Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor kom með þessa himnesku samsetningu af súkkulaði brownies með KitKat-bitum sem eru blandaðir bæði inn í deigið og settir ofan á þannig að hver munnbiti fær hina fullkomnu blöndu af bæði mjúkri og stökkri áferð.
„Þessi klassísku brownies með smá tvisti kitla bragðlaukana og uppfylla svo sannarlega súkkulaðilöngunina,“ segir Guðrún sem er alsæl með útkomuna.
„Þetta er hin fullkomna veislu- eða helgarsæla sem allir geta gert. Uppskriftin er fljótleg, barnvæn og algjörlega ómótstæðileg,“ bætir Guðrún við.
Hér á TikTok má sjá skref fyrir skref hvernig Guðrún töfrar fram þessa auðveldu uppskrift sem er varla hægt að klúðra.
KitKat Brownies
Aðferð: