Nýr vikumatseðill með sumarlegu ívafi

Hér er kominn glænýr vikumatseðill með sumarlegu ívafi.
Hér er kominn glænýr vikumatseðill með sumarlegu ívafi. Samsett mynd

Sum­arið er komið og það stytt­ist í að gróður­inn fari að lifna við og blóm­in fari að skarta sínu feg­ursta. Nú eru flest­ir bún­ir að taka út grill­in og marg­ir farn­ir að skipta um gír þegar kem­ur að mat­ar­gerðinni. Grill­rétt­ir koma sterk­ir inn, kald­ar sós­ur og lítrík og fersk salöt lífga upp á borðhaldið.

Hér er kom­inn glæ­nýr og fersk­ur vikumat­seðill í boði Mat­ar­vefs­ins með sum­ar­legu ívafi. Upp­skrift­irn­ar eru hver ann­arri girni­legri og munu án efa leika við bragðlauk­ana.

Mánu­dag­ur – Heilsu­sal­at Lauf­eyj­ar

„Þetta er bæði lit­ríkt og bragðgott sal­at sem er full­komið að hefja nýja vinnu­viku á. Þar sem tún­fisk­ur og rækj­ur eru í for­grunni.“

Þriðju­dag­ur – Laxa-taco með chili-hun­angi

„Þriðju­dag­ar eru oft taco-dag­ar og þá er lag að slá tvær flug­ur í einu höggi. Hvað er betra en að bjóða upp á taco og fisk og slá í gegn? Chili-hun­angið er ómót­stæðilega gott og pass­ar ákaf­lega vel með lax­in­um.“

Miðviku­dag­ur – Orku­skál­in hans Hösk­uld­ar

„Orku­skál­in hans Hösk­uld­ar er unaður að njóta. Hún er með ým­iss kon­ar græn­meti, kjúk­linga­baun­um, harðsoðnum eggj­um og perlu­byggi sem er ljóm­andi gott. Þetta er svo hollt og gott, ekta sum­ar­rétt­ur til að njóta.“

Fimmtu­dag­ur – Þorsk­hnakki með beur­re blanc-sósu

„Þetta er ómót­stæðilega góður rétt­ur og þessi sósa er full­kom­in með. Það verður eng­inn svik­inn af þess­um fisk­rétti og meðlætið par­ast svo vel með.“

Föstu­dag­ur – Pítsa með kart­öfl­um og timí­an

„Marg­ir gera heima­gerðar pítsur á föstu­dags­kvöld­um enda eru oft bestu gæðustund­irn­ar þegar fjöl­skyld­an er sam­an í eld­hús­inu að elda sam­an. Hér erum við með upp­skrift að góðri pítsu sem vel er hægt að mæla með. Píts­an er dá­sam­lega góð, hvít pítsa, eða „pizza bianca“, með sýrðum rjóma, kart­öfl­um, rauðlauk, timí­an og chili­f­lög­um.“

Laug­ar­dag­ur – Nauta­lund með bernaise-sósu og fersk­um asp­as

„Grilluð nauta­lund get­ur ekki klikkað og það þarf ekki mikið meðlæti með. Heima­gerð bernaise-sósa og grillaður fersk­ur asp­as eru hreint sæl­gæti að njóta með en vert er að leyfa steik­inni að vera í aðal­hlut­verki.“

Sunnu­dag­ur - Húsó - nauta­kjöts­sal­at með límónu- og engi­fersósu

Ekk­ert er betra en að enda vik­una á ljúf­fengu nauta­kjötsal­ati með límónu- og engi­fersósu. Sal­at með nauta­kjöti á svo vel við á sumr­in og svo líka hægt að nota af­gangs grill­kjöt frá laug­ar­dags­kvöld­inu í salöt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert