Er ekki kominn tími á alvöru sumarþeyting?

Anna Guðný býður upp á hollan og góðan sumarþeyting til …
Anna Guðný býður upp á hollan og góðan sumarþeyting til að fagna komu sumarsins. Samsett mynd

Vegna til­komu sum­ars­ins sem marg­ir hafa beðið eft­ir er vert að fagna með al­vör­sum­arþeyt­ingi sem gleður sál­ina. Þessi upp­skrift kem­ur úr smiðju Önnu Guðnýj­ar sem held­ur úti bloggsíðunni Heilsa og vellíðan. Hún hef­ur mikið dá­læti af því að gleðja aðra með holl­um og góðum upp­skrift­um sem bæta heilsu og vellíðan.

En sjálf hef­ur hún upp­lifað mikla betr­um­bæt­ingu á eig­in heilsu og vellíðan eft­ir að hún veitti and­legri heilsu og hreinu mataræði meiri at­hygli.

Þessi er bæði bragðgóður og holl­ur og hver og einn get­ur leikið sér með hvað hann vill setja ofan á gleðina.

Er ekki kominn tími á alvöru sumarþeyting?

Vista Prenta

Sum­arþeyt­ing­ur

Fyr­ir 1-2

  • 4 boll­ar frosið mangó
  • 1 ban­ani
  • 1 app­el­sína
  • 1 bolli kó­kos­mjólk
  • 1 tsk. túr­merik­duft
  • 1/​3 tsk. vanillu­duft

Ofan á

  • ½ ban­ani, í sneiðum
  • Kó­kos- og möndl­u­smjör eft­ir smekk
  • Kó­kos­flög­ur eft­ir smekk
  • Kínóa-popp eft­ir smekk
  • Fersk­ir ávext­ir að eig­in vali ef vill
  • Rós­ir eða önn­ur æt­is­blóm ef vill

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í þeyt­ing­inn sam­an í bland­ara og blandið vel sam­an.
  2. Setjið blönd­una í skál.
  3. Setjið síðan kræs­ing­ar ofan á sem ykk­ur líst­ir líkt og Anna Guðný ger­ir í mynd­band­inu.
  4. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert