Snúðaveislan hans Árna heldur áfram

Þessir eru svakalega góðir, með bláberjafyllingu sem bráðnar í munni.
Þessir eru svakalega góðir, með bláberjafyllingu sem bráðnar í munni. mbl.is/Eyþór

Árni Þor­varðar­son, bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi, er óstöðvandi þegar kem­ur að bakstri. Hann á fulla fjár­sjóðskistu af upp­skrift­um sem gleðja mat­ar­hjartað. Það er eng­inn sem á jafn­marg­ar girni­leg­ar upp­skrift­ir að góm­sæt­um snúðum sem fanga bæði augu og munn og hann, alla vega ekki sem ég veit um. Nú er hann mætt­ur með blá­berja­snúða með flórs­syk­ur­skreyt­ingu sem þið eigið eft­ir að elska.

Árni hefur þróað margar snúðauppskriftir sem hafa slegið í gegn. …
Árni hef­ur þróað marg­ar snúðaupp­skrift­ir sem hafa slegið í gegn. Hann hef­ur ekki tæmt kist­una enn þá. mbl.is/​Eyþór

Þess­ir snúðar eru ekki bara girni­leg­ir að sjá, þeir bjóða upp á ein­stakt jafn­vægi milli sæt­leika og fersk­leika. Blá­ber­in gefa þeim lit, líf og létt­an súr­leika sem brýt­ur upp hefðbundið snúðabragð á dá­sam­leg­an hátt. Flór­syk­urs­gljá­in set­ur punkt­inn yfir i-ið og ger­ir þá jafn fal­lega og þeir eru bragðgóðir. Hvort sem þið berð þá fram volga með kaffi­bolla eða njótið þeirra dag­inn eft­ir, þá munu þeir alltaf vekja lukku. Þetta er upp­skrift sem þið munið vilja baka aft­ur og aft­ur. 

Snúðaveisl­an hans Árna held­ur áfram

Vista Prenta

Blá­berja­snúðar með flór­syk­urs­skreyt­ingu

Deig

  • 300 g volgt vatn
  • 60 g syk­ur
  • 4 msk. olía
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. þurr­ger
  • 600 g hveiti

Fyll­ing

  • 230 g blá­berja­sulta Good Good

Skreyt­ing

  • Flór­syk­ur til að sigta yfir.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að virkja gerið með því að blanda því sam­an við volgt vatn og syk­ur – leyfið því að freyða og koma sér í gang.
  2. Bætið olíu og salti við, og síðan hveit­inu smátt og smátt.
  3. Hnoðið þar til deigið er mjúkt, slétt og aðeins klístrað, þetta er hjartað í góðum snúðum.
  4. Setjið deigið í skál, breiðið viska­stykki yfir og leyfið því að hef­ast í ró og næði í um það bil 15 mín­út­ur.
  5. Rúllið næst deig­inu út í stór­an fer­hyrn­ing og smyrjið blá­berja­sult­unni yfir.
  6. Rúllið upp í þétta rúllu og skerið í sneiðar með beitt­um hníf.
  7. Raðið snúðunum í bök­un­ar­form og leyfið þeim að lyfta sér aft­ur í um það bil 40 mín­út­ur, svo þeir verði létt­ir og mjúk­ir.
  8. Bakið við 180°C hita í 12-15 mín­út­ur þar til snúðarn­ir verða gull­in­brún­ir og ilm­ur­inn fyll­ir húsið.
  9. Að lok­um áður en snúðarn­ir eru born­ir fram er fal­legt að sigta flór­syk­ur yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert