Þrjár kynslóðir undir einu þaki

Katrín Júlíusdóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni.
Katrín Júlíusdóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. mbl.is/Karítas

Katrín Júlí­us­dótt­ir, nýr formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, býður upp á vikumat­seðil­inn að þessu sinni sem er hinn fjöl­skyldu­væn­asti.

„Heim­il­is­lífið hjá okk­ur er ansi líf­legt og er heim­ilið okk­ar stund­um eins og braut­ar­stöð á há­anna­tíma. Við búum sex sam­an, við hjón­in, þrír syn­ir okk­ar af fjór­um og pabbi. Við erum því þrjár kyn­slóðir und­ir einu þaki sem er ynd­is­legt fyr­ir­komu­lag sem ég mæli með. Þá er yf­ir­leitt ein­hver heima og fjöl­skyldu­sam­vera mik­il. Hjá okk­ur er alltaf opið og gjarn­an gesta­gang­ur,“ seg­ir Katrín og bros­ir sínu glaðlega brosi.

„Ég hef ávallt haft gam­an af því að elda góðan mat en aðferðirn­ar hafa þró­ast tölu­vert frá því að ég fylgdi upp­skrift­um úr Mikka mús mat­reiðslu­bók­inni af mik­illi ná­kvæmni sem barn,“ seg­ir Katrín sposk á svip.

Þarf áskor­un í flest­um verk­efn­um, líka í elda­mennsk­unni

„Í dag er ég meiri dass­ari og finnst ekk­ert skemmti­legra en sú áskor­un að vinna með það sem til er í skáp­un­um. Þá finnst mér gam­an að skipu­leggja og elda veislu­mat á hátíðis­dög­um. Maður­inn minn er mjög öfl­ug­ur í hvers­dags­mat­ar­gerð sem er heppi­legt því ég missti ánægj­una af því fyr­ir ein­hverju síðan. Ég þarf áskor­un í flest­um verk­efn­um og elda­mennska virðist ekki und­anþegin í þeim efn­um. Ann­ars er mjög skemmti­legt hversu áhuga­sam­ir syn­irn­ir eru í eld­hús­inu og þeir taka stund­um yfir og galdra fram skemmti­lega rétti.“

Eina sem borðar ekki kjöt á heim­il­inu

„Við elda­mennsku er það smá áskor­un að ég er sú eina á heim­il­inu sem borðar ekk­ert kjöt en þegar ég elda kjöt fyr­ir fjöl­skyld­una þá geri ég veg­leg meðlæti sem get­ur verið aðal­rétt­ur fyr­ir mig líka. Þá borða ég líka fisk með bestu lyst og sem bet­ur fer eru all­ir hrifn­ir af sjáv­ar­rétt­um,“ seg­ir Katrín.

Katrín tók sig til og setti sam­an vikumat­seðil fyr­ir fjöl­skyld­una og deil­ir hér með les­end­um. „Svona gæti góð vika litið út hjá okk­ur.“

Mánu­dag­ur – Þorsk­ur í tóm­at­basilsósu

„Mér finnst afar gott að hefja nýja viku á góðum fisk­rétt eft­ir vellyst­ing­arn­ar um pásk­ana. Það er því til­valið að vera með fisk ann­an í pásk­um.“

Þriðju­dag­ur – Las­anja með extra mikl­um osti

„Las­anja nýt­ur mik­ill­ar vin­sælda á heim­il­inu og ost­ur er veislu­kost­ur og á án efa eft­ir að gera það enn betra.“

Miðviku­dag­ur – Núðlurétt­ur með tofu og græn­meti

„Rétt­ur sem stein­ligg­ur fyr­ir mér, núðlur eru í miklu upp­á­haldi.“

Fimmtu­dag­ur – Flak í raspi að hætti Ellu Stínu

„Ég er mjög spennt fyr­ir þess­um rétti og hlakka til að prófa.“

Föstu­dag­ur – Mexí­kósk veisla

„Þetta er ekta föstu­dags­mat­ur og all­ir hér heima eru fyr­ir kryddaðan og bragðmik­inn mat eins og mexí­kósk­ur mat­ur er iðulega.“

Laug­ar­dag­ur – Kjúk­ling­ur eins og hann ger­ist best­ur

„Þessi rétt­ur er mjög spenn­andi og mér finnst til­valið að bjóða upp á kjúk­ling á laug­ar­dafs­kvöldi.“

Sunnu­dag­ur – Lamba­læri með bernaise og græn­meti á klass­ísk­an máta

„Sunnu­dagslamba­lærið með bernaise-sósu er klass­ískt og stend­ur ávallt fyr­ir sínu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert