Hin klassíska peruterta er komin í sumarbúninginn

Árni Þorvarðarson bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í …
Árni Þorvarðarson bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi er búinn að fullkomna sumarkökuna í ár, hina klassísku perutertu, með glæsilegri útkomu. mbl.is/Eyþór

Sum­ar kök­ur bera með sér ákveðna nostal­g­íu, minn­ing­ar um sunnu­dagskaffi, veisl­ur í bernsku eða heima­bakaðan eft­ir­rétt sem fékk alltaf hrós. Þessi peru­terta er ein af þeim og pass­ar ákaf­lega vel með kaff­inu til að fagna sumr­inu, hvort sem það er í dag, sum­ar­dag­inn fyrsta eða um helg­ina.

Létt­ir, mjúk­ir botn­ar, rjóma­kennt súkkulaðikrem og safa­rík­ar per­ur, allt klætt í fal­legu súkkulaðihreiðri sem ger­ir hana ein­stak­lega til­komu­mikla á borði. Hún hent­ar bæði í spa­ritil­efni og sem gleðibiti við venju­legt kaffi­borð. Hún er ein­föld í gerð, en út­kom­an lít­ur út fyr­ir að hafa tekið miklu meiri tíma.

Bak­ara­meist­ar­inn og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi, Árni Þor­varðar­son, á heiður­inn af þess­ari upp­skrift og hjartað réð för þegar hann skreytti hana fyr­ir mynda­tök­una.

Hin klassíska peruterta komin í sumarbúninginn þar sem fuglarnir eru …
Hin klass­íska peru­terta kom­in í sum­ar­bún­ing­inn þar sem fugl­arn­ir eru í hreiður­gerð. mbl.is/​Eyþór

Sam­ein­ar það besta

„Þessi kaka sam­ein­ar það besta úr göml­um upp­skrift­um og nú­tíma­legra út­liti – mjúk áferð, djúpt súkkulaðibragð og fersk­leiki frá per­un­um sem létt­ir allt upp. Hún vek­ur bæði eft­ir­vænt­ingu og ánægju þegar hún er bor­in fram, og það er eitt­hvað sér­stak­lega töfr­andi við hvernig ein­föld hrá­efni geta orðið að svona glæsi­legri tertu. Hvort sem þú bak­ar hana fyr­ir veislu, fjöl­skyldu­boð eða bara til að gera dag­inn betri – þá er þetta upp­skrift sem mun gleðja í hvert sinn,“ seg­ir Árni þegar hann lýs­ir sinni upp­lif­un þegar hann bak­ar þessa köku og ber hana fram.

Árni Þorvarðarson ætlar að fagna sumrinu með þessari dýrðlegu perutertu …
Árni Þor­varðar­son ætl­ar að fagna sumr­inu með þess­ari dýrðlegu peru­tertu sem bráðnar í munni. mbl.is/​Eyþór

Hin klassíska peruterta er komin í sumarbúninginn

Vista Prenta

Gam­aldags peru­terta með súkkulaðirjóma og hreiðri

Botn­ar

  • 4 egg (238 g)
  • ¾ bolli syk­ur (178 g)
  • ⅔ bolli hveiti (89 g)
  • ⅔ bolli kart­öfl­umjöl (89 g)
  • 1½ tsk lyfti­duft (6 g)

Aðferð:

  1. Þeytið egg og syk­ur sam­an þar til bland­an verður létt og ljós, ca. 5–7 mín­út­ur.
  2. Sigtið hveiti, kart­öfl­umjöl og lyfti­duft sam­an og blandið var­lega sam­an við eggja­blönd­una með sleif.
  3. Skiptið deig­inu í tvö hring­laga form (20–22 cm) og bakið við 175°C í 18–20 mín­út­ur eða þar til botn­arn­ir eru gyllt­ir og bakaðir í gegn.
  4. Kælið botn­ana al­veg áður en þeir eru notaðir.

Krem og fyll­ing

  • 150 g suðusúkkulaði
  • 5 eggj­ar­auður
  • 5 msk. flór­syk­ur
  • 4 dl rjómi
  • 1 dós per­ur (í sneiðum, vel af­sigtaðar)

Aðferð:

  1. Bræðið suðusúkkulaðið var­lega yfir vatnsbaði eða í ör­bylgju­ofni.
  2. Þeytið rjóma þar til hann er stíf­ur.
  3. Í ann­arri skál, þeytið sam­an eggj­ar­auður og flór­syk­ur þar til létt og ljós blanda mynd­ast.
  4. Blandið bræddu súkkulaði var­lega sam­an við eggja­blönd­una.
  5. Að lok­um er rjóm­inn lagður var­lega sam­an við til að mynda létt og loft­kennt krem.

Sam­setn­ing og skreyt­ing

  1. 100 g brætt spraut­ar yfir skál fulla af klök­um. Þegar súkkulaði hef­ur harðnað takið upp og setjið á kök­una.
  2. Lít­il súkkulaðiegg eða annað skraut að eig­in vali.

Sam­setn­ing:

  1. Leggið ann­an botn­inn á kökudisk. Bleytið með saf­an­um af per­un­um. Smyrjið góðu lagi af súkkulaðirjómakremi yfir og dreifið perusneiðum jafnt yfir.
  2. Setjið hinn botn­inn ofan á og smyrjið rest­inni af krem­inu yfir og á hliðarn­ar.
  3. Leggið per­ur yfir áður kant­in­um er lokað með rósam­ynstri.
  4. Skreytið með súkkulaðieggj­um og súkkulaðihreiðrinu eins og ykk­ur finnst koma best út.
  5. Berið fram og njótið með ykk­ar besta fólki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert