Það var fullt út úr dyrum á Lólu

Sigurður Laufdal og teymið hans bauð í opnunarpartí á veitingastaðnum …
Sigurður Laufdal og teymið hans bauð í opnunarpartí á veitingastaðnum Lólu um helgina sem sló í gegn. Gabríel Kr. Bjarnarson Kokkur ársins, Sindri Guðbrandur Sigurðrsson stjörnukokkur mættu ásamt betri helmingnum, Bryndís fagnaði með sínum manni, Sigga Lauf, Sigurður Hall og Guðmundur G. Péturson létu sig ekki vanta í gleðina. Samsett mynd

Stjörnu­kokk­ur­inn Sig­urður Lauf­dal og teymið hans stóðu fyr­ir líf­legu og skemmti­legu opn­un­ar­teiti á veit­ingastaðnum Lólu um helg­ina. Það er eng­um blöðum um það að fletta að það var ys og þys og það ætlaði allt um koll að keyra í gleðinni og voru húsa­kynn­in sann­ar­lega full út úr dyr­um.

Sig­urður stjörnu- og lista­kokk­ur­inn, oft­ast nær kallaður Siggi Lauf, ákvað að leggja á ný mið að nýju og hyggst opna glæ­nýj­an veit­ingastað, Lólu, sem verður til húsa í Hafn­ar­hvoli að Tryggvagötu 11 þar sem veit­ingastaður­inn Anna Jóna var áður til húsa. Staður­inn mun opna form­lega á morg­un, miðviku­dag­inn 7. maí næst­kom­andi, og bók­an­ir eru nú þegar farn­ar að streyma inn enda eng­inn svik­inn þegar Siggi Lauf kem­ur ná­lægt mat­seld­inni.

Fjöl­marg­ir gest­ir lögðu leið sína í opn­un­ar­teitið og þar mátti sjá marga af þekkt­ustu kokk­um lands­ins ásamt ýmsu fólki úr veit­inga­húsa­geir­an­um. Meðal þeirra sem komu og fögnuðu opn­un staðar­ins voru Gabrí­el Kr. Bjarna­son, nýkrýnd­ur Kokk­ur árs­ins, Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson, sem einnig hef­ur hlotið titil­inn Kokk­ur árs­ins, Snæ­dís Jóns­dótt­ir kokk­ur og þjálf­ari ís­lenska kokka­landsliðsins, Sig­urður Hall sjón­varp­s­kokk­ur með meiru svo fátt sé nefnt.

Þetta fallega skilti prýðir staðinn fyrir utan.
Þetta fal­lega skilti prýðir staðinn fyr­ir utan. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir

Bæði hrærður og meyr

Siggi Lauf var bæði hrærður og meyr við viðtök­um gesta og þakk­lát­ur fyr­ir hversu vel er tekið á móti Lólu í sí­vax­andi veit­inga- og menn­ing­ar­flóru borg­ar­inn­ar.

Aðspurður seg­ir Sig­urður Lauf­dal: „Við stefn­um að því að opna form­lega á morg­un, 7. maí, og hlökk­um mikið til að taka á móti gest­um. Mik­il áhersla verður lögð á framúrsk­ar­andi góða þjón­ustu, spenn­andi mat­seðil og ljúf­fenga kokteila sem og góð vín. Í mat­ar­gerðinni verður áhersl­an á ít­alska mat­ar­gerð sem hef­ur verið að heilla mig svo­lítið upp á síðkastið, þannig að Lóla verður und­ir áhrif­um frá Ítal­íu en á sama tíma mun hug­mynda­flugið hjá mér og teym­inu ráða för,“ seg­ir Sig­urður sposk­ur á svip.

Ætli þetta verði heit­asti staður­inn?

Veit­ingastaður­inn er stór og rúm­ar mik­inn fjölda gesta. Jafn­framt er stór og fal­leg­ur bar sem verður gam­an að sitja á og njóta góðra kokteila og mat­ar. Ekki má gleyma að nefna bíósal­inn sem er inn af staðnum en þar er hægt að njóta þess að horfa á ræmu og dreypa á góðum drykkj­um fyr­ir og eft­ir mat. 

Spurn­ing hvort þetta verði heit­asti veit­ingastaður­inn í sum­ar og hvort Gor­don Ramsay, bet­ur þekkt­ur sem Michel­in-stjörnu mat­reiðslumaður, veit­ingamaður, sjón­varps­maður og rit­höf­und­ur mæti á svæðið líkt og hann hef­ur gert und­an­far­in ár þar sem Siggi Lauf er í eld­hús­inu skal ósagt látið.

Sjáið mynd­irn­ar sem lýsa vel gleðinni sem var völd í teit­inu:

 

 

Sindri Guðbrandur Sigurðsson og María Dögg Elvarsdóttir.
Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson og María Dögg Elvars­dótt­ir. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Bryndís Þórðardóttir og Sigurður Laufdal.
Bryn­dís Þórðardótt­ir og Sig­urður Lauf­dal. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Eydís Ágústsdóttir og Gabríel Kr. Bjarnarson.
Ey­dís Ágústs­dótt­ir og Gabrí­el Kr. Bjarn­ar­son. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Safa Jemai og Sigurður Laufdal.
Safa Jemai og Sig­urður Lauf­dal. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Sigurður Hall og Guðmundur G. Pétursson.
Sig­urður Hall og Guðmund­ur G. Pét­urs­son. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Karl Jónasson og Sigurður Gísli Pálmason.
Karl Jónas­son og Sig­urður Gísli Pálma­son. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Troðfullt var út úr dyrum.
Troðfullt var út úr dyr­um. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Friðgeir Eiríksson, Tóti og Jóhann Steinn Eggertsson.
Friðgeir Ei­ríks­son, Tóti og Jó­hann Steinn Eggerts­son. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Helena, Mica­ela Aj­anti, Sigurður Laufdal og Gyða Víðis.
Helena, Mica­ela Aj­anti, Sig­urður Lauf­dal og Gyða Víðis. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Gunnlaugur, Guðrún Inga Eggertsdóttir og Snædís Jónsdóttir.
Gunn­laug­ur, Guðrún Inga Eggerts­dótt­ir og Snæ­dís Jóns­dótt­ir. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Sigurður ásamt teyminu sínu á Lólu.
Sig­urður ásamt teym­inu sínu á Lólu. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
David Young, Sigurður Laufdal og Biggi.
Dav­id Young, Sig­urður Lauf­dal og Biggi. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Staðurinn er fallegur og bjartur.
Staður­inn er fal­leg­ur og bjart­ur. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Wiktor Pálsson, Jafet Bergmann Viðarsson og Ísak Aron Jóhannsson.
Wikt­or Páls­son, Jafet Berg­mann Viðars­son og Ísak Aron Jó­hanns­son. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Viktoría og Telma.
Vikt­oría og Telma. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Teymið fagnar að þeim áfanga sé náð að geta opnað.
Teymið fagn­ar að þeim áfanga sé náð að geta opnað. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Bræðurnir Sigurður og Ísak Laufdal.
Bræðurn­ir Sig­urður og Ísak Lauf­dal. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Kokteilarnir runnu út.
Kokteil­arn­ir runnu út. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Mica­ela Aj­anti yfirkokkur staðarins töfrar fram rétti fyrir gestina.
Mica­ela Aj­anti yfir­kokk­ur staðar­ins töfr­ar fram rétti fyr­ir gest­ina. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Staðurinn er hinn glæsilegasti og hægt er að sitja við …
Staður­inn er hinn glæsi­leg­asti og hægt er að sitja við bar­borðið og fá kræs­ing­ar. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Helena, Mica­ela Aj­anti og Gyða Víðis.
Helena, Mica­ela Aj­anti og Gyða Víðis. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Litríkir kokteilar.
Lit­rík­ir kokteil­ar. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Stílhreint yfirbragð er í forgrunni.
Stíl­hreint yf­ir­bragð er í for­grunni. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Sigrún Lund og Emilía Sigurðardóttir.
Sigrún Lund og Em­il­ía Sig­urðardótt­ir. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Gleðin við völd.
Gleðin við völd. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Setið var á öllum borðum.
Setið var á öll­um borðum. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Stemning náði út á götu.
Stemn­ing náði út á götu. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
Gestirnir geisluðu af gleði.
Gest­irn­ir geisluðu af gleði. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert