Axel og Selma fögnuðu opnun Umami á Hafnartorgi

Axel Clausen eigandi Umami og Selma Soffía Guðbrandsdóttir.
Axel Clausen eigandi Umami og Selma Soffía Guðbrandsdóttir. mbl.is/Eyþór

Axel Björn Clausen, þekkt­ur einnig sem Axel Chef eða Axel Uma­mi, hef­ur nú opnað annað úti­bú Uma­mi Sus­hi í mat­höll­inni Hafn­ar­torg Gallerý. Fyrsta úti­búið opnaði hann í Borg 29 mat­höll­inni í Borg­ar­túni árið 2021.

Fjöl­marg­ir lögðu leið sína í opn­un­ar­hófið sem haldið var í síðustu viku og fögnuðu viðbót­inni með hon­um og Selmu.

Axel er eig­and­inn og yfir­kokk­ur Uma­mi Sus­hi og er hok­inn reynslu í brans­an­um. Hann út­skrifaðist árið 2010 úr Hót­el- og mat­væla­skól­an­um í Kópa­vogi og er einnig mat­reiðslu­meist­ari. Hann átti í ís­lenska kokka­landsliðinu um ára­bil og hef­ur unnið til margra verðlauna með landsliðinu og ein­stak­lingskeppn­um.

Axel Clausen eigandi Umami
Axel Clausen eig­andi Uma­mi mbl.is/​Eyþór

Ákvað að láta draum­inn ræt­ast

Segðu okk­ur aðeins frá til­urð staðar­ins, Uma­mi Sus­hi, hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna staðinn og hvar fékkstu inn­blástur­inn?

„Góðvin­ir mín­ir komu að mér einn dag­inn og spurðu hvort ég vildi opna mat­sölu­bás í mat­höll sem væri að opna næsta vor. Eft­ir stutta um­hugs­un ákvað ég að slá til, skoðaði markaðinn vel og fannst vanta stað sem sel­ur hand­gert, hágæða sus­hi sem er gert hratt og selt á góðu verði. Eft­ir að hafa unnið á Fisk­markaðnum til margra ára fannst mér ég hafa fengið mjög góða reynslu í sus­higerð og geta notað reynsl­una sem ég hafði sótt með landsliðinu og fleira til að láta þenn­an draum ræt­ast,“ seg­ir Axel dreym­inn á svip.

„Ég hef haft aug­un opin lengi með það í huga að opna ann­an stað svo þegar haft var sam­band við mig frá Hafn­ar­torg Gallerý var ekki aft­ur snúið. Að mínu mati finnst mér þetta lang­flott­asta mat­höll­in. Hún er „fancy“, í stíl London vi­bes og það sár­vantaði hágæða sus­hi fyr­ir gesti þannig að það var auðvelt að segja já við þess­ari beiðni,“ seg­ir Axel þegar hann er spurður út í þá ákvörðun að opna ann­an stað.

Fimmta bragðið sem þú finn­ur á tung­unni

Hvaðan kem­ur nafnið Uma­mi?

„Uma­mi er fimmta bragðið sem þú finn­ur á tung­unni eft­ir salti, súru, beisku og sætu. Uma­mi þýðir í raun­inni „essence of delicious­ness“ sem er fín þýðing fyr­ir okk­ar sus­hi. Áhersl­urn­ar eru nokkuð skýr­ar í sus­higerð og í þær höld­um við. Þú verður að vera með ferskt hrá­efni og hörkugóð grjón. Ef eitt klikk­ar þá klikk­ar allt,“ seg­ir Axel al­vöru­gef­inn.

„Stefn­an á Uma­mi er að vera ein­ung­is með fyrsta flokks hrá­efni, hand­gert gæða sus­hi sem er gert á staðnum fyr­ir fram­an gest­inn. Ég hef séð um alla mat­seðlag­erð frá opn­un. Auðvitað hef­ur seðil­inn þró­ast með tím­an­um eft­ir ábend­ing­ar frá kokka­vin­um, gest­um og fleir­um sem ger­ir þetta hrika­lega skemmti­legt. Það skipt­ir máli að hlusta á aðra til að finna það sem ég kalla „Crowd-Pleaser“ rétti.

Eld­fjallar­úll­an lang­vin­sæl­ust

Aðspurður seg­ir Axel að það sé ekki erfitt að gleðja Íslend­inga með góðu sus­hi og þeir eigi sína upp­á­halds­bita. „Íslend­ing­ar elska allt sem er djúp­steikt og með maj­ónessósu. Ég verð þó að ljóstra því upp að Eld­fjallar­úll­an okk­ar er lang­vin­sæl­ust. Einnig hafa poké-skál­arn­ar okk­ar verið gríðarlega vin­sæl­ar enda hrika­lega góðar þótt ég segi sjálf­ur frá,“ seg­ir Axel glaður á bragði enda í skýj­un­um að vera bú­inn að opna á Hafn­ar­torgi og vígja staðinn með góðum gest­um.

Gleðin var í fyr­ir­rúmi þegar staður­inn var opnaður og gest­irn­ir fögnuðu með því að skála í búbbl­um og fá sér sus­hi.

Sigurbjörn Magnússon og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Sig­ur­björn Magnús­son og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir. mbl.is/​Eyþór
Hera Gísaladóttir, Brimþór Hjörvarsson, Alexander Logi Ásgeirsson og Ásgeir Kolbeinsson.
Hera Gísala­dótt­ir, Brimþór Hjörv­ars­son, Al­ex­and­er Logi Ásgeirs­son og Ásgeir Kol­beins­son. mbl.is/​Eyþór
Sunna Björg Guðjónsdóttir og Jaki einkaþjálfari.
Sunna Björg Guðjóns­dótt­ir og Jaki einkaþjálf­ari. mbl.is/​Eyþór
Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og Helga Sigrún Hermannsdóttir.
Guðlaug Elísa Jó­hanns­dótt­ir og Helga Sigrún Her­manns­dótt­ir. mbl.is/​Eyþór
Haki Lorenzen og Elísabet Krista Þorgreirsdóttir.
Haki Lor­enzen og Elísa­bet Krista Þorgreirs­dótt­ir. mbl.is/​Eyþór
Klúbba kóngarnir, Ólafur Alexander Ólafsson og Sigurður Stefán Bjarnason.
Klúbba kóng­arn­ir, Ólaf­ur Al­ex­and­er Ólafs­son og Sig­urður Stefán Bjarna­son. mbl.is/​Eyþór
Sandra Sæmundsdóttir og Steinunn Ósk Valsdóttir.
Sandra Sæ­munds­dótt­ir og Stein­unn Ósk Vals­dótt­ir. mbl.is/​Eyþór
Bjartur Elí Friðþjóðfsson og Hafsteinn Ólafsson.
Bjart­ur Elí Friðþjóðfs­son og Haf­steinn Ólafs­son. mbl.is/​Eyþór
Eldhúsið iðaði af lífi í opnunarhófinu.
Eld­húsið iðaði af lífi í opn­un­ar­hóf­inu. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert