Próteinríkt pastasalat úr smiðju Helgu Möggu sem steinliggur

Þetta pastasalat lítur vel út og er bæði bragðgott og …
Þetta pastasalat lítur vel út og er bæði bragðgott og próteinríkt. Ljósmynd/Helga Magga

Ef ykk­ur lang­ar í prótein­ríka máltíð sem gleður bragðlauk­ana er vel hægt að mæla með þessu dá­sam­lega pasta­sal­ati sem kem­ur úr smiðju Helgu Möggu heil­su­markþjálfa og sam­fé­lags­miðla­stjörnu.

Græn­metið í sal­at­inu er ekki heil­agt, það má sleppa því sem þið eigið ekki til eða nota það sem ykk­ur finnst best. Þetta sal­at er líka ein­stak­lega sniðugt til að hafa með sér í nesti.

Próteinríkt pastasalat úr smiðju Helgu Möggu sem steinliggur

Vista Prenta

Prótein­ríkt pasta­sal­at Helgu Möggu

  • 2 dós­ir tún­fisk­ur í vatni (vatn­inu hellt af)
  • 350 g pasta­skrúf­ur (ósoðin þyngd)
  • 2 dós­ir 10% sýrður rjómi 
  • 3 msk. dijon-sinn­ep
  • Sítr­ónusafi úr hálfri sítr­ónu
  • Hálf gúrka
  • 1 paprika
  • 1 rauðlauk­ur
  • 120 g ólíf­ur
  • Salt, pip­ar og hvít­lauks­duft, 1 tsk. af hverju

Aðferð:

  1. Þið byrjið á því að blanda sýrða rjóm­an­um, dijon-sinn­ep­inu, sítr­ónusaf­an­um og krydd­inu sam­an í skál.
  2. Síðan er lag að sjóða pastað eft­ir leiðbein­ing­um í um 10-12 mín­út­ur.
  3. Blandið síðan tún­fiskn­um sam­an við sós­una í skál­inni, skerið niður græn­metið í litla bita og blandið út í skál­ina.
  4. Kælið pastað ör­lítið áður en þið blandið því sam­an við.
  5. Það er hægt að bera sal­atið fram strax eða gera það áður og geyma í kæli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert