Guðrún Erla heldur áfram að toppa sig með ómótstæðilegum kræsingum

Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor kom með þessa himnesku …
Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor kom með þessa himnesku samsetningu af súkkulaði brownies. mbl.is/Karítas

Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir bak­ari og konditor kom með þessa himnesku sam­setn­ingu af súkkulaði brownies með KitKat-bit­um sem eru blandaðir bæði inn í deigið og sett­ir ofan á þannig að hver munn­biti fær hina full­komnu blöndu af bæði mjúkri og stökkri áferð.

„Þessi klass­ísku brownies með smá tvisti kitla bragðlauk­ana og upp­fylla svo sann­ar­lega súkkulaðilöng­un­ina,“ seg­ir Guðrún sem er al­sæl með út­kom­una.

„Þetta er hin full­komna veislu- eða helgarsæla sem all­ir geta gert. Upp­skrift­in er fljót­leg, barn­væn og al­gjör­lega ómót­stæðileg,“ bæt­ir Guðrún við.

Hér á TikT­ok má sjá skref fyr­ir skref hvernig Guðrún töfr­ar fram þessa auðveldu upp­skrift sem er varla hægt að klúðra.

„Þetta er hin fullkomna veislu- eða helgarsæla sem allir geta …
„Þetta er hin full­komna veislu- eða helgarsæla sem all­ir geta gert.“ Ljós­mynd/​Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir

Guðrún Erla heldur áfram að toppa sig með ómótstæðilegum kræsingum

Vista Prenta

KitKat Brownies

  • 113 g dökkt súkkulaði
  • 170 g smjör
  • 225 g syk­ur
  • 2 egg
  • 94 g hveiti
  • 25 g kakó
  • 100 g KitKat, saxað í bita
  • 4 Kit Kat plöt­ur

Aðferð:

  1. For­hitið ofn­inn við 180°C.
  2. Bræðið smjör og súkkulaði sam­an.
  3. Hrærið eggj­un­um og sykr­in­um sam­an og bætið kældu súkkulaðiblönd­unni við.
  4. Setjið síðan hveiti og kakó út í og blandið vel sam­an.
  5. Saxið KitKat í bita og blandið við.
  6. Hellið blönd­unni í form og bakið í ofni í 20 – 25 mín­út­ur.
  7. Raðið KitKat ofan á kök­una meðan hún er enn þá heit og leyfið að bráðna smá til að búa til krem.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert