Girnilegur ofnbakaður fiskréttur með mozzarella-ostakúlum

Girnilegur ofnbakaður fiskréttur með mozzarella-ostakúlum og pestó sem bráðnar í …
Girnilegur ofnbakaður fiskréttur með mozzarella-ostakúlum og pestó sem bráðnar í munni. Ljósmynd/Helga Magga

Þessi fisk­rétt­ur er bæði fljót­leg­ur í gerð og bragðgóður, full­kom­inn til að njóta á mánu­dags­kvöldi. Í rétt­in­um er pestó og mozzar­ella-osta­kúl­ur sem gefa svo gott bragð. Gott er að bera fisk­rétt­inn fram með hrís­grjón­um eða banka­byggi og jafn­vel fersku sal­ati.

Heiður­inn af upp­skrift­inni á Helga Magga heil­su­markþjálfi og sam­fé­lags­miðlastjarna en hún gerði upp­skrift­ina fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Girnilegur ofnbakaður fiskréttur með mozzarella-ostakúlum

Vista Prenta

Ofn­bakaður fisk­rétt­ur með mozzar­ella-osta­kúl­um

Fyr­ir 4-5

  • 860 g ýsu­flök
  • 180 g rautt pestó
  • 1 dós mozzar­ella kúl­ur eða perl­ur
  • 110 g döðlur (10-12 stk.)
  • basilíka, hand­fylli
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á að skola fisk­inn og þerra.
  2. Hitið ofn­inn í 180°C.
  3. Skerið flök­in niður í hæfi­lega stóra bita og raðið fiskn­um í botn­inn á eld­föstu móti.
  4. Kryddið fisk­inn með salti og pip­ar.
  5. Setjið rauða pestóið yfir fisk­inn og dreifið því vel yfir alla bit­ana.
  6. Skerið döðlurn­ar í bita og raðið yfir fisk­inn.
  7. Setjið mozzar­ella-kúl­urn­ar yfir fisk­inn ásamt niður­skor­inni ferskri basilíku.
  8. Setjið fatið inn í ofn við 180°C hita og bakið í 25 mín­út­ur.
  9. Á meðan er til­valið að sjóða hrís­grjón, út­búa sal­at eða annað meðlæti sem þið kjósið að hafa með fisk­in­um.
  10. Berið fram og njótið.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert