Sjáið páskabrönsinn sem Berglind ætlar að bjóða upp á

Berglind ætlar að bjóða upp á dögurð á páskunum sem …
Berglind ætlar að bjóða upp á dögurð á páskunum sem tekur ekki langan tíma að galdra fram. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Berg­lind Hreiðars er ótrú­lega út­sjón­ar­söm að ein­falda sér lífið þegar hún set­ur sam­an dög­urð eða páska­bröns.

Hún ætl­ar að fara þægi­legu leiðina og reyna að kaupa sem mest til­búið til að spara sér tím­ann og til­tekt­ina. Það eina sem hún ætl­ar að gera sjálf er að galdra fram Egg Benedict sem hún seg­ir vera miklu ein­fald­ara að gera en marga grun­ar.

Hún prufu­keyrði hug­mynd sína og þetta skot­gekk og gest­irn­ir kol­féllu fyr­ir öll­um rétt­un­um á hlaðborðinu.

„Það er alls ekki flókið að út­búa „Egg Benedict“ og aðferðin sem ég deili með ykk­ur hér er skot­helt. Allt gekk upp á tíu,“ seg­ir Berg­lind og bæt­ir við að allt hrá­efnið í brans­ann hafi hún keypt á ein­um stað, í Hag­kaup.

Berglind Hreiðarsdóttir lífsstíls- og matar- bloggari sem er þekkt fyrir …
Berg­lind Hreiðars­dótt­ir lífs­stíls- og mat­ar- blogg­ari sem er þekkt fyr­ir kræs- ing­ar sín­ar og koma með hug­mynd­ir af því hvernig má stytta sér leið í eld­hús­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ég elska hvað það spar­ar mik­inn tíma í und­ir­bún­ingi að fara þessa leið og get vel mælt með því,“ seg­ir Berg­lind að lok­um og er far­in að hlakka til að bjóða í páska­bröns­inn.

Sjáið Berg­lindi full­komna Egg Benedict með Hollandaise sósu:

Hér er listi yfir til­lög­ur að kræs­ing­um á hlaðborðið fyr­ir bröns­inn sem Berg­lind tók sam­an:

  • Súr­deigs­brauð með jalapeno
  • Til­bú­in brauðsalöt
  • Til­bún­ir niður­skorn­ir ávext­ir, til dæm­is an­an­as og vatns­mel­óna
  • Steikt bei­kon
  • Jarðarber, bróm­ber eða önn­ur ber/​ávext­ir sem hug­ur­inn girn­ist
  • Til­bún­ar frosn­ar pönnu­kök­ur með sírópi og berj­um
Egg Benedict rétturinn er ávallt jafn girnilegur og passar ákaflega …
Egg Benedict rétt­ur­inn er ávallt jafn girni­leg­ur og pass­ar ákaf­lega vel með páska­bröns­in­um. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Sjáið páskabrönsinn sem Berglind ætlar að bjóða upp á

Vista Prenta

Egg Benedict með Hollandaise sósu

Egg Benedict

Fyr­ir 6

  • 3 stk. Man­hatt­an English Muff­ins
  • Beikonskinka og/​eða reykt­ur lax
  • Hleypt egg, sjá aðferð að neðan
  • Hollandise sósa, sjá upp­skrift að neðan
  • Pip­ar eft­ir smekk
  • Smjör til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Skerið English Muff­ins í sund­ur svo þið fáið 6 helm­inga.
  2. Steikið upp úr smjöri við meðal­há­an hita og leggið á disk.
  3. Setjið næst beikonskinku eða reykt­an lax, hleypt egg og toppið með vel af hollandaise sósu og smá pip­ar.

Hleypt egg

  • 6 egg
  • 1 l vatn
  • 1 msk. edik

Aðferð:

  1. Hitið vatnið að suðu og bætið ed­iki sam­an við.
  2. Brjótið egg­in í bolla, eitt í einu.
  3. Snúið með skeið í hringi í pott­in­um til að mynda hring­sog í miðjunni og hellið egg­inu var­lega í miðjuna og leyfið því að vera í pott­in­um í 2 ½ – 3 ½ mín­útu eft­ir því hversu blauta þið viljið hafa rauðuna.
  4. Veiðið eggið þá upp úr með spaða/​gata­sigti og leggið ofan á skink­una/​lax­inn, einnig má safna eggj­un­um sam­an á eld­húspapp­ír og setja síðan ofan á brauðið.

Hollandaise sósa

  • 3 eggj­ar­auður
  • 1 msk. vatn
  • ½ sítr­óna (saf­inn)
  • 180 g smjör (brætt)
  • Salt eft­ir smekk
  • cheyenne pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið eggj­ar­auður, vatn og sítr­ónusafa í þrönga könnu/​ílát sem töfra­sproti kemst ofan í.
  2. Bræðið smjörið og hellið yfir í mæli­könnu.
  3. Þeytið eggj­ar­auðublönd­una stutta stund og á meðan töfra­sprot­inn er enn í gangi megið þið bæta brædda smjör­inu sam­an við í mjórri bunu og þeyta all­an tím­ann.
  4. Þeytið þar til sós­an hef­ur þykknað og njótið sem fyrst.
  5. Ef sós­an verður of þykk má þynna hana með því að setja 1 msk. af volgu vatni sam­an við í einu og þeyta sam­an.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert