Alþjóðlegi Diskósúpudagurinn er um helgina; þá útbúa Slow Food-samtökin um allan heim súpur úr hráefni sem hefði átt að henda einhverra hluta vegna og gefa gestum og gangandi. Slow Food-samtökin á Íslandi taka þátt og verða með þrjá viðburði á þremur stöðum á landinu að því fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Dóra Svavarsdóttir, eigandi og matreiðslumeistari Culina, er formaður Slow Food-samtakanna á Íslandi.
Viðburðirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
Fyrsti Diskósúpu viðburðurinn var í Berlín árið 2012. Hópi ungmenna innan Slow Food-samtakanna blöskraði magnið af mat sem var að fara í ruslið. Þau söfnuðu saman hráefni, settu upp eldunaraðstöðu í gamalli vöruskemmu og svo var skellt í eitt frábært eldhúspartý. Plötusnúðar héldu uppi stuðinu og hópur sjálfboðaliða skrældi og skar og allt fór þetta í stóra súpupotta. Úr þessu varð til súpa fyrir 8000 manns.
Síðan þá hefur Diskósúpan slegið í gegn um heim allan sem bragðgóður og spennandi viðburður til að vekja athygli á því mikla vandamáli sem matarsóun er. Um þriðjungur allra matvæla fer til spillis. Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarin ár, en því miður sýna rannsóknir að við höfum alltof litlu breytt. Matarsóun ein og sér er talin bera ábyrgð á losun 8 – 10% allra gróðurhúsalofttegunda. Auk þess sem hún eykur álag á framleiðslukerfi okkar, henni fylgir vatnssóun og orkusóun og eins eykur hún á misskiptingu í heiminum.