Tryllingslegi BBQ-borgarinn hennar Berglindar sem brakar í

Grillaður hamborgari á vel við á sumardaginn fyrsta. Þessi er …
Grillaður hamborgari á vel við á sumardaginn fyrsta. Þessi er rosalegur, með bbq-sósu og jalapeno-snakki sem brakar í. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Sum­arið er hand­an við hornið og grill­tím­inn að hefjast. Það er til­valið að byrja á því að grilla tryll­ings­lega góðan ham­borg­ara á sum­ar­dag­inn fyrsta sem framund­an er, á fimmtu­dag­inn næst­kom­andi 24. apríl. Hægt er að leika sér með meðlæti með ham­borg­ar­ann bæði ofan á og til hliðar.

Hér er frá­bær út­færsla af ham­borg­ara frá Berg­lindi Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar sem vel er hægt að mæla með, BBQ-borg­ar­ar með jalapeno-snakki, því­lík negla fyr­ir þá sem vilja trylla bragðlauk­ana og láta braka í borg­arn­um.

Þessi er rosalegur og pottþétt eftir að gleðja einhverjar hamborgaraaðdáendur.
Þessi er rosa­leg­ur og pottþétt eft­ir að gleðja ein­hverj­ar ham­borg­araaðdá­end­ur. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Tryllingslegi BBQ-borgarinn hennar Berglindar sem brakar í

Vista Prenta

BBQ-borg­ar­ar með jalapeno-snakki

Magn fer eft­ir fjölda ham­borg­ara en eft­ir­far­andi hrá­efni þarf í borg­ar­ana.

  • Ham­borg­ar­ar + brauð
  • Heinz Sweet chili bbq sósa
  • Ham­borg­ara­krydd
  • Ostsneiðar
  • Kál
  • Tóm­at­ar
  • Bei­kon
  • Jalapeno
  • Rauðlauk­ur
  • Ma­arud snakk – in­ten­se green pepp­er

Aðferð og sam­setn­ing:

  1. Skerið niður græn­meti og hafið til­búið áður en þið grillið borg­ar­ana.
  2. Grillið bei­konið og geymið á efri grind­inni á meðan ham­borg­ar­arn­ir eru á grill­inu.
  3. Grillið ham­borg­ar­ana, kryddið, setjið ost­inn á og hitið brauðið.
  4. Raðið öllu sam­an; ham­borg­ara­brauð, bbq-sósa, kál, kjöt, tóm­at­ur, bei­kon, bbq-sósa, jalapeno, rauðlauk­ur, snakk, bbq-sósa, ham­borg­ara­brauð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert