Súkkulaði- og eftirréttameistarinn Juan Gutierrez heillaði fagfólkið upp úr skónum

Súkkulaði- og eftirréttameistarinn Juan Gutierrez hélt glæsilegt fimm daga Masterclass-námskeið …
Súkkulaði- og eftirréttameistarinn Juan Gutierrez hélt glæsilegt fimm daga Masterclass-námskeið í eftirréttagerð og uppsetningu eftirrétta og í konfektgerð eða „Bon Bon“ sem sló í gegn. Samsett mynd

Í byrj­un apríl hélt Iðan Fræðslu­set­ur, í sam­starfi við súkkulaði- og eft­ir­rétta­meist­ar­ann Juan Gutier­rez, glæsi­legt fimm daga Masterclass-nám­skeið í eft­ir­rétta­gerð og upp­setn­ingu eft­ir­rétta og í kon­fekt­gerð eða „Bon Bon“ eins og Gutier­rez kýs að kalla það. Nám­skeiðið var haldið í kennslu­eld­húsi Iðunn­ar og Mat­vís stétt­ar­fé­lags að Stór­höfða 31.

Allir vildu eiga myndir af dýrðinni á símunum sínum. Skemmtilegt …
All­ir vildu eiga mynd­ir af dýrðinni á sím­un­um sín­um. Skemmti­legt sjón­ar­horn frá nám­skeiðinu þegar meist­ar­inn sýn­ir list­ir sín­ar. Ljós­mynd/​Karl Petter­son

Áhrif­in munu án efa sjást á veit­inga­stöðum og bakarí­um

Nám­skeiðin voru ætluð fag­fólki á veit­inga­stöðum og í bakarí­um sem vildi til­einka sér nýj­ustu aðferðir og hug­mynd­ir í eft­ir­rétta- og kon­fekt­gerð. Ekki er ólík­legt að áhrifa nám­skeiðanna megi vænta á veit­inga­stöðum og bakarí­um víða um land á næst­unni.

Á nám­skeiðunum fór Gutier­rez í allt það nýj­asta í eft­ir­rétta­gerð sem og í vinnu með súkkulaði og lita­fræði í kon­fekt­gerð. Axel Þor­steins­son, bak­ari og konditor hjá Hyg­ge Cof­fee & Micro Bakery, var Gutier­rez til aðstoðar á nám­skeiðinu.

Gleðin var í fyrirrúmi á námskeiðinu.
Gleðin var í fyr­ir­rúmi á nám­skeiðinu. Ljós­mynd/​Karl Petter­son

Meist­ara­kokk­ur­inn Gutier­rez sló í gegn árið 2022 þegar hann varð hlut­skarp­ast­ur í hinum vin­sæla þætti School of Chocola­te á Net­flix. Hann á stór­an hóp fylgj­enda og það má segja að þess­ir þætt­ir hafi kyndað enn frek­ar und­ir frægð hans í fag­inu.

Einbeitiningin skein úr andliti þátttakenda.
Ein­beit­in­ing­in skein úr and­liti þátt­tak­enda. Ljós­mynd/​Karl Petter­son

„Gutier­rez þykir vera meðal fremstu og fær­ustu eft­ir­rétta­meist­ara heims, enda eru rétt­irn­ir hans meira en bara sæl­gæti, þeir bjóða upp á mat­ar­upp­lif­an­ir sem segja sög­ur,“ seg­ir Axel og bæt­ir við að það hafi verið lær­dóms­ríkt og mik­il upp­lif­un að taka þátt í þessu nám­skeiði með hon­um.

Gutierrez sýnir rétta handbragðið.
Gutier­rez sýn­ir rétta hand­bragðið.

Sæk­ir inn­blást­ur sinn til fjöl­breyttr­ar menn­ing­ar

„Í sköp­un sinni heiðrar Gutier­rez bragð og hefðir hvaðanæva úr heim­in­um. Hann sæk­ir inn­blást­ur til fjöl­breyttr­ar menn­ing­ar Mexí­kó, Ítal­íu, Ind­lands og Banda­ríkj­anna en hjartað slær þó alltaf sterk­ast með heimalandi hans, Kól­umb­íu,“ seg­ir Axel og bæt­ir við að það hafi verið mik­ill feng­ur að fá meist­ar­ann hingað til lands til að bæta við þekk­ing­una.

Ástríðan skein úr andliti þátttakenda á námskeiðinu.
Ástríðan skein úr and­liti þátt­tak­enda á nám­skeiðinu. Ljós­mynd/​Karl Petter­son

Fyr­ir utan eld­húsið hef­ur Juan brenn­andi áhuga á mennt­un og leiðsögn. Hann ferðast um all­an heim og kenn­ir súkkulaði- og eft­ir­rétta­tækni, sem veit­ir inn­blást­ur fyr­ir næstu kyn­slóð eft­ir­rétta­kokka. Það má með sanni segja að hann hafi heillað fag­fólkið sem tók þátt í nám­skeiðinu upp úr skón­um.

Hópurinn sem tók þá í námskeiðinu og bætti við sig …
Hóp­ur­inn sem tók þá í nám­skeiðinu og bætti við sig þekk­ingu í súkkalði- og eft­ir­rétta­gerð. Ljós­mynd/​Karl Petter­son

Á nám­skeiðinu var mik­il áhersla lögð á árstíðarbundið hrá­efni eins og sjá má á mat­seðlun­um sem unnið var með hér fyr­ir neðan ásamt mynda­veislu af rétt­un­um sem eru ómót­stæðileg­ir á að líta.

Mat­seðlarn­ir á nám­skeiðinu

Eft­ir­rétt­ir:

Vet­ur

KÓKOS & MONGO MONGO (GLÚTEN­FRÍTT & VEG­AN) 
Kó­kos sor­bet, Mongo Mongo & kó­kossvamp­ur 


MOCHI SVART SES­AM
Mochi-svamp­ur, svart ses­am, pralín og kolaís

SÚKKULAÐI & PIP­ARMINTA
Súkkulaðimús, Pepp­erm­int Str­eu­sel & súkkulaðis­vamp­ur

Vor

JARÐARBER OG RJÓMI
Mascarpo­ne-mús, bleik­ur pip­ar­kornss­or­bet og jarðarberjasósa

MANGÓ & KÓKOS (VEG­AN)
Kó­kos­mús, þjappað mangó og mangó sor­bet

RÓS & LITCHI
Rósaþeytt­ur Ganache, Hind­berja Cremeux & Pist­asíu­svamp­ur

Sum­ar

KIRSU­BER OG PISTASÍUHNET­UR (VEG­AN)
Pist­asíumús, kirsu­berja­svamp­ur og kirsu­berjasor­bet

MAND­ARÍNUR OG PASSI­ON ÁVÖXTUR (GLÚTEN­FRÍTT)
Mandarí­unís, Vanillu Creme Brûlée & Passi­on ávaxtag­el

SÓLBLÓM OG BÍFLUGU­FRJÓKORN
Sól­blómakaka, bý­flugu­frjó­korn og mjólkurís

Haust

SMJÖR & POPP
Smjörkaka, popp­ís og sveigj­an­leg­ur ganache

EPLA CIDER OG PECAN HNET­UR (VEG­AN)
Pecan hnetu Pralinee, eplakleinu­hring­ir og eplasor­bet

BYGG OG KARA­MELLA
Bygg­búðing­ur, kara­mellu­froða og dökk­ur bjórís

Kon­fekt:

JARÐARBER

Jarðarberja­sulta, jarðarberjak­url og vanill­ug­anache

MILO

Milo ganache og Milo kurl

OSTAKAKA MARACUYA

Ástríðuávaxtag­el og Ganache de Cheeseca­ke

MORGUN­KORN

Korn ganache og kornkurl

HESSIL­HNET­UR

Hesli­hnetupralín

KAFFI

Kaffig­el og kaffi ganache

PISTASÍUHNET­UR

Pist­as­íu ganache og pist­as­íu marsíp­an

SVÖRT SES­AM OSTAKAKA

Vanillu ganache og svart ses­am pralín

Sjáið mynd­ir af kræs­ing­un­um sem voru töfraðar fram, al­gjört augna­kon­fekt að njóta þess­ar­ar veislu.

 

 

 

Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
Ljós­mynd/​Karl Petter­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert