Alþjóðlegi Diskósúpudagurinn haldinn á þremur stöðum á landinu

Dóra Svavarsdóttir, eigandi og matreiðslumeistari Culina, er formaður Slow Food-samtakanna …
Dóra Svavarsdóttir, eigandi og matreiðslumeistari Culina, er formaður Slow Food-samtakanna á Íslandi. Samsett mynd

Alþjóðlegi Diskósúpu­dag­ur­inn er um helg­ina; þá út­búa Slow Food-sam­tök­in um all­an heim súp­ur úr hrá­efni sem hefði átt að henda ein­hverra hluta vegna og gefa gest­um og gang­andi. Slow Food-sam­tök­in á Íslandi taka þátt og verða með þrjá viðburði á þrem­ur stöðum á land­inu að því fram kem­ur í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um. Dóra Svavars­dótt­ir, eig­andi og mat­reiðslu­meist­ari Cul­ina, er formaður Slow Food-sam­tak­anna á Íslandi.

Dískósúpudagurinn var haldin í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík í fyrra þar …
Dí­skósúpu­dag­ur­inn var hald­in í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík í fyrra þar sem fjöl­marg­ir lögðu leið sína til að njóta súp­unn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Viðburðirn­ir verða haldn­ir á eft­ir­töld­um stöðum:

  • Stór­hól í Skagaf­irði, Rúna­list Galle­rí, laug­ar­dag­inn 26. apríl frá klukk­an 12:00 – 15:00, sjá nán­ar hér. Einnig verður líka boðið upp á kynn­ing­ar á vör­um smáfram­leiðenda á svæðinu og tæki­færi til að hitta ný­fædda kiðlinga og hvolpa.
  • Reyk­holti í Blá­skóga­byggð, laug­ar­dag­inn 26. apríl, frá klukk­an 11:00 – 17:00, sjá nán­ar hér. Viðburður­inn er hald­inn í sam­starfi við Social Cof­fee og Stóra Plokk Dag­inn og boðið verður upp á rjúk­andi heita Diskósúpu sem er verðskulduð verðlaun fyr­ir að koma og hjálpa til við að snyrta um­hverfið.
  • Reykja­vík, Jafna­seli í Breiðholti, sunnu­dag­inn 27. apríl frá klukk­an 11:30 – 13:00, sjá nán­ar hér. Viðburður­inn er í sam­starfi við skipu­leggj­end­ur að Stóra Plokk Deg­in­um og verður í tengsl­um við setn­ingu á hon­um.

Fyrsti viðburður­inn var hald­inn í Berlín árið 2012

Fyrsti Diskósúpu viðburður­inn var í Berlín árið 2012. Hópi ung­menna inn­an Slow Food-sam­tak­anna blöskraði magnið af mat sem var að fara í ruslið. Þau söfnuðu sam­an hrá­efni, settu upp eld­un­araðstöðu í gam­alli vöru­skemmu og svo var skellt í eitt frá­bært eld­húspartý. Plötu­snúðar héldu uppi stuðinu og hóp­ur sjálf­boðaliða skrældi og skar og allt fór þetta í stóra súpupotta. Úr þessu varð til súpa fyr­ir 8000 manns.

Síðan þá hef­ur Diskósúp­an slegið í gegn um heim all­an sem bragðgóður og spenn­andi viðburður til að vekja at­hygli á því mikla vanda­máli sem mat­ar­sóun er. Um þriðjung­ur allra mat­væla fer til spill­is. Mik­il vit­und­ar­vakn­ing hef­ur verið und­an­far­in ár, en því miður sýna rann­sókn­ir að við höf­um alltof litlu breytt. Mat­ar­sóun ein og sér er tal­in bera ábyrgð á los­un 8 – 10% allra gróður­húsaloft­teg­unda. Auk þess sem hún eyk­ur álag á fram­leiðslu­kerfi okk­ar, henni fylg­ir vatns­sóun og orku­sóun og eins eyk­ur hún á mis­skipt­ingu í heim­in­um.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert