Undursamlega ljúffengir cinnabon-snúðar með ostakremi

Mjúkir og ilmandi snúðar með kanilsykri og rjómaostakremi – bakaðir …
Mjúkir og ilmandi snúðar með kanilsykri og rjómaostakremi – bakaðir í ramma. Þessir eru svo góðir að það er erfitt að standast þá. mbl.is/Eyþór

Það er fátt betra en lykt­in sem fyll­ir heim­ilið af ný­bökuðum kanil­snúðum. Þessi upp­skrift er inn­blás­in af hinum sí­vin­sælu cinna­bon-snúðum, mjúk­ir, dún­mjúk­ir botn­ar með ríkri kanil­fyll­ingu og silkimjúku ostakremi sem bráðnar yfir snúðana. Hvort sem þið eruð að bjóða upp á kaffi­tíma­snúða eða dekra við fjöl­skyld­una í helgar­bakstri, þá slær þessi upp­skrift alltaf í gegn.

Heiður­inn að upp­skrift­inni á Árni Þor­varðar­son, bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi, sem kem­ur ef­laust fáum á óvart, en hann hef­ur verið iðinn að deila með les­end­um mat­ar­vefs­ins upp­skrift­um úr smiðju sinni sem gleðja bragðlauk­ana og ekki síst sál­ina sem elsk­ar ljúf­fengt bakk­elsi og kök­ur.

Árni Þorvarðarson bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í …
Árni Þor­varðar­son bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi kann list­ina að gleðja sitt fólk. með ljúf­fengu bakk­elsi. mbl.is/​Eyþór

Von­andi njótið þið þess að prófa þessa upp­skrift og finnið gleðina sem felst í því að búa til eitt­hvað gott frá grunni. Það þarf oft ekki mikið til að skapa hlýju og ánægju á heim­il­inu, stund­um er ilm­andi nýbakaður snúður nóg til að gera dag­inn betri.

Undursamlega ljúffengir cinnabon-snúðar með ostakremi

Vista Prenta

Cinna­bon-snúðar með ostakremi

Deig

  • 300 g volgt vatn
  • 60 g syk­ur
  • 4 msk. olía
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. þurr­ger
  • 600 g hveiti

Fyll­ing

  • 2 tsk. syk­ur
  • 2 tsk. púður­syk­ur
  • 2 tsk. kanill
  • 2 tsk. bráðið smjör

Ostakrem

  • 37 g rjóma­ost­ur
  • 75 g mjúkt smjör
  • ½ tsk. vanillu­drop­ar
  • 200 g flór­syk­ur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að virkja gerið með því að blanda því sam­an við volgt vatn og syk­ur.
  2. Leyfið því að freyða og koma sér í gang, bætið olíu og salti við, og síðan hveit­inu smátt og smátt.
  3. Hnoðið þar til deigið er mjúkt, slétt og aðeins klístrað – þetta er hjartað í góðum snúðum.
  4. Setjið deigið í skál, breiðið viska­stykki yfir og leyfið því að hef­ast í ró og næði í um 15 mín­út­ur.
  5. Rúllið næst deig­inu út í stór­an fer­hyrn­ing, smyrjið yfir bráðið smjör og stráið síðan kanil­syk­urs­blönd­unni yfir í jafnri lög­un.
  6. Rúllið upp í þétta rúllu og skerið í sneiðar með beitt­um hníf.
  7. Raðið snúðunum í bök­un­ar­form og leyfið þeim að lyfta sér aft­ur í um 40 mín­út­ur, svo þeir verði létt­ir og mjúk­ir.
  8. Bakaðu við 180°C hita í 12-15 mín­út­ur þar til snúðarn­ir eru orðnir gull­in­brún­ir og ilm­ur­inn fyll­ir húsið.
  9. Að lok­um, á meðan snúðarn­ir eru enn heit­ir, smyrjið rjóma­ostakremi yfir þá.
  10. Kremið bráðnar ofan í hverja rifu og ger­ir hvern bita silkimjúk­an og synd­sam­lega góðan.
  11. Berið fram ylvolga og njótið með ykk­ar besta fólki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert