„Paella er einkennisrétturinn okkar á La Barceloneta“

Pedró og Dagur Pétursson Pinós í eldhúsinu á veitingastaðnum La …
Pedró og Dagur Pétursson Pinós í eldhúsinu á veitingastaðnum La Barceloneta þar sem spænsku töfrarnir gerast. mbl.is/Árni Sæberg

Veit­ingastaður­inn La Barceloneta hef­ur vakið mikla eft­ir­tekt hér á landi og hef­ur meðal ann­ars fengið viður­kenn­ingu frá Spænska sendi­ráðinu fyr­ir mat­ar­gerðina. Staður­inn er fal­lega hannaður með spænsku yf­ir­bragði og þegar inn er komið er það eins og að vera kom­inn á lít­inn tapa­sveit­ingastað á Spáni.

Spænsk stemning ríkir inni á staðnum og ilmurinn svífur með …
Spænsk stemn­ing rík­ir inni á staðnum og ilm­ur­inn svíf­ur með mat­ar­gest­ina til Spán­ar. mb.is/Á​rni Sæ­berg

Fimm aðilar, þar af tvenn hjón, eiga og reka veit­ingastaðinn sem öll deila sam­eig­in­legri ást á mat­ar­menn­ingu. Þetta eru Dag­ur Pét­urs­son Pinós sem stýr­ir veit­ingastaðnum ásamt Zoe Sarsa­nedas, sem einnig leiðir hönn­un hans og sam­skipti, síðan eru það Elma Backm­an og Al­bert Muñoz sem eru þaul­van­ir fag­menn með yfir ára­tug­ar reynslu af rekstri hins verðlaunaða veit­ingastaðar Mat­ur og drykk­ur.

„Síðast og ekki síst er miðpunkt­ur­inn í eld­hús­inu okk­ar mat­reiðslumaður­inn Pedro, sem er okk­ar ást­sæli paella-meist­ari, en ástríða hans á mat fær­ir hjarta Spán­ar í sér­hvern rétt,“ seg­ir Dag­ur með bros á vör.

Huggulegt er að sitja inni á þessum spænska veitingastað.
Huggu­legt er að sitja inni á þess­um spænska veit­ingastað. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þýðir „Litla Barcelona“

Aðspurður seg­ir Dag­ur að nafnið á staðnum eigi sér sögu og það sé eng­in til­vilj­un.

La Barceloneta er nafn á hverfi í Barcelona sem var upp­haf­lega sjáv­arþorp og saga þess og sjáv­ar­arf­leifð er enn sýni­leg í dag. Með tím­an­um varð þetta gamla fá­tæka sjáv­arþorp suðupott­ur mat­ar­menn­ing­ar, tón­list­ar sér­stak­lega rumba ca­tal­ana-tón­list­ar – og lif­andi dæg­ur­menn­ing­ar, þar sem inn­flytj­end­ur alls staðar að frá Spáni sett­ust þarna að við sjáv­ar­síðuna. Þökk sé þess­um menn­ing­ar­samruna og nánu sam­bandi við hafið sem varð til þess að La Barceloneta varð að mat­arkistu borg­ar­inn­ar, þekkt fyr­ir sitt ferska sjáv­ar­fang og klass­íska tap­asrétti. Rétt er að nefna að „La Barceloneta“ þýðir „Litla Barcelona“.

Þegar komið er inn á staðinn er ilm­ur í loft­inu af spænsk­um rétt­um og upp­lif­un­in er eins og að vera kom­in til Spán­ar.

„Við ein­beit­um okk­ur að klass­ísk­um rétt­um sem þú finn­ur á litl­um tap­asbör­um. Kjarn­inn á mat­seðlin­um okk­ar er að sjálf­sögðu paella, sem er í grunn­inn ein­kenn­is­rétt­ur­inn okk­ar. Hrá­efni gegna lyk­il­hlut­verki í öllu sem við ger­um: kol­krabbi, smokk­fisk­ur, kóngarækj­ur og síðast en ekki síst hrís­grjón­in. Við flytj­um inn sér­stök paella-hrís­grjón beint frá Spáni, grjón sem ann­ars eru ekki fá­an­leg á Íslandi til að tryggja ósvikið bragð og áferð í hverj­um bita,“ seg­ir Dag­ur.

Paella er í grunninn einkennisréttur staðarins. Hráefni gegna lykilhlutverki í …
Paella er í grunn­inn ein­kenn­is­rétt­ur staðar­ins. Hrá­efni gegna lyk­il­hlut­verki í öllu sem þar er gert; kol­krabbi, smokk­fisk­ur, kóngarækj­ur og síðast en ekki síst hrís­grjón. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Him­in­lif­andi með líf­legu og hlýju stemn­ing­una á staðnum

Viðtök­ur við staðnum hafa farið fram úr björt­ustu von­um þeirra. „Við vor­um auðvitað vongóð um hlýj­ar mót­tök­ur. Við erum jafn­framt öll mjög stolt af því að hafa sett á lagg­irn­ar ósvik­inn spænsk­an veit­ingastað í miðborg Reykja­vík­ur. Viðbrögðin hafa hins veg­ar farið langt fram úr björt­ustu vænt­ing­um okk­ar. Við erum í grunn­inn lít­ill veit­ingastaður og frá upp­hafi var mark­mið okk­ar að end­ur­skapa tap­asb­ar-stemn­ing­una sem við þekkj­um og elsk­um frá Spáni. Við erum al­gjör­lega him­in­lif­andi með líf­legu og hlý­legu stemn­ing­una sem við telj­um okk­ur hafa byggt upp.

Steiktar kartöflur bornar fram með sósunni vinsælu, brava.
Steikt­ar kart­öfl­ur born­ar fram með sós­unni vin­sælu, bra­va. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Besta hrósið í sjálfu sér sem við fáum er þegar fólk seg­ir okk­ur að því líði eins og það sé komið aft­ur til Spán­ar. Eins og við segj­um gjarn­an á veit­ingastaðnum: „Við get­um ekki fært þér sól­ina, en við get­um fært þér mat­inn,“ seg­ir Dag­ur að lok­um og af­hjúp­ar hér upp­skrift­ina að vin­sæl­ustu sósu staðar­ins sem bor­in er fram með steikt­um kart­öfl­um.

Lokahönd lögð á réttinn.
Loka­hönd lögð á rétt­inn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Paella er einkennisrétturinn okkar á La Barceloneta“

Vista Prenta

Bra­vas-sós­an vin­sæla

  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 lít­ill lauk­ur, smátt saxaður
  • 2 hvít­lauksrif, söxuð
  • 1 tsk. reykt paprika
  • 1 klípa cayenne pip­ar
  • 200 g niðursoðnir tóm­at­ar
  • Salt og syk­ur eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ólífu­olí­una á pönnu við meðal­hita.
  2. Bætið söxuðum laukn­um út í og ​​eldið þar til hann er mjúk­ur og hálf­gagn­sær (um það bil 5–7 mín­út­ur).
  3. Bætið hvít­laukn­um út í og ​​eldið í 1 mín­útu í viðbót.
  4. Hrærið reyktri papriku og cayenne (ef það er notað) út í og ​​eldið í 30 sek­únd­ur.
  5. Bætið niður niðursoðnum tómöt­um, klípu af salti og ör­lítið af sykri til að koma jafn­vægi á sýru­stigið.
  6. Látið malla í 10–15 mín­út­ur, hrærið af og til þar til sós­an þykkn­ar.
  7. Berið fram með steikt­um kart­öfl­um eða því sem hug­ur­inn girn­ist.

 

 

Þurrkað chili.
Þurrkað chili. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Tapasréttirnir njóta vinsælda.
Tap­asrétt­irn­ir njóta vin­sælda. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Töfrarnir gerast á pönnunni.
Töfr­arn­ir ger­ast á pönn­unni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Hvert skref er þaulhugsað.
Hvert skref er þaul­hugsað. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Grjónin í paelluna eru sérinnflutt.
Grjón­in í paell­una eru sér­inn­flutt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Rjúkandi panna á La Barceloneta.
Rjúk­andi panna á La Barceloneta. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Sjávarfangið er vinsælt.
Sjáv­ar­fangið er vin­sælt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Teymið á La Barceloneta.
Teymið á La Barceloneta. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Ferskar sítrónur.
Fersk­ar sítr­ón­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Allt gert frá grunni.
Allt gert frá grunni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Ekta spænsk paella með sjávarfangi.
Ekta spænsk paella með sjáv­ar­fangi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert