Klassísk og ilmandi vanillu- og tonkabaka sem þú átt eftir að elska

Þessi er ómótstæðilega freistandi og steinliggur á páskahátíðarborðinu eða sumarkaka …
Þessi er ómótstæðilega freistandi og steinliggur á páskahátíðarborðinu eða sumarkaka ársins sem er engri lík. mbl.is/Árni Sæberg

Wikt­or Páls­son gerði þessa dá­sam­lega fal­legu og ljúf­fengu köku sem þið eigið eft­ir stein­falla fyr­ir. Hún á vel við á hátíðar­borðið um pásk­ana og líka á sum­ar­dag­inn fyrsta. Þetta er reynd­ar kak­an sem ég myndi velja sem su­mar­kök­una í ár.

Hér er á ferðinni klass­ísk og ill­m­andi vanillu- og tonka­baka, með hind­berja­hlaupi og þeyttu píst­asíukremi sem er erfitt að stand­ast.

Wiktor Pálsson landsliðskokkur kann svo sannarlega að gleðja sína með …
Wikt­or Páls­son landsliðskokk­ur kann svo sann­ar­lega að gleðja sína með ómót­stæðilega góðum kræs­ing­um. Hér er dýrðlega páska- og su­markaka sem þið eigið eft­ir að elska. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Wikt­or af­hjúp­ar upp­skrift­ina að þess­ari dýrð fyr­ir les­end­um mat­ar­vefs mbl.is og það er vel hægt að mæla með þess­ari í eft­ir­rétt um pásk­ana eða þegar sumr­inu verður fagnað á fimmtu­dag­inn næst­kom­andi, þann 24. apríl.

Vann á Michel­in-stjörn­ustað í Nor­egi

Wikt­or er ein­stak­lega fjöl­hæf­ur og metnaðarfull­ur kokk­ur og hef­ur náð framúrsk­ar­andi ár­angri í sínu fagi þrátt fyr­ir ung­an ald­ur en hann er ein­ung­is 25 ára gam­all. Hann hef­ur meðal ann­ars starfað á Michel­in-stjörn­ustað og hef­ur unnið til verðlauna í fag­inu.

„Í haust, árið 2024, kom ég heim frá Nor­egi eft­ir þriggja ára dvöl þar, en á þeim tíma vann ég hjá Michel­in-stjörnu veit­ingastaðnum Speilsa­len í Þránd­heimi. Ég er í Kokka­landsliðinu og vann ný­lega til silf­ur­verðlauna í keppn­inni Kokk­ur árs­ins. Í byrj­un maí byrja ég að vinna á nýj­asta veit­ingastaðnum, Lóla, sem opn­ar í miðbæ Reykja­vík­ur, og hlakka mikið til þess,“ seg­ir Wikt­or þegar hann er beðinn að segja aðeins frá því sem hann hef­ur verið að gera síðastliðin miss­eri.

Ástríða Wikt­ors á mat­ar­gerð leyn­ir sér ekki og hann ætl­ar sér að ná langt.

„Ég er með brenn­andi áhuga á mat­reiðslu og ég er stöðugt að leita nýrra leiða til að þróa mig áfram í fag­inu. Í maí fer ég til að mynda aft­ur til New York í súkkulaðiskóla, þar sem ég hef áður sótt nám­skeið,“ seg­ir Wikt­or full­ur áhuga.

Aðspurður seg­ist Wikt­or ekki halda marg­ar sér­stak­ar hefðir þegar páska­hátíðin er ann­ars veg­ar.

„Það eru ekki marg­ar mat­ar­hefðir hjá okk­ur á pásk­un­um, en við borðum alltaf sam­an á páska­sunnu­dag. Það er nán­ast alltaf lamb, helst gott læri, bakað með krydd­um og með því kem­ur brún sósa og kart­öflumús,“ seg­ir Wikt­or og bros­ir.

„Ég verð síðan heima um pásk­ana. Síðastliðna mánuði var ég stöðugt að und­ir­búa mig fyr­ir keppn­ina Kokk­ur árs­ins og hlakka því til að geta tekið því ró­lega um pásk­ana. Mig lang­ar að fara út að hlaupa, fara í göngu­túra með hund­inn, mæta í sund og lík­ams­rækt. Það verður eldað, en ekki of mikið – ég vil bara njóta þess að vera heima og taka 

því ró­lega áður en ég fer í næsta verk­efni.“

Vildi helst nammið úr eggj­un­um

Minna fer fyr­ir súkkulaðiáti hjá Wikt­ori þessa dag­ana og hann seg­ist vel geta lifað án þess að fá páska­egg.

„Þegar ég var barn voru Nóa Sír­ius-páska­egg í upp­á­haldi hjá mér – því stærri, því betri. Í súkkulaðiegg­inu vildi ég alltaf að fá nammi, helst Hari­bo. Stund­um gerðum við okk­ar eig­in páska­egg því mig langaði ekki í súkkulaðibita, mig langaði mest að fá nammi eins og Hari­bo. Núna borða ég sjald­an sæl­gæti, nema eft­ir­rétti sem ég geri sjálf­ur, en ég á ljúf­ar minn­ing­ar um að hafa látið gabba mig í súkkulaðið á sunnu­dags­morgni,“ seg­ir Wikt­or og hlær.

Ef ykk­ur lang­ar að gleðja ykk­ar nán­ustu þá er lag að baka þessa dýrð og gefa sér tíma í að nostra við hana og bera hana fram í næsta boði.

Wiktor kann listina að skreyta köku fallega.
Wikt­or kann list­ina að skreyta köku fal­lega. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Sjáið handbragð Wiktors.
Sjáið hand­bragð Wikt­ors. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Wiktor hugsar fyrir hverju smáatriði.
Wikt­or hugs­ar fyr­ir hverju smá­atriði. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Minnir á að sumarið er í nánd.
Minn­ir á að sum­arið er í nánd. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Hann töfraði ljósmyndara Morgunblaðsins upp úr skónum með smakkinu.
Hann töfraði ljós­mynd­ara Morg­un­blaðsins upp úr skón­um með smakk­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Klassísk og ilmandi vanillu- og tonkabaka sem þú átt eftir að elska

Vista Prenta

Klass­ísk og ill­m­andi vanillu- og tonka­baka, með hind­berja­hlaupi og þeyttu píst­asíukremi 

Tart­botn (Pâte Brisée)

Upp­skrift í eina tart­skel

  • 200 g hveiti
  • 100 g kalt ósaltað smjör, skorið í ten­inga
  • 3 g salt
  • 50 g kalt vatn

Aðferð:

  1. Blandið þur­refn­un­um sam­an
  2. Setjið hveiti og salt í skál og hrærið létt sam­an.
  3. Bætið smjör­inu við.
  4. Bætið köldu smjörten­ing­un­um út í blönd­una.
  5. Notið putt­ana (eða deigskera eða mat­vinnslu­vél) til að vinna smjörið inn í hveitið þar til bland­an lík­ist grófu brauðraspi. Passið að vinna deigið ekki of mikið – það mega sjást smá­ir smjörklump­ar í deig­inu.
  6. Hellið vatn­inu smám sam­an út í.
  7. Bætið köldu vatn­inu við, lítið í einu, og hrærið var­lega þar til deigið helst sam­an. Það er ekki víst að þið þurfið allt vatnið.
  8. Mótið og kælið.
  9. Mótið deigið í flat­an disk, vefjið inn í plast­filmu og kælið í að minnsta kosti 30 mín­út­ur. Kæl­ing­in ger­ir glút­enið mýkra og hjálp­ar deig­inu að hald­ast stöðugt við bakst­ur.

Næsta skref

  1. Takið kælda deigið og rúllið því út á létt hveit­i­stráð borð.
  2. Kælið tart­formið með deig­inu.

Blind­bakst­ur – Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 190°C (170°C með blæstri).
  2. Rúllið út deigið
  3. Takið kælda deigið úr ís­skápn­um og rúllið því út þar til það er um 3 mm þykkt. Passið að það sé nógu stórt til að klæða bæði botn og hliðar á tertu­form­inu.
  4. Setjið í form.
  5. Þrýstið deig­inu var­lega niður í formið og klippið um­framdeig meðfram brún­un­um.
  6. Setjið formið í frysti í um það bil 15 mín­út­ur, það dreg­ur úr lík­um á að deigið sígi niður við bakst­ur.
  7. Priktið botn­inn með gaffli.

Vanillu og tonka­baka (Cust­ard Tart)

  • 530 g rjómi til þeyt­ing­ar
  • 40 g rjóma­ost­ur
  • 6 g vanillu­duft eða 1 vanillu­stöng
  • 4 stk. tonka baun­ir, rifn­ar fínt
  • 140 g ljós púður­syk­ur
  • 195 g eggj­ar­auður
  • 1 stk. for­bakað pâte brisée botn

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 110°C.
  2. Setjið rjóma, rjóma­ost, vanillu, rifn­ar tonka­baun­ir og púður­syk­ur í pott.
  3. Þeytið eggj­ar­auðurn­ar í skál.
  4. Hellið smá af heitu rjóma­blönd­unni út í egg­in og þeytið vel.
  5. Bætið síðan rest­inni við og blandið þar til það er al­veg slétt.
  6. Hitið í 60°c ásamt því að hræra stuðugt í pott­in­um með písk eða sleikju, sigtið blöndu og hellið í form
  7. Setjið for­bakaða pâte brisée botn­inn í ofn­inn.
  8. Hellið blönd­unni var­lega í formið þar til það er fullt af brún.
  9. Gott er að nota eld­byssu eða tann­stungla til að fjar­lægja loft­ból­ur fyr­ir bakst­ur.
  10. Bakið í 30 mín­út­ur, eða þar til fyll­ing­in er aðeins skjálf­andi í miðjunni.
  11. Kælið al­veg í form­inu.
  12. Takið síðan úr form­inu og skerið í sneiðar með beitt­um, heit­um hníf.

Hind­berja­hlaup

  • 200 g hind­berja­safi
  • 20 g syk­ur
  • 3 mat­ar­líms­blöð

Aðferð:

  1. Leggið mat­ar­límið í kalt vatn
  2. Hitið var­lega hind­berja­safa ásamt sykri og bætið mat­ar­lím við.
  3. Hrærið vel sam­an til að leysa upp mat­ar­límið.
  4. Þegar bak­an hef­ur kólnað, hellið þá hlaup­inu í miðjuna á bök­unni og látið hana standa í kæli í eina klukku­stund til að hlaupið taki sig.

Píst­asíukrem

  • 225 g rjómi
  • 25 g glúkósi
  • 25 g in­vert syk­ur
  • 325 g hvítt súkkulaði
  • 100 g pist­as­íu paste
  • 2 mat­ar­líms­blöð
  • 500 g rjómi (kæld­ur, til að bæta við í lok­in)

Aðferð:

  1. Leggið mat­ar­lím í bleyti
  2. Hitið sam­an í potti rjóma, glúkósa, in­vert syk­ur og píst­as­íu paste í 85°C hita.
  3. Bætið mat­ar­lím út í og síðan hvíta súkkulaðinu og vinnið sam­an með töfra­sprota þar til bland­an er slétt.
  4. Bætið við rjóma í lok­in og vinnið aft­ur með töfra­sporta og kælið yfir nótt.
  5. Þeytið kremið í Kitchenaid-hræri­vél þar til bland­an er orðin stíf, setjið í sprautu­poka og sprautið á bök­una.
  6. Skreytið síðan af hjart­ans list. Vert er að nýta ís­lensk blóm eða jurtir ef vill.
Þessi á eftir að slá í gegn í grillveislum sumarsins, …
Þessi á eft­ir að slá í gegn í grill­veisl­um sum­ars­ins, ekki bara á pásk­un­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert