ur mikið dá­læti af.

„Mér finnst al­ger­lega ómiss­andi að hitta fjöl­skyld­una yfir góðum mat um pásk­ana en mat­seðill­inn get­ur verið breyti­leg­ur, við erum ekki með eitt­hvað fast þegar kem­ur að páskamatn­um sjálf­um. Mág­kona mín, Áslaug Eir, bak­ar yf­ir­leitt alltaf upp­á­halds­köku okk­ar systkina sem ber heitið Ljós­móðurkaka en mamma lærði að gera hana þegar hún vann í Sendi­ráði Íslands í Nor­egi. 

Þegar hún var ung skipti hún á upp­skrift að ís­lensk­um pönnu­kök­um og þess­ari. Mamma kenndi síðan Áslaugu að baka kök­una svo hún hef­ur glatt okk­ur systkin­in með því að baka hana fyr­ir okk­ur eft­ir að mamma lést. Ég kann ekki að gera hana sjálf og hugsa að ég haldi því þannig. Mér þykir ávallt of­ur­vænt um þegar hún bak­ar hana fyr­ir okk­ur en þetta er möndl­u­massi með súkkulaði- og kaffis­mjörkremi, al­gjör veisla.“

Hlakka mikið til að fela egg­in í ár

Mar­grét seg­ir að hluti pásk­anna sé líka að njóta góðra páska­eggja og fela þau.

„Það er rosa­lega gam­an að fela og finna páska­egg á pásk­un­um. Ég hlakka mikið til að fela egg­in í ár fyr­ir stjúp­son­um mín­um, Al­ex­and­er og Úlfi. Spurn­ing hvort ég fái ekki egg líka en þjálf­ar­inn minn yrði ef­laust him­in­lif­andi ef ég myndi sleppa þessu súkkulaðiáti al­farið. En ég smakkaði um dag­inn í páska­eggjasmakki með vin­kon­um nokk­ur egg og þar stóð upp úr sterk djúpu­egg og bombu­egg, ég mæli mikið með þeim.“

Áttu ein­hverj­ar minn­ing­ar úr bernsku sem teng­ist pásk­un­um á einn eða ann­an hátt sem er þér kær?

„Marg­ar þá flest­ar tengd­ar ein­hvers kon­ar rat­leik í leit að páska­eggj­um. Við fór­um oft á sjó­inn um pásk­ana með pabba og það er ekk­ert skemmti­legra en að leita að páska­eggi í stóru flutn­inga­skipi. Mamma var ansi góð að fela egg­in.“

Það má líka útfæra púðursykursmarensinn í lítinn eftirrétt í fallegu …
Það má líka út­færa púður­syk­urs­mar­ens­inn í lít­inn eft­ir­rétt í fal­legu glasi á fæti. mbl.is/​Karítas

Býður les­end­um upp á tvær upp­skrift­ir

Mat­ur er manns­ins meg­in og sér­stak­lega á hátíðis­dög­um eins og pásk­un­um og því ætla ég að deila með les­end­um upp­skrift að Burrata-sal­ati með vín­berj­um, kirsu­berjatómöt­um, súr­deigs crout­ons með hvít­lauk, kletta­sal­ati, sítr­ónu­dress­ingu og prociutto skinku. Þessi rétt­ur er full­kom­inn sem létt­ur og smart há­deg­is­verður í páska­boðið eða sem for­rétt­ur.

Einnig lang­ar mig að deila með les­end­um upp­skrift að púður­syk­urs­maregs með þristakremi og hind­berj­um sem er til­valið að bera fram í kaffi­boði um pásk­ana og eða sem eft­ir­rétt. Ég sýni ykk­ur tvær mis­mun­andi aðferðir um hvernig hægt er að bera hann fram sem eft­ir­rétt eða tertu.

Huggulegt hjá Margréti.
Huggu­legt hjá Mar­gréti. mbl.is/​Karítas

Upp­lagt að nýta tím­ann í hug­mynda­vinnu

Er ein­hver saga bak við páskakræs­ing­arn­ar?

„Burrata-sal­atið er ný upp­skrift hjá mér og eitt­hvað sem ég sé fyr­ir mér að vinna með í sum­ar og rat­ar jafn­vel í ein­hverri mynd á sum­arseðil­inn hjá Duck & Rose en ég prufaði sal­atið í þeirri mein­ingu. Það voru að koma nýj­ar og minni burrata-kúl­ur frá MS sem eru svo smart í sal­at og for­rétti og þar sem nú stytt­ist í sum­arið er upp­lagt að nýta tím­ann í hug­mynda­vinnu að nýj­um, góðum rétt­um.

Dýrðlegt burrata-salat úr smiðju Margrétar sem allir sælkerar eiga eftir …
Dýrðlegt burrata-sal­at úr smiðju Mar­grét­ar sem all­ir sæl­ker­ar eiga eft­ir að elska. mbl.is/​Karítas

Mar­ens­inn er ég búin að baka núna fyr­ir nokk­ur boð upp á síðkastið, bæði ferm­ing­ar­veisl­ur og barn­ast­urtu­boð, og hef­ur vakið mikla lukku enda ómót­stæðilega góður og hægt að und­ir­búa fyr­ir fram, það er alltaf svo mik­ill kost­ur. Best er að setja á tert­una dag­inn áður þannig að mar­ens­inn nái að taka sig. Ef þetta er borið fram sem eft­ir­rétt­ur í kúl­um þá er nóg að setja sam­an um morg­un­inn.“

Púðursykursmarens með þristakremi og hindberjum.
Púður­syk­urs­mar­ens með þristakremi og hind­berj­um. mbl.is/​Karítas

Burrata-salat með páskaívafi og púðursykurmarens fyrir sælkera

Vista Prenta

Burrata-sal­at með prociutto skinku, vín­berj­um, kirsu­berjatómöt­um, crout­ons, kletta­sal­ati og sítr­ónu­dress­ingu

Fyr­ir 4

  • 3 dós­ir Burrata ost­ur, 6 litl­ar kúl­ur í hverju boxi
  • 1 askja rauð vín­ber
  • 1 askja kirsu­berjatóm­at­ar
  • 150-250 g kletta­sal­at frá Vaxa eða annað gott sal­at
  • 2 pk. Prociutto skinka, 10-12 sneiðar
  • Súr­deigs­brauð fyr­ir crout­ons eða kaupa til­búna crout­ons
  • 4 hvít­lauks­geir­ar
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 1 tsk. chili-flög­ur
  • Ólífu­olía eft­ir smekk
  • 2 tsk. sus­hi- eða hvít­vin­se­dik

Sítr­ónu­dress­ing

  • 1-2 tsk. fersk­ur sítr­ónusafi
  • 1 hvít­lauks­geiri, rif­inn
  • 1 tsk. dijon sinn­ep
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • ½ tsk. hun­ang eða maple siróp
  • 1/​3 bolli ólífu­olía

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í skál og þeytið eða setjið í krukku og hristið.

Súr­deigs crout­ons

  • Nokkr­ar súr­deigs­brauðsneiðar
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Ólífu­olía eft­ir smekk
  • 2 hvít­lauks­geir­ar, marðir eða kramd­ir

Aðferð:

  1. Ef þið eigið nokk­urra daga gam­alt brauð er upp­lagt að nota það í stað þess að henda því.
  2. Skerið sneiðarn­ar í bita og veltið upp úr ólífu­olíu með salti og pip­ar og 2 hví­lauks­geir­um sem búið er að merja.
  3. Setjið á ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír og bakið við 200°C hita í um það bil 10 mín­út­ur eða þar til gulli­brúnt.

Aðferð og sam­setn­ing á sal­at­inu

  1. Setjið kirsu­berjatóm­at­ana í eld­fast mót og kryddið með chili-flög­um, setjið smá ólífu­olíu út ásamt salti og pip­ar.
  2. Bætið síðan 2 tsk. af ed­ik­inu og ein­um mörðum hvít­lauks­geira út í.
  3. Setjið vín­ber­in líka í annað eld­fast mót með ögn af ólífu­olíu, salti og pip­ar.
  4. Setjið tóm­at­ana og vín­ber­in inn í ofn þegar crout­on-ten­ing­arn­ir eru til­bún­ir og bakið í 15 mín­út­ur við 160°C hita.
  5. Síðan er næsta skref að raða sal­at­inu fal­lega á vel val­inn disk.
  6. Setjið kletta­sal­at fyrst á disk­inn og dreifið síðan tómöt­um, vín­berj­um og crout­ons yfir sal­atið.
  7. Að lok­um setjið þið ost­inn ofan á, takið 4 heil­ar kúl­ur og rífið tvær í tvennt.
  8. Síðan má hella sítr­ónu­dress­ing­unni yfir eða hafa hana til hliðar, fer eft­ir smekk hvers og eins.

Púður­syk­urs­mar­ens með þristakremi

Fyr­ir 2 botna eða 12 -14 kúl­ur,

Mar­ens­botn­ar

  • 4 stk. eggja­vít­ur
  • 3 dl púður­syk­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 140°C hita með blæstri.
  2. Takið ofn­plöt­urn­ar úr ofn­in­um.
  3. Setjið eggja­hvít­ur og púður­syk­ur í hreina hræri­véla­skál.
  4. Þeytið sam­an á full­um hraða þar til bland­an verður stífþeytt og hægt er að hvolfa skál­inni án þess að mar­ens­inn falli úr skál­inni.
  5. Setjið bök­un­ar­papp­ír á ofn­plöt­urn­ar.
  6. Mótið mar­ens eft­ir því hvernig þið viljið hafa hann, ef þið ætlið að gera kúl­ur notið þá mat­skeið og setjið kúl­ur á stærð við egg á plöt­una með hæfi­legu bili á milli, meira en minna.
  7. Ef þið ætlið að gera tvo botna þá skiptið þið deig­inu í tvennt og dreifið fal­lega úr í hring­laga form.
  8. Setjið inn í ofn og bakið í eina klukku­stund.
  9. Þegar bakst­urs­tím­an­um er lokið opnið þá ofn­inn og slökkvið á hon­um en leyfið mar­ensn­um að jafna sig í ofn­in­um, helst í smá tíma.
  10. Sniðugt er að baka mar­ens dag­inn fyr­ir eða jafn­vel nokkr­um dög­um ef það hent­ar til þess að spara sér tíma en hann geym­ist vel.

Þristakrem og skraut

  • 700 ml rjómi
  • 500 g þrist­ur
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 1 pk. fros­in hind­ber

Aðferð:

  1. Setjið 250 g rjóma í pott og látið suðuna koma upp.
  2. Skerið 300 g af þrist­um smátt niður ásamt 50 g af suðusúkkulaði.
  3. Setjið þrist­inn og súkkulaði sam­an við rjóma þegar hann kem­ur upp að suðu.
  4. Lækkið þá hit­ann og hrærið í þar til súkkulaðið er bráðnað og orðið að kremi.
  5. Takið af hit­an­um og leyfið að kólna við her­berg­is­hita.

Fyll­ing

  • 50 g suðusúkkulaði, skorið smátt
  • Þrist­ur, skor­inn örþunnt í sneiðar
  • Þeytið rjómann og blandið suðusúkkulaðinu sam­an við.

Sam­setn­ing:

  1. Setjið smá doppu af rjóma á kökudisk­inn svo kak­an renni ekki til á diskn­um.
  2. Setjið síðan mar­ens­botn á rjómann og stingið frosn­um hind­berj­um í rjómann og talið líka ber í sund­ur til að dreifa yfir.
  3. Dreifið svo þristasneiðum líka yfir rjómann.
  4. Setjið síðan hinn botn­inn ofan á og smyrjið þristakrem­inu yfir og skreytið með hind­berj­um og brotn­um þristasneiðum líkt og Mar­grét ger­ir.
  5. Kak­an er best ef hún fær að taka sig í kæl­in­um í sól­ar­hring.
  6. Það má setja bara kremið yfir og klára svo að skreyta hana þegar hún er bor­in fram.

Eft­ir­rétta­skál­ar – fram­setn­ing:

  1. Þegar rétt­ur­inn er bor­inn fram í eft­ir­rétta­skál eða glasi brýt­ur Mar­grét svona 5-6 hind­ber í botn­inn og set­ur síðan rjóma þar ofan á.
  2. Síðan set­ur hún þristasneiðar og meiri hind­ber ofan á rjómann og mar­ens­kúl­una ofan á.
  3. Loks þristakrem og meira af hind­berj­um ofan á næsta lag.
  4. Nóg er að setja þenn­an rétt sam­an um morg­un­inn sama dag og á að bera hann fram eða að minnsta kosti 4 klukku­stund­um áður hann fer á borðið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert