Icelandic Food Company ehf. hefur innkallað HaPP tómat- og basil súpu vegna glerbrots sem fannst í vöru.
Varúðarráðstöfunin á eingöngu við lotu merkta best fyrir 6. júní 2025.
Varan er seld í verslunum Krónunnar og er viðskiptavinum sem hafa keypt súpuna bent á að skila henni í viðkomandi verslun gegn fullri endurgreiðslu.
Þá biður Icelandic Food Company viðskiptavini sína afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Fyrir nánari upplýsingar um innköllun vörunnar er hægt að senda tölvupóst á netfang icelandfood@icelandfood.is