Sameina krafta sína í að valdefla konur

Maríanna Pálsdóttir og Elísabet Reynisdóttir leiða saman krafta sína, þekkingu, …
Maríanna Pálsdóttir og Elísabet Reynisdóttir leiða saman krafta sína, þekkingu, lausnir og orku til að valdefla aðrar konur. Ljósmynd/Eyþór Arnar Ingvarsson

Marí­anna Páls­dótt­ir og Elísa­bet Reyn­is­dótt­ir sam­eina krafta sína og ætla að standa fyr­ir nám­skeiði sem ber yf­ir­skrift­ina Nærvit­und. Í nám­skeiðinu er hugað að nær­ingu, hreyf­ingu, hleðslu og slök­un fyr- ir lík­ama og sál. Þær leggja upp úr því að bjóða upp á mat­seðla sem næra sál­ina og veita húðinni ljóma. 

Mark­miðið er að hver og ein nái að vera besta út­kom­an af sjálfri sér og nái þess­ari út­geisl­un og ljóma. Báðar eiga þær erfitt ár að baki og vita hversu mik­il­vægt það er að huga að lík­ama og sál til að auka orku og út­geisl­un sína.

Nýtt heilsu­set­ur við sjáv­ar­síðuna á Seltjarn­ar­nesi

Marí­anna er eig­andi UMI studio sem er nýtt heilsu­set­ur við sjáv­ar­síðuna á Seltjarn­ar­nesi þar sem út­sýnið fang­ar augað. Þar eru í boði hreyfi­tím­ar eins og pila­tes, jóga, band­vefs­los­un og styrk­ur svo fátt sé nefnt en þar er einnig snyrti- og nudd­stofa. Marí­anna átti og rak Snyrti­stofu Reykja­vík­ur um langt skeið en þegar hún ákvað að flytja á Seltjarn­ar­nesið breytti hún um stefnu og bætti við sig jóga­kenn­ara­rétt­ind­um, opnaði stúd­íó og lét draum sinn ræt­ast um að opna heilsu­set­ur þar sem hreyf­ing og vellíðan sam­ein­ast á fal­leg­an og upp­byggj­andi hátt.

Eitt af því sem er lyk­il­atriði til að ná sem best­um ár­angri þegar hreyf­ing og vellíðan er ann­ars veg­ar er að nær­ast rétt. Það veit Elísa­bet, sem alla jafna er kölluð Beta Reyn­is, og legg­ur mikla áherslu á það og hef­ur verið að veita ráðgjöf um nær­ingu. Nám­skeiðið hjá þeim stöll­um mun fara fram í UMI studio á Nes­inu.

Rómantík og dulúð ríkir í nýja heilsusetrinu hennar Maríönnu sem …
Róm­an­tík og dulúð rík­ir í nýja heilsu­setr­inu henn­ar Maríönnu sem er við sjáv­ar­síðuna á Seltjarn­ar­nesi þar sem Esj­an skart­ar sínu feg­ursta. Ljós­mynd/​Eyþór Arn­ar Ingvars­son

Veikt­ist al­var­lega af tauga­sjúk­dómi

Beta er nær­ing­ar­fræðing­ur en hún menntaði sig fyrst sem nær­ing­arþerap­isti og fór síðan í nám í Há­skóla Íslands í nær­ing­ar­fræði og síðan áfram í meist­ara­nám.

„Ástæðan fyr­ir þessu öllu er að fyr­ir rúm­lega 20 árum veikt­ist ég al­var­lega af tauga­sjúk­dómi og þegar ég var á þriðja ári í bata­ferl­inu fann ég að ég þurfti að fá eitt­hvað annað í líf mitt en ég hafði verið að gera. Ég var alltaf að bíða eft­ir því að fá heils­una og líf mitt aft­ur og það var í raun ekki að ganga upp. Til að hefja bata­ferlið fyr­ir al­vöru ákvað ég að venda kvæði mínu kross og stökkva í nám í nær­ing­arþerapíu.

Með því hófst and­leg og lík­am­leg úr­vinnsla á þrem­ur árum sem gaf mér aft­ur krafta til að tak­ast á við lífið, finna ham­ingj­una og ork­an kom smám sam­an aft­ur til baka. Allt annað lagaðist með þess­ari vinnu sem skól­inn krafðist líka að við iðkuðum sjálf­ar. Eft­ir út­skrift lá leiðin beint í Há­skóla Íslands þar sem ég ætlaði aðeins að dýpka þekk­ing­una en sjö árum síðar var ég kom­in með meist­ara­gráðu í nær­ing­ar­fræði, hvorki meira né minna,“ seg­ir Beta og bros­ir.

„Ég vissi ávallt hvað mig langaði að gera en það var að vera heild­rænn ráðgjafi og ég hef starfað sem slík­ur eft­ir út­skrift. Ég er því að nýta vel það sem ég hef lært og upp­lifað og lagt mig fram við að leiðbeina öðrum, sem hef­ur gefið mér mikið,“ seg­ir Beta ein­læg og um leið full þakk­læt­is fyr­ir það sem þessi þekk­ing hef­ur gefið henni sem per­sónu.

Ekk­ert meira gef­andi en að aðstoða aðra

Örlög­in leiddu síðan Betu og Maríönnu sam­an og úr var þetta nær­andi nám­skeið, Nærvit­und.

„Við kynnt­umst þegar við báðar vor­um að vinna í and­leg­um mál­um og náðum sam­an eins og góðir sálu­fé­lag­ar. Þar með hófst vin­konustuðning­ur okk­ar hvor við aðra og hef­ur verið síðan,“ seg­ir Beta.

„Þar sem ég var að opna þetta fal­lega heilsu­set­ur bað ég Betu að koma hér inn og vera með ráðgjöf og þegar við vor­um að ræða það fædd­ist þessi góða hug­mynd að hanna og þróa nám­skeið sam­an. Við höf­um báðar átt erfitt ár að baki og þar sem við sát­um þarna sam­an og styrkt­um hvor aðra fannst okk­ur þetta vera rétta leiðin til að leiða sam­an krafta okk­ar, þekk­ingu, lausn­ir og orku til að vald­efla aðrar kon­ur. Það er ekk­ert meira gef­andi en að geta aðstoðað aðra við að efla sig, auka vellíðan, getu og orku til að tak­ast á við lífið. Okk­ur finnst þetta svo rétt og það er eins og þetta hafi átt að ger­ast, þetta sé tím­inn,“ seg­ir Marí­anna með hlýju og alúð.

„Ég gæti ekki verið meira sam­mála, ég hef verið með nám­skeið sem er 30 og 7 daga matar­pró­gramm og þetta er frá­bær viðbót við þá flóru. Þetta er heild­ræn nálg­un til að ná sem best­um ár­angri, það er eitt­hvað svo rétt við þetta. Ég hef verið að æfa í UMI og hér líður mér vel. Þetta er vellíðun­ar­set­ur og sam­fé­lag í ein­um pakka og ég hlakka til að hefja þessa sam­vinnu og byrja með nær­ing­ar­ráðgjöf á þess­um fal­lega stað sem veit­ir mér inn­blást­ur,“ bæt­ir Beta við.

Áhersla á út­geisl­un, vellíðan og aukna orku

„Á nám­skeiðinu leggj­um við áherslu á út­geisl­un, vellíðan og að auka orku þátt­tak­enda. Það er byggt á þrem­ur vik­um með matar­pró­grammi og inni í því er þriggja daga hreins­un sem við tök­um í ann­arri viku. Við mun­um hitt­ast hér í UMI stúd­íói tvisvar í viku í um það bil eina og hálfa klukku­stund í senn. Þá mun­um við keyra á lík­ams­rækt, fræðslu, sjálfs­rækt og hvernig við til­eink­um okk­ur nýtt upp­haf og nýj­an lífs­stíl með mark­miðssetn­ingu. Síðan er það djúpslök­un­in sem skipt­ir líka miklu máli,“ seg­ir Beta þegar hún er spurð út í nám­skeiðið.

„Þetta er al­veg nýtt nám­skeið með nýrri nálg­un og við mun­um iðka alla þessa þætti í 21 dag og von­andi áfram inn í framtíðina. Þá er mark­miðinu náð. Við hlökk­um mikið til að taka á móti góðum hópi kvenna sem eru að byrja á fyrsta nám­skeiðinu í byrj­un maí og gefa þeim og okk­ur góða byrj­un inn í sum­arið,“ bæt­ir Marí­anna við full til­hlökk­un­ar.

Marí­anna mun til að mynda vera með fyr­ir­lest­ur um um­hirðu húðar­inn­ar og fjalla um mik­il­vægi þess að velja rétt­ar húðvör­ur og hvað ætti að var­ast. Eitt af því sem skipt­ir líka máli þegar kem­ur að um­hirðu húðar­inn­ar er hvað við borðum og drekk­um. Með réttu mataræði er hægt að ná fal­leg­um ljóma.

Súpa sem nær­ir sál­ina

Marí­anna og Beta gefa les­end­um upp­skrift að heilsu­efl­andi og bragðgóðri súpu sem lýs­ir vel sam­bandi þeirra við góða nær­ingu sem gleður bæði lík­ama og sál. „Þetta er súpa sem nær­ir sál­ina,“ seg­ir Beta að lok­um.

Fyr­ir áhuga­sama má finna all­ar upp­lýs­ing­ar um nám­skeiðið á heimasíðu Umi hér eða á heimasíðu Betu Reyn­is hér..

Þessi grænmetissúpa er með sellerírót, graskeri og sætri kartöflu. Hún …
Þessi græn­met­is­súpa er með sell­e­rírót, graskeri og sætri kart­öflu. Hún er kremuð í áferð og sögð afar góð fyr­ir sál­ina. Ljós­mynd/​Eyþór Arn­ar Ingvars­son

Sameina krafta sína í að valdefla konur

Vista Prenta

Græn­met­is­súpa með sell­e­rírót, graskeri og sætri kart­öflu

  • 1 sell­e­rírót
  • 1 grasker (butt­ernut squash)
  • 1 sæt kart­afla
  • 1-2 stk. græn­metisten­ing­ar (fer eft­ir magni græn­met­is)
  • 1-2 boll­ar rjómi (fer eft­ir magni græn­met­is)
  • salt og svart­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið græn­metið í eld­fast mót eða ofn­plötu og bakið við 190°C í 1 klukku­stund.
  2. Látið græn­metið kólna, fjar­lægið síðan hýðið og skerið græn­metið í bita.
  3. Setjið í pott og hitið í vatni ásamt súpu­ten­ingi og kryddi.
  4. Látið malla þar til græn­metið er orðið nógu mjúkt til að nota töfra­sprota eða setja í bland­ara.
  5. Bætið rjóm­an­um út í og hitið súp­una í 2-3 mín­út­ur í viðbót.
  6. Beta mæl­ir með til að krydda upp á súp­una að setja þeytt­an rjóma og chili­f­lög­ur eft­ir smekk yfir súpu­skál­ina þegar súp­an er bor­in fram.
  7. Þessi súpa er töfr­um lík­ust þegar þess­ar þrjár teg­und­ir af græn­meti koma sam­an.
  8. Kremuð, bragðgóð og auðvelt að gera hana.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert