Ofnbakað lambalæri með sinnepsrjómasósu og kartöflugratíni að hætti Völlu

Girnilegt ofnbakað lambalæri með sinnepsrjómasósu og kartöflugratíni að hætti Völlu …
Girnilegt ofnbakað lambalæri með sinnepsrjómasósu og kartöflugratíni að hætti Völlu er fullkomin máltíð til að kveðja veturinn með stæl. Ljósmynd/Valgerður Gréta Gröndal

Síðasti vetr­ar­dag­ur er í dag og þá er lag að bjóða upp á mat­ar­veislu og kveðja vet­ur­inn með sæmd. Á morg­un, fimmtu­dag­inn 24. apríl, er sum­ar­dag­ur­inn fyrsti og án efa munu marg­ir taka sumr­inu fagn­andi.

Val­gerður Gréta Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, eldaði á dög­un­um dýr­ind­is lamba­læri á franska vísu og deildi með fylgj­end­um sín­um upp­skrift­inni sem á vel við á þess­um síðasta degi vetr­ar­ins.

Valla marín­eraðil ærið í franskri sinn­eps­dress­ingu sem inn­blás­in er af Ju­liu Child, sem var sér­fræðing­ur þegar kom að franskri mat­ar­gerð. Frakk­arn­ir eru þó ekki al­veg jafn mikið sósu­fólk og við Íslend­ing­ar svo Valla út­bjó ein­falda sinn­epsrjómasósu til að hafa með kjöt­inu og rót­argræn­met­is­gratíni.

Meðlætið gerir máltíðina enn betri.
Meðlætið ger­ir máltíðina enn betri. Ljós­mynd/​Val­gerður Gréta Grön­dal

Ofnbakað lambalæri með sinnepsrjómasósu og kartöflugratíni að hætti Völlu

Vista Prenta

Ofn­bakað lamba­læri með sinn­epsrjómasósu og kart­öflugratíni

  • 1 lamba­læri án mjaðmabeins, 1,5 kg
  • 120 g dijon sinn­ep, það er gott að nota til helm­inga venju­legt og gróf­korna
  • 60 ml. ólífu­olía
  • 1 msk. sojasósa
  • 1 msk. fersk­ur sítr­ónusafi
  • 3 hvít­lauks­geir­ar
  • 1 ½ msk. ferskt rós­marín, saxað
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar

Aðferð:

  1. Setjið sinn­ep, ólífu­olíu, sojasósu, sítr­ónusafa, rós­marín og svart­an pip­ar sam­an í krukku eða ílát sem hent­ar und­ir töfra­sprota.
  2. Blandið allt vand­lega sam­an með töfra­sprota þannig að áferðin minni á maj­ónessósu.
  3. Skolið og þerrið lærið. Skerið um­fram­fitu af lær­inu.
  4. Takið 2 mat­skeiðar af marín­er­ing­unni fyr­ir sós­una og smyrjið rest­inni af henni á lærið og látið marín­er­ast í að minnsta kosti 2-3 tíma eða jafn­vel yfir nótt.
  5. Hitið ofn­inn í 175°C og stingið kjöt­hita­mæli í þykk­asta hlut­ann.
  6. Bakið lærið í ofn­in­um þar til kjarn­hiti nær 68°C sem er miðlungs­steikt.
  7. Takið það þá út og látið það hvíla í um það bil 15 mín­út­ur áður en það er skorið svo það fái að jafna sig.

Kart­öflugratín

  • Ólífu­olía
  • 8 meðal­stór­ar kart­öfl­ur
  • ½ sæt kart­afla
  • 2 stór­ar gul­ræt­ur
  • 1 lauk­ur, meðal­stór
  • 2 hvít­lauksrif
  • 1 Dala Höfðingi, skor­inn þvert í sneiðar
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar
  • 1 tsk. þurrkað timí­an
  • 2 tsk. þurrkuð stein­selja
  • 200 ml græn­met­is­soð
  • 100 ml nýmjólk
  • 250 ml rjómi
  • Rif­inn ost­ur, magn eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C blást­ur.
  2. Penslið steypu­járn­spönnu eða eld­fast mót með ólífu­olíu.
  3. Skerið kart­öfl­ur, sætu kart­öfl­una og gul­ræt­ur í þunn­ar sneiðar.
  4. Ef þið eigið mandó­lín er gott að nota það.
  5. Skerið Dala Höfðingja í sneiðar.
  6. Saxið lauk­inn í mátu­lega bita og saxið hvít­lauk­inn smátt.
  7. Setjið græn­metið í skál og dreifið ör­litlu af ólífu­olíu yfir, um það bil hálfri mat­skeið.
  8. Kryddið græn­metið og veltið í skál­inni, gott er að nota tvær skeiðar til að hjálpa til við verkið.
  9. Raðið græn­met­inu sitt á hvað á pönn­una og stingið ostsneið inn á milli með pass­legu milli­bili.
  10. Passið að lauk­ur­inn fari líka með græn­met­inu og stráið svo rest­inni af hon­um úr skál­inni yfir græn­metið.
  11. Blandið sam­an græn­met­is­soði, mjólk og rjóma og hellið yfir græn­metið. Hyljið pönn­una eða fatið með álp­app­ír.
  12. Bakið gratínið í 50 mín­út­ur.
  13. Takið þá gratínið út, stráið osti yfir og bakið áfram í 10-15 mín­út­ur.
  14. Gratínið er til­búið þegar græn­metið er mjúkt í gegn og ost­ur­inn orðinn gyllt­ur og fal­leg­ur.

Sinn­epsrjómasósa

  • 1 msk. smjör
  • 1/​2 lauk­ur, smátt saxaður
  • 300 ml. lamba­soð (vatn sem soðið var upp í ílát­inu af lamb­inu en má einnig vera vatn og ten­ing­ur)
  • Smá­veg­is af mar­in­er­ing­unni, um 2-3 tsk.
  • 1 tsk. sojasósa
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 250 ml. rjómi
  • Sósu­jafn­ari
  • Sósulit­ur ef vill

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið í potti og setjið lauk­inn út í.
  2. Steikið lauk­inn þar til hann er far­inn að gyll­ast, gott er að nota frek­ar væg­ari hita svo lauk­ur­inn brenni ekki.
  3. Setjið soð sam­an við ásamt mar­in­er­ingu og sojasósu. Völlu finnst gott að setja 1 tsk. í einu af marín­er­ing­unni og smakka til.
  4. Sjóðið niður soðið um 1/​3.
  5. Bætið við salti og pip­ar eft­ir smekk og setjið smá­veg­is af sósu­jafn­ara og sósulit ef þið viljið fá sós­una þykk­ari og dekkri, þessu má þó al­veg sleppa.
  6. Berið sós­una fram með lamba­lær­inu og græn­met­is­gratín­inu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert