Innkalla súpu eftir að glerbrot fannst

Varan er seld í verslunum krónunnar.
Varan er seld í verslunum krónunnar. Ljósmynd/Aðsend

Icelandic Food Comp­any ehf. hef­ur innkallað HaPP tóm­at- og basil súpu vegna gler­brots sem fannst í vöru.

Varúðarráðstöf­un­in á ein­göngu við lotu merkta best fyr­ir 6. júní 2025.

Var­an er seld í versl­un­um Krón­unn­ar og er viðskipta­vin­um sem hafa keypt súp­una bent á að skila henni í viðkom­andi versl­un gegn fullri end­ur­greiðslu.

Þá biður Icelandic Food Comp­any viðskipta­vini sína af­sök­un­ar á þeim óþæg­ind­um sem þetta kann að valda.

Fyr­ir nán­ari upp­lýs­ing­ar um inn­köll­un vör­unn­ar er hægt að senda tölvu­póst á net­fang iceland­food@iceland­food.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert