Sumarið er handan við hornið og grilltíminn að hefjast. Það er tilvalið að byrja á því að grilla tryllingslega góðan hamborgara á sumardaginn fyrsta sem framundan er, á fimmtudaginn næstkomandi 24. apríl. Hægt er að leika sér með meðlæti með hamborgarann bæði ofan á og til hliðar.
Hér er frábær útfærsla af hamborgara frá Berglindi Hreiðars hjá Gotterí og gersemar sem vel er hægt að mæla með, BBQ-borgarar með jalapeno-snakki, þvílík negla fyrir þá sem vilja trylla bragðlaukana og láta braka í borgarnum.
Þessi er rosalegur og pottþétt eftir að gleðja einhverjar hamborgaraaðdáendur.
Ljósmynd/Berglind Hreiðars
Tryllingslegi BBQ-borgarinn hennar Berglindar sem brakar í
BBQ-borgarar með jalapeno-snakki
Magn fer eftir fjölda hamborgara en eftirfarandi hráefni þarf í borgarana.
- Hamborgarar + brauð
- Heinz Sweet chili bbq sósa
- Hamborgarakrydd
- Ostsneiðar
- Kál
- Tómatar
- Beikon
- Jalapeno
- Rauðlaukur
- Maarud snakk – intense green pepper
Aðferð og samsetning:
- Skerið niður grænmeti og hafið tilbúið áður en þið grillið borgarana.
- Grillið beikonið og geymið á efri grindinni á meðan hamborgararnir eru á grillinu.
- Grillið hamborgarana, kryddið, setjið ostinn á og hitið brauðið.
- Raðið öllu saman; hamborgarabrauð, bbq-sósa, kál, kjöt, tómatur, beikon, bbq-sósa, jalapeno, rauðlaukur, snakk, bbq-sósa, hamborgarabrauð.