Vinsælustu hamborgarnir fyrir sumargrillið

Fátt er betra á grillið en girnilegur hamborgari á sumardaginn …
Fátt er betra á grillið en girnilegur hamborgari á sumardaginn fyrsta. Hér er að finna nokkrar af vinsælustu hamborgarauppskriftunum sem hafa slegið í gegn á vefnum. Ljósmynd/Unsplash

Það er ekki úr vegi að taka sam­an nokkr­ar af okk­ar bestu ham­borg­ar­a­upp­skrift­um í til­efni þess að sum­ar­dag­ur­inn fyrsti er runn­inn upp í allri sinni dýrð. Hér eru bestu ham­borg­ar­ar mat­ar­vefs­ins á ein­um stað sem vert er að prófa og slá í gegn í næstu grilla­veislu.

Kola­grillaði osta- og bei­kon­fyllti ham­borg­ar­inn henn­ar Hrefnu lít­ur vel út. Löðrandi jap­anska maj­ódress­ing­in og græn­metið fær líka að njóta sín.

Sæl­kera­borg­ar­inn hans Jafets landsliðskokks með spældu eggi og heima­gerðri lauksultu.

Hér erum við með dýr­ind­is lúx­us­borg­ara sem búið er að toppa með osti. Það er þó eng­inn venju­leg­ur ost­ur held­ur sneið af Dala-hring.

Ham­borg­ar­inn hans Huga landsliðskokks er hinn girni­leg­asti með bræddri osta­blöndu, beikonsultu, pikkluðum rauðlauk, steikt­um svepp­um og chipotle-sósu.

Lúx­us­ham­borg­ar­inn hans Bjarka landsliðskokks er rosa­leg­ur en loka­hnikk­ur­inn er að setja Foie gras ofan brauðlokið. 

Krist­ín Birta landsliðskokk­ur sló í gegn með þess­um sæl­kera­borg­ara með parma­skinku, sterk­um osti og chimmichurri.

Ómót­stæðileg­ur kola­grillaður ham­borg­ari með brædd­um ostsneiðum, rauðlaukssultu, trufflu­majó, sal­at­blaði, steiktri pancettu, pikklaðri gúrku og tóm­atsneiðum er upp­á­halds hjá fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðis­ins, Snæ­dísi Jóns­dótt­ur.

Guðdóm­leg­ur BBQ-ham­borg­ari með grilluðum an­an­as og heima­gerðri BBQ-sósu er upp­á­halds­ham­borg­ar­inn henn­ar Ólaf­ar, bet­ur þekkt sem eft­ir­rétta­drottn­ing okk­ar lands­manna. Borg­ar­ann ber hún fram með al­vöru frönsk­um og mísó-maj­ónesi. 

Snorri Guðmunds­son mat­gæðing­ur með meiru hef­ur sannað að kimchi og bei­kon eru bestu vin­ir og er al­gjör bragðbomba á þess­um ham­borg­ara. Hann er spæsí, salt­ur og smá fönkí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert