Það er ekki úr vegi að taka saman nokkrar af okkar bestu hamborgarauppskriftum í tilefni þess að sumardagurinn fyrsti er runninn upp í allri sinni dýrð. Hér eru bestu hamborgarar matarvefsins á einum stað sem vert er að prófa og slá í gegn í næstu grillaveislu.
Kolagrillaði osta- og beikonfyllti hamborgarinn hennar Hrefnu lítur vel út. Löðrandi japanska majódressingin og grænmetið fær líka að njóta sín.
Sælkeraborgarinn hans Jafets landsliðskokks með spældu eggi og heimagerðri lauksultu.
Hér erum við með dýrindis lúxusborgara sem búið er að toppa með osti. Það er þó enginn venjulegur ostur heldur sneið af Dala-hring.
Hamborgarinn hans Huga landsliðskokks er hinn girnilegasti með bræddri ostablöndu, beikonsultu, pikkluðum rauðlauk, steiktum sveppum og chipotle-sósu.
Lúxushamborgarinn hans Bjarka landsliðskokks er rosalegur en lokahnikkurinn er að setja Foie gras ofan brauðlokið.
Kristín Birta landsliðskokkur sló í gegn með þessum sælkeraborgara með parmaskinku, sterkum osti og chimmichurri.
Ómótstæðilegur kolagrillaður hamborgari með bræddum ostsneiðum, rauðlaukssultu, trufflumajó, salatblaði, steiktri pancettu, pikklaðri gúrku og tómatsneiðum er uppáhalds hjá fyrirliða íslenska kokkalandsliðisins, Snædísi Jónsdóttur.
Guðdómlegur BBQ-hamborgari með grilluðum ananas og heimagerðri BBQ-sósu er uppáhaldshamborgarinn hennar Ólafar, betur þekkt sem eftirréttadrottning okkar landsmanna. Borgarann ber hún fram með alvöru frönskum og mísó-majónesi.
Snorri Guðmundsson matgæðingur með meiru hefur sannað að kimchi og beikon eru bestu vinir og er algjör bragðbomba á þessum hamborgara. Hann er spæsí, saltur og smá fönkí.