Sviptir hulunni af besta og fallegasta kokteilnum

Pétur Kolka, yfirbarþjónn og vaktstjóri veitingastaðarins OTO vann til verðlauna …
Pétur Kolka, yfirbarþjónn og vaktstjóri veitingastaðarins OTO vann til verðlauna fyrir besta kokteilinn og fallegustu skreytinguna á Íslandsmeistaramóti barþjóna á dögunum. mbl.is/Eyþór

Pét­ur Kolka, yf­ir­barþjónn og vakt­stjóri veit­ingastaðar­ins OTO sem er staðsett­ur við Hverf­is­götu 44 í miðborg­inni, vann til verðlauna fyr­ir besta kokteil­inn og fal­leg­ustu skreyt­ing­una á Íslands­meist­ara­móti barþjóna sem haldið var í byrj­un apríl með pomp og prakt í Hörpu.

Sig­ur­kokteil­inn ber heitið Negroni della Vita og í kjöl­farið lenti Pét­ur í 2. sæti á mót­inu sem er stór­glæsi­leg­ur ár­ang­ur.

Gullfallegur kokteill, Negroni della Vita.
Gull­fal­leg­ur kokteill, Negroni della Vita. mbl.is/​Eyþór

Hann hef­ur búið og þróaði kokteila- og drykkj­ar­seðil veit­ingastaðar­ins OTO sem fagn­ar ein­mitt 2 ára af­mæli í dag, miðviku­dag­inn 23. apríl. Kokteill­inn er kom­inn á vín­seðil­inn í til­efni þessa og nú geta gest­ir staðar­ins notið þess að prýða hann aug­um og smakka.

Kokteillinn er hrærður, ekki hristur.
Kokteill­inn er hrærður, ekki hrist­ur. mbl.is/​Eyþór
Pétur kann sig fag og heillar ávallt gestina með sína …
Pét­ur kann sig fag og heill­ar ávallt gest­ina með sína út­geisl­un og fal­legu fram­komu á barn­um. mbl.is/​Eyþór


Fersk, blóm­leg og sítrus­kennd út­gáfa

„Negroni della Vita er fersk, blóm­leg og sítrus­kennd út­gáfa af hinum sí­vin­sæla klass­íska kokteil Negroni. Íslenska sum­arið er inn­blást­ur drykkj­ar­ins, þar sem við get­um verið með skýjaða, bitra rign­inga­daga, sem end­ur­spegl­ast í Camp­ari og sæta vermút­in­um í drykkn­um.

En síðan fáum við líka þessa sól­ríku æðis­legu sum­ar­daga og fyr­ir þá erum við með sætt jarðarberja-gin, kirsu­berja­blóma-vermút og bergamot lí­kjör. Sam­an ger­ir þetta frá­bæra bit­ur­sæta blöndu sem minn­ir á ís­lenskt sum­ar. Nafnið Negroni della Vita er dregið úr ít­ölsku og þýðir Negroni lífs­ins,“ seg­ir Pét­ur þegar hann er beðinn að lýsa drykkn­um og inn­blæstr­in­um.

Pétur sviptir huluinn af verðlaunadrykknum svo lesendur geta leikið listina …
Pét­ur svipt­ir hulu­inn af verðlauna­drykkn­um svo les­end­ur geta leikið list­ina heima og töfrað fram þeim fal­lega og fag­ur­lega skreytta kokteil. mbl.is/​Eyþór

Sviptir hulunni af besta og fallegasta kokteilnum

Vista Prenta

Negroni della Vita

  • 20 ml Beefea­ter Pink Straw­berry
  • 20 ml Camp­ari
  • 10 ml Italicus bergamot liqu­e­ur
  • 10 ml Antica Formula sweet vermouth
  • 5 ml Manc­ino sak­ura vermouth

Aðferð:

  1. Blandið öll­um hrá­efn­un­um sam­an í hræriglas.
  2. Hrærið sam­an með klaka og síið í glas við hæfi.
  3. Skreytið með sítr­ónu­börk á list­ræn­an hátt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert