Gull í fartneskinu eftir frækilegan sigur í Norrænu keppninni

Silvia Louise Einarsdóttir frá Michelin-stjörnuveitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu og …
Silvia Louise Einarsdóttir frá Michelin-stjörnuveitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu og Tristan Tómasson Manoury frá Matarkjallaranum, komu, sáu og sigruðu Norrænu nemakeppnina í ár, Hér eru þau ásamt þjálfarann sinn Finn Gauta Vilhelmsson. Ljósmynd/Aðsend

Íslensku fram­reiðslu­nem­arn­ir, Sil­via Louise Ein­ars­dótt­ir frá Michel­in-stjörnu­veit­ingastaðnum Moss í Bláa Lón­inu og Trist­an Tóm­as­son Manoury frá Mat­ar­kjall­ar­an­um, komu, sáu og sigruðu Nor­rænu nem­a­keppn­ina sem fram fór í verk­mennta­skól­an­um Col­l­e­ge 360 í Silki­borg í Dan­mörku. Úrslit­in voru kunn­gjörð í gær, þann 25. apríl síðastliðinn, en keppn­in fór fram dag­ana 24. og 25. apríl.

Kepptu í fram­reiðslu og mat­reiðslu

Í keppn­ina fóru tveir kepp­end­ur í fram­reiðslu og tveir í mat­reiðslu sem kepptu sam­an sem lið. Íslensku liðin lögðu mjög hart að sér við æf­ing­ar und­an­farn­ar vik­ur og stóðu sig framúrsk­ar­andi vel. Mat­reiðslu­nem­arn­ir Sindri Hrafn Rún­ars­son frá veit­ingastaðnum Mon­keys og Mar­lís Jóna Þór­unn Karls­dótt­ir frá Grand Hót­el kepptu í mat­reiðslu með góðum ár­angri. Þjálf­ari fram­reiðslu­nem­anna var Finn­ur Gauti Vil­helms­son og þjálf­ari mat­reiðslu­nem­anna var Jakob Zari­oh Sifjar­son Bald­vins­son.

Sigrinum var ákaft fagnað enda tilefni til. Gull til Íslands …
Sigr­in­um var ákaft fagnað enda til­efni til. Gull til Íslands hjá fram­reiðslu­nem­um sem er mik­il hvatn­ing fyr­ir fag­stétt­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

„Til­finn­ing sem ég hef aldrei fundið fyr­ir áður“

Íslensku kepp­end­urn­ir eru því á leið heim með gull­verðlaun­in í fartesk­inu og reynsl­unni rík­ari sem á án efa eft­ir að skila sér áfram til fag­stétt­ar­inn­ar hér heima. Þjálf­ari fram­reiðslu­nem­anna er bæði hrærður og stolt­ur yfir ár­angri Sil­viu og Trist­ans.

„Þetta er til­finn­ing­in sem ég hef aldrei fundið fyr­ir áður þegar það var til­kynnt um að Ísland hafi unnið, ég var svo stolt­ur af þeim, þau stóðu sig eins og hetj­ur og hafa lagt inn vinn­una fyr­ir þess­um sigri og staðið sig frá­bær­lega á öllu æf­ing­ar­ferl­inu,“ seg­ir Finn­ur sem er afar stolt­ur af sínu fólki.

„Það hjálp­ar líka rosa­lega mikið hvað þau eru skemmti­leg og já­kvæðar mann­eskj­ur og öll þau verk­efni sem þau fengu í hend­urn­ar leystu þau eins og meist­ar­ar sem þau eru. Ég held að það muni taka þau smá tíma að átta sig á hversu stór þessi sig­ur er og hversu mikið þetta mun hjálpa þeim í fag­inu okk­ar. Ég er óend­an­lega stolt­ur af þeim og var heiður að vera með þeim í þessu verk­efni,“ seg­ir Finn­ur enn frem­ur.

Gleðin var í fyrirúmi hjá íslenska hópnum.
Gleðin var í fyri­rúmi hjá ís­lenska hópn­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Gullið heim í fyrsta skiptið eft­ir 7 ár

Gull­verðlauna­haf­arn­ir fara heim til Íslands á bleiku skýi með minn­ing­ar sem aldrei gleym­ast eins og þau kom­ast sjálf að orði.

„Þessi keppni var ótrú­lega skemmti­leg og mik­ill heiður að fá að keppa fyr­ir Íslands hönd. Mjög gam­an að fá að keppa í svona flott­um skóla, kepp­end­urn­ir og all­ir sem komu ná­lægt keppn­inni tóku vel á móti okk­ur. Ég er í skýj­un­um yfir frammistöðunni okk­ar,“ seg­ir Trist­an Tóm­as­son Manour og bros­ir breitt.

„Ég er bara uppi í skýj­un­um yfir frammistöðu okk­ar, því­lík stolt að vera part­ur af teym­inu sem tók heim gullið í fyrsta skiptið í 7 ár fyr­ir hönd fram­reiðslu­manna. Sér­stak­lega út af því að for­seti Íslands Halla Tóm­as lánaði mér klút sem ég notaði í keppn­ina, það var al­gjör­lega lukkugrip­ur,“ seg­ir Sil­vía Louise með bros á vör og bæt­ir við: „Það er mik­ill heiður að keppa fyr­ir hönd Íslands með geggjuðum kepp­end­um sem maður kynnt­ist í leiðinni. Minn­ing sem mun aldrei gleym­ast.“

Úrslit keppn­inn­ar í heild sinni voru eft­ir­far­andi:

Fram­reiðsla:

  • Gull – Ísland
  • Silf­ur – Dan­mörk
  • Brons – Nor­eg­ur

Mat­reiðsla:

  • Gull – Nor­eg­ur
  • Silf­ur – Dan­mörk
  • Brons – Svíþjóð

Þátt­tak­end­ur og þjálf­ar­ar fyr­ir Íslands hönd voru:

Tristan Tómasson Manoury frá Matarkjallaranum og Silvia Louise Einarsdóttir frá …
Trist­an Tóm­as­son Manoury frá Mat­ar­kjall­ar­an­um og Sil­via Louise Ein­ars­dótt­ir frá Michel­in-stjörnu veit­ingastaðnum Moss í Bláa lón­inu kepptu í fram­reiðlsu. Ljós­mynd/​Aðsend

Fram­reiðsla

  • Sil­via Louise Ein­ars­dótt­ir frá Michel­in-stjörnu veit­ingastaðnum Moss í Bláa lón­inu
  • Trist­an Tóm­as­son Manoury frá Mat­ar­kjall­ar­an­um
  • Þjálf­ari fram­reiðslu­nem­anna fyr­ir keppn­ina var Finn­ur Gauti Vil­helms­son
Ljós­mynd/​Aðsend

Mat­reiðsla

  • Þjálf­ari mat­reiðslu­nem­anna fyr­ir keppn­ina var Jakob Zari­oh Sifjar­son Bald­vins­son.

Þema keppn­inn­ar í ár var „sjálf­bærni“, og hlaut lið Svíþjóðar sér­stök verðlaun fyr­ir framúrsk­ar­andi frammistöðu á því sviði.

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert